Horft tilbaka

Gleðilegt ár allir mínir bloggvinir og aðrir.  Hef ekki bloggað síðan í fyrra þar sem ég hef verið að heiman og "gleymdi" bara hreinlega að taka með mér tölvuna mínaWhistling

Árið er liðið, tími til að rifja upp árið 2008.  Verð samt að byrja á að segja að ég hef aldrei upplifað jafn rólegt og viðburðalítið ár eins og árið 2008.

Árið byrjaði  þó með hvelli þar sem drullað var yfir mig á minni eigin bloggsíðu fyrir að líta um öxl og segja frá atburðum ársins 2007.  Það eru margir veikir einstaklingar þarna úti og ekkert meira um það að segja.  Í janúar fór ég í upptökupróf- mitt fyrsta - og vonandi það síðasta - þar sem að ég féll í einu fagi í jólaprófunum í fyrra.  Einnig varð ég næstum því - næstum því frænka seinnihluta janúar þegar María dóttir Lindu minnar eignaðist dreng.  Fiat bílinn minn veiktist alvarlega í lok janúar og átti ég eftir að berjast við veikindi hans fram eftir árinu hehe!

Í lok febrúar varð ég alvöru frænka þegar að Denni bróðir og konan hans Hulda eignuðust dóttur.  Þetta er sjötta barn Denna og tólfta systkina barnið mitt- ferlega rík.  Enn barðist ég við að halda lífi í Fiat drossíunni minni.

Mars rann upp- ég fékk langþráð páskafrí þar sem gigtin var að gera út af við mig.  Oft var ég orðin nokkuð viss um að ég gæti ekki meir.  Bæði næstum næstum því frændi minn og litla alvöru frænka mín voru skírð á skírdag- hann fékk nafnið Hjörleifur Máni en hún fékk nafnið Freydís Katla.  Í Marsmánuði var Fiat drossían komin á gjörgæslu

Í byrjun apríl voru annarpróf hjá mér- ég rúllaði þeim öllum upp, fékk meira að segja sérstakt hrós frá lögfræðikennaranum mínum.  Einnig átti ég afmæli og varð 35 ára, hvorki meira né minna hehe!  Í apríl var missóvinna - sem gekk vel og svo málsvörn sem gekk einnig vel.  Að loknu þessu öllu byrjaði sumarönnin en hún var í lotum og tókum við eitt fag í einu og kláruðum heila önn á 12 dögum.  Þetta var mikið álag en mjög skemmtilegt.  Aprílmánuður fór í endurlífgun á Fiatnum- en ekki voru horfurnar góðar.

Í maí varð systursonur minn 25 ára- hann fékk þyrluflug í afmælisgjöf frá kærustunni sinni- ekki vildi betur til en að þyrlan brotlenti við Kleifarvatn- hann og flugmaðurinn sluppu blessunarlega báðir alveg ómeiddir.   Í maí varð ég 1 árs - ég hafi lifað af versta tíma ævi minnar og staðið uppi sem sigurvegari.  Langt var í land að vinna sig úr öllum þeim flækjum sem fylgdu þessum tíma en ég ákvað að snúa mér við og horfa óhrædd í augu við ótta minn.  Fiatinn var úrskurðaður látinn í lok maí - tryggingarnar greiddu hann upp og ég var laus allra mála.

Í júní fóru lukkuhjólin að snúast hjá mér- þann 3. júní fékk ég undanþágu fyrir nýju gigtarlyfjunum sem ég hafði verið að bíða eftir og vonast eftir að fá.  Einnig var nóg annað um að vera- ég keypti mér nýjan bíl, það voru tvær fermingar í fjölskyldunni og móðir mín kom til landsins í nokkrar vikur.  Sumarönnin kláraðist loks og þann 28 júní tók ég allt mitt hafurtask og flutti í mína heimasveit og bjó þar þessar 8 vikur sem ég var í fríi frá skólanum.

Í júlí var búið að undirbúa mig undir nýju lyfin og ég fékk fyrstu sprautuna 22. júlí.  Án gríns þá fann ég strax mun- ég fór samdægurs í göngutúr niður laugaveginn í geggjuðu veðri.  Bara frábært.  Það gekk eins og í sögu að læra að sprauta sig- og áhrifin fóru fram úr öllum mínum væntingum.  Fór meira að segja í skoðunarferð til Vestmannaeyja nokkrum dögum síðar og gekk um eyjuna eins og herforingi!

Ágúst fór í að undirbúa íbúðina mína í áframhaldandi leigu þar sem ég skipti um leigjendur.  Síðan flutti ég aftur allt mitt hafurtask á minn stað og byrjaði í skólanum í lok ágúst.

Í september stóð ég á haus það var svo mikið að gera í skólanum hjá mér og það sama var upp á teningnum í október.  Þá fékk ég einnig úthlutað leiðbeinanda fyrir BS ritgerðina mína.  Nóvember kom og honum fylgdi próftíminn.  Desember rann í garð með Missóvinnu og öllu tilheyrandi.  Bæði prófin og missóið gekk vel- lægsta einkunn var 7 - auðvitað getur maður alltaf gert betur!  Frá því að skólinn hófst í haust hef ég verið að hitta sálfræðing og fjölskylduráðgjafa - það hefur hjálpað mér ótrúlega mikið.  Ég hef verið að vinna mikið með sjálfa mig- það er ekki alltaf auðvelt en ég ákvað að halda við loforð mitt frá í maí um að horfast í augu við minn ótta og það hef ég gert.  Mikið verk er fyrir höndum en hálfnað verk er hafið er.  Desember hefur einkennst af leti og sjálfskoðun.  Þann 5. janúar hófst skólinn að nýju, ég er í tveimur fögum- sama daginn.  Hina dagana ætla ég að hugsa um sjálfa mig og skrifa BS ritgerð.

Takk fyrir mig kæra fjölskylda- vinir- bloggvinir.  Þið eruð öll ómetanlegur þáttur í lífi mínu sem ég er þakklát fyrir á hverjum degi.  Takk fyrir að styðja við bak mitt í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur.  Takk fyrir að hvetja mig þegar ég er um það bil að gefast upp- takk fyrir að hlusta alltaf þegar ég þarf á því að halda. Ég vona að dag einn geti ég orðið ykkur það sem þið eruð mér- ómetanlegur styrkur.

Gleðilegt ár, megi gæfan fylgja ykkur öllum.

Dísan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Rólegt ár..... hljómar mjög vel í mínum eyrum.

Vittu til Vigga mín, árið 2009 verður þér enn betra. Ég finn það á mér

Takk fyrir allt það gamla..... gömlu árin okkar teljum við í TUGUM !!!

Linda litla, 6.1.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Dísa Dóra

Gleðilegt ár skvísa og megi það verða þér til mikillar gæfu

Þú hefur svo sannarlega sýnt að þú ert sigurvegari og átt eftir að sigra enn fleiri sigra í framtíðinni, það er ég viss um.

Dísa Dóra, 6.1.2009 kl. 21:39

3 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

þú ert það nú þegar mín kæra, ómetanlegur styrkur. Þú ert kjarnakona, þú ert líkt og ég á lífi þó við ættum í raun að vera löngu búnar að gefast upp. Þú ert sterk og hugrökk. gangi þér alltaf sem allra allra best í öllu því sem þú tekur þér fyrir höndum.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 12.1.2009 kl. 07:06

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Glæsilegt á hjá þér kona góðsammála Lindu árið 2009 verður gott ár,fyrir þig og eiginlega okkur allar þrjár...

Hundrað knúsar á þig mín kæra

Guðný Einarsdóttir, 12.1.2009 kl. 14:25

5 Smámynd: Hulla Dan

Gleðilegt ár til þín

Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband