Leti á háu stigi

Ég er að fara yfir um af leti þessa dagana!!  Ég nenni varla að staulast á fætur til að fara í tíma, ég skoða ekki verkefnin fyrr en það er örstutt í skil og ég nenni þessu bara ekki.  Ég vil bara fá að sofa út í eitt!!

Fór samt í fjallgöngu í gær- fór upp á topp, lafmóð og másandi- það var samt erfiðara að fara niður.  Svona er ég orðin góð af lyfjunum.  Samt er það ökklinn góði sem er stundum að bregðast mér, ég ætla samt að gefa honum smá tíma

Það er best að ég fari að skoða verkefnin og athuga hvort ég NENNI að skoða að kíkja á þau.

Kv. Dísan


Eigum við að ræða tímann?!!!

Djísus hvað tíminn líður OMG!!!!

Það er sko mánuður eftir af kennslu þessa önnina- þá koma próf í viku, síðan misserisverkefnin góðu og þá málsvarnir.......Svo er önnin búinGrin  Ég sem ætlaði að vinna upp allt það sem ég er eftir á með og nú .......hef ég bara mánuð í það Shocking

Hvernig er þetta hægt.  Bráðum koma svo blessuð jólin og allt þaðWink  Var að reyna að plata mömmu til að leyfa mér að bjóða henni heim um jólin, vil ekki vita af henni einni þarna úti- vonandi tekst mér að fá hana til að koma.  Ég sakna hennar svo mikið!InLove

Ég er að setja inn fullt af lögum inn á ipod-inn minn svo ég geti farið að nota kvikyndið- nota hann aldrei en nú er komið að því. 

Hafið það gott og verið góð hvort við annað!

Dísan


Kann einhver að ráða drauma?

Mig dreymdi skrýtin draum í nótt. 

Í raunveruleikanum er ég með sítt hár, mjög fíngert og frekar þunnt en mig dreymdi að ég hafi tekið mig til og rakað á mig hálfgerðan hanakamb, en þó þannig að ég gat sett síða hárið mitt yfir og þá bar ekki á neinu(í raunveruleikanum hefði þetta skinið í gegnum þunna hárið)!  Ég er ekki viss um af hverju ég gerði þetta en tilfinningin var samt sú að ég vildi sanna mig að ég væri ekki dauð úr öllum æðum, að ég væri enn villt og gerði óútreiknanlega hluti.  Það var eins og ég væri að reyna að ganga í álit við einhverja aðila- í raunveruleikanum er mér nokkuð sama um álit annarra. 

Getur einhver ráðið í þetta?

Eða er þetta bara rugl í hausnum á mér?

Stundum dreymir mig skrýtna draum og allt í lagi með það.....en það er tilfinningin sem situr eftir drauminn sem fær mig til að hugsa og langa að fá útskýringu.

Dísa draumari


BS- ritgerð

Ég var að senda inn umsókn til að skrifa BS ritgerð á næstu önnShocking  Veit svo sem ekkert um hvað ég vil skrifa- umsóknartíminn rann bara út í dag!!  Þó veit ég að vinnuréttur, erfðaréttur og refsiréttur eru svið sem mig langar að einbeita mér að.  Ef þið hafið einhverjar brilljant hugmyndir - þá eru þær vel þegnar Grin  Ef allt gegnur að óskum þá klára ég Bs-inn næsta vor og byrja í ML (mastersnámi) næsta haust - þá fer maður að sjá fyrir endann á þessu .....Og trúið mér- ég get ekki beðið. 

Er búin að vera rosalega lengi í skóla.  Fyrst tók ég stúdentspróf í kvöldskóla, fjarnámi og utanskóla- það tók einhver 3 ár - á meðan var ég í fullri vinnu og rúmlega það.  Síðan fór ég i fjarnám í viðskiptafræði- var eitt ár í því, kláraði flest viðskiptafögin sem maður þarf að taka í viðskiptalögfræði. Á meðan vann ég í Kaupþing og var í aukavinnu líka.  Nú er ég í skólanum, búin að vera eitt ár, á eftir annað ár í BS svo er það ML -inn sem er eitt til eitt og hálf ár.  Þetta er laaangur tími og verðu vel þegið þegar það klárast.

Að öðru- ég kveikti á sjónvarpinu í gær- í fyrsta sinn í langan tíma.  Á skjá einum voru auglýsingar sem minntu okkur á að það sem væri mikilvægast í lífinu væri ókeypis.  Að mínu mati eru þetta flottar auglýsingar og vel þarfar.  Númer eitt, tvö og þrjú er að við hugsum um okkar nánustu, að við höldum ró okkar á meðan þessi óvissa ríkir og þegar rykið fellur að við tökum púlsinn á stöðunni og reynum að finna lausnir.

Verið góð við hvort annað, gleymum ekki kurteisinni og sýnum samhug.

Góða helgi kæru vinir

 

 


Komst í gegnum vikuna

Síðasta vika var erfið en gekk vonum framar.  Fékk 9-ur í prófum, 8,5 og 9 -ur fyrir verkefnin þannig að ég get ekki beðið um meira.

Það var Dísudagur í gær- fór í nudd og það var frábært.  Naut svo kvöldsins þar sem ég var búin með öll skólatengd verkefni. 

Ég er að plana stelpuhelgi í lok október, vona að stelpurnar sjái sér fært um að koma. Það er löngu tímabært að við hittumst allar og hlægjum okkur í hel.....eða þannig sko.

Best að ég hendi pósti á þær fyrst að ég er að slóra í tímanum og fá staðfest frá þeim. 

Hef lítið annað að segja í bili

Hafið það gott kæru vinir

Dísan


Snjór!!

Það er snjór- JÁ- ég sagði SNJÓR!!!

Þegar ég opnaði útidyrahurðina í morgun til að fara í skólann- þá var snjórCrying Ég er ekki snjókona og finnst þetta skelfilegt.  Að auki er ég að fara í próf- í fjármálastjórnun- ekki mitt sterka fag!!

Púff - þá hef ég fengið að pústa og líður mun betur!!

Annars líður mér vel-svolítið þreytt en það er eitthvað sem hægt er að kippa auðveldlega í liðinn.  Erfiða vikan mín smá mjatlast, á eftir að vinna tvö verkefni fyrir morgundaginn og lesa fyrir próf sem er á morgun- það verður ekki mikið sofið eða slakað á í kveld. 

Við fórum á Litla - Hraun í gær og það var mjög athyglisvert.  Mjög athyglisvert og allt öðruvísi en ég átti von á. 

Jæja þá er komið að prófinu- skyrpið á eftir mér- ekki veitir mér af hehe

Snjódís....ekki beint


Upside down!! eða hvað?

Það er vægast sagt brjálað að gera hjá mér þessa dagana.  Skólinn tekur allan minn tíma- og rúmlega það.  Þessi vika á eftir að vera svolítið "Töff"  Ég þurfti að skila fjórum verkefnum í dag, sem og ég gerði. Er í skólanum á morgun til kl 18, er að fara á Litla - Hraun á miðvikudag í svona vísindaferð, er í prófi á fimmudag, skila tveimur verkefnum á föstudag og að auki í prófi þá líka.  Sem sagt nóg að gera eins og maður segir.  Púff!!

Heilsan er öll að koma til- að vísu ætlar þessi ökkli ekki að láta undan og láta sér batna.....en ég er þrjóskur andskoti og mun hafa betur- vitið þið til.  Ég er sem sagt að sprauta mig og það gengur vel, á að fara til gigtu í nóvember í svona 10.000 kílómetra tékk eða þannigWink.  Það á eftir að koma vel út.  Einhver tíma næstu helgar- um leið og tími gefst - þá ætla ég að halda svefnhelgi.  Hún fer þannig fram að ég slekk á símanum, set svartan ruslapoka fyrir gluggann, græja vatnskönnu og ávexti og síðan er sofið.  Eingöngu vaknað til að fara á klósettið.  Eftir svona helgi þá er maður ALGJÖRLEGA endurnærður og fínn.  Get ekki beðið því eftir að allir þessir undirliggjandi sáru verkir mínir hurfu þá vil ég BARA sofa út í eitt og það skal ég gera- fljótlega!!

Hafið það gott kæru bloggvinir og aðrir sem líta við

Dísa svefnþurfta

 


Leiði

Bloggleiði er að hrjá mig þessa dagana.  Kannski er þar bara vegna þess að ég er byrjuð í skólanum og það er nóg að gera þar. 

Er samt í fríi á mánudögum- uummmmmmm....... Mánudagar eru því Dísudagar, þá nota ég til að fara í Rope Yoga, fer í nudd og til nálastungumanns sem er meistari í austrænum lækningum og það verður að segjast - maðurinn er algjör snilli

Ég er á fullu við að taka mig í gegn, nú er ég alltaf farin að sofa á milli kl 23 og 00.  Ég er byrjuð að taka mataræðið í gegn.  Hreyfinginn er að aukast.  Ég er orðin mun betri í skrokknum- samt er einn liður - ökklinn - sem er að angra mig.  Hann hlýtur að skána með tímanum.  Hef ekki verið svona góð í skrokknum í möörg ár.

Jæja það er best að einbeita sér að eignaréttinum. 

Hafið það gott kæru bloggvinir- heyrumst síðar

Dísa


Klukki klukk!!

Besta litla varð náttla að klukka mig þó að hún viti að ég er ekki mikið fyrir K-áin tvö þ.e. klukk og keðjubréf- en jæja hér koma herlegheitin ef svo mætti kalla!!

Fjögur störf sem ég hef unnið

  • Hænusæðingar
  • SS Hvolsvelli
  • Verslunarstörf í Kraminu
  • Gróðurhús i Biskupstungum

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á

  • Meet Joe Black
  • Forest Gump
  • Tombstone
  • Myndin um Fridu Kahlo

 Fjórir staðir sem ég hef búið á

  • Hella
  • Raleigh N.C USA
  • Torrevieja Spánn
  • Miðbær Reykjavíkur

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég held upp á- nú vandast málin- horfi nánast aldrei á TV

  • House
  • Lipstick Jungle
  • CSI-eitthvað
  • Hummmm......án gríns þá man ég ekki eftir fleiri þáttum!!

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Mexíkó
  • Kúba
  • Ítalía
  • Mónakó

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  • Mbl.is
  • Vísir
  • Haestirettur.is
  • rettarikið.is

Fernt sem ég held upp á matarkyns

  • Kjúlli
  • Ávextir
  • Franskar
  • Steikt grænmeti

Úfffff er þetta ekki að verða búið????

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  • The secret
  • Símaskráin
  • Um lög á bók
  • Leiðbeiningarnar með skattaframtalinu

Fjórir bloggarar sem ég klukka

  • Einfarinn (Svala)
  • Alfaomega
  • Arnastjarna
  • Rannug

Jesss þetta er komiðGrin

Vessegúss kæru bloggvinir!!

Dísa klukker

 

 


Sumarið er senn á enda!!

ótrúlegt en satt- þá er sumarið að klárast.  Sjálf hefði ég gjarnan viljað hafa það mun lengra- eða alla veganna hefði ég viljað njóta þess betur en ég gerði!

Þetta 9 vikna frí frá skólanum lýkur næsta mánudag þegar hann hefst á nýjan leik.  Sumarið fór ekki eins og ég hafði planað en var engu að síður frábært.  Lífið býður endalaust upp á nýjungar og óvænta snúninga.  Ég hef dvalið í minni heimasveit og það hafa allir tekið manni svo vel, sýnt manni svo mikla velvild og ég veit ekki hvað.  Ég finn það núna þegar ég er um það bil að kveðja til að snúa mér aftur að náminu hversu mikils virði þessi staður er mér og hversu mikils virði fólkið hér er mér- sumir meira en aðrir - eðlilega.InLove

Í  sumar hef ég stundum verið að velta fyrir mér af hverju ég fór héðan upphaflega- og ég get ekki munað af hverju- skringilegt að upplifa það þar sem mér fannst ómögulegt að vera hér á árum áður- svona breytast áheyrslurnar í lífi manns.  Mér hefur liðið vel hér- fundið öryggi, vináttu og hlýhug og fyrir það er ég mjög þakklát.

Helgin fer svo í það að koma sér fyrir og skipuleggja sig fyrir næstu önn og svo verður byrjað á fullum krafti - sumarfríið varð að lokum ekki nema 2 dagar- en það verður að duga!!

Hafið það gott þar til næst

Dísa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband