Litið um öxl

Jæja þá fer árinu senn að ljúka og komin tími til að líta um öxl og skoða hvað gerðist á árinu.InLove 

Ég greindist með liðagigt í byrjun árs – hef verið að berjast við það síðan.  Hef verið í lyfjameðferð, er að taka stera og er á krabbameinslyfjum.  Þetta fer ekki alltaf vel í mann en maður má víst bara vera þakklátur fyrir það sem maður hefur.  Ég var með "skrímslinu" þegar ég greindist, hann sýndi þessu aldrei skilning og þegar verstu næturnar gengu yfir þá fékk maður ekkert nema leiðindi og skít frá honum. Frown

Í byrjun janúar stofnaði ég fyrirtæki á Spáni með Hjördísi Hörpu vinkonu minni og bifrastarblondínu með meiru.  Fyrirtækið er fasteigna- og leigumiðlun en það er staðsett á Torrevieja svæðinu á Spáni.  Þetta hefur verið mikil reynsla og skemmtilegt ævintýri –sem vonandi á eftir að halda áfram um ókomin ár.  Ég fór út í byrjun janúar til að ganga frá stofnun fyrirtækisins, var úti í 10 daga sem var bara skemmtilegt.W00t

Í mars fór dóttir "X-ins"  , að koma í heimsókn mér til mikillar undrunar, en hingað til hafði ég hvorki mátt sjá hana eða minnast á nafn hennar öðruvísi en að ég fengi kjaftshögg.  Yndislegt krútt, vel gefin, lifandi og einstaklega skemmtilegt barn.  Þetta ævintýri stóð skammt - síðasta skiptið sem hún kom til okkar var 18. mars en einmitt þá átti hún 4 ára afmæli.  Við skvísurnar bökuðum fína afmælisköku og pönnsur.  Hún hafði komið með kórónuna sína frá leikskólanum.  Það var dansað í eldhúsinu og mikið hlegið.  Við skreyttum íbúðina með blöðrum og öðru skrauti og buðum pabba hennar í veislu – en hann hafði lokað sig af með tölvunni sinni og headphone.  Eftir smá þref ákvað hann að slá til.  Ekki höfðum við setið lengi við borðið þegar hann fór að öskra á barnið að „ þessi feita hóra hún mamma hennar hefði ekki kennt henni neitt og að hann skyldi drepa þessa píku“  Ástæðan: Stelpan kunni ekki að halda rétt á hnífapörum...... Ég veit ekki hvað 4 ára gömul börn skilja mikið í svona, en aumingja greyjið varð viti sínu fjær og tók mig smá tíma að ná henni niður.  Þegar hún varð rólegri fór ég fram og sagði við pabba hennar að kannski væri best ef hann sæi barnið undir eftirliti móður hennar eða systur hans svona til að byrja með svo hún yrði ekki að þola svona meðferð fyrir þau mistök sem hann hafði gert sjálfur með því að loka á barnið sitt og barnsmóður á sínum tíma.  Þegar móðir hennar sótti hana sagði "X-ið" við hana að ég hefði bannað honum að koma með stelpuna inn á heimilið - Móðirin sagði bara að ég væri tík, reyndi aldrei að komast að því hvort eitthvað hefði gerst – Henni ætti ekki að ókunnugt um skapbresti hans þar sem hann hefur jú oftar en einu sinni gengið alvarlega í skrokk á henni.  Ég reyndi ekki að setja mig í samband við hana þar sem mér var hótað með lífláti ef ég gerði það.Frown

Í apríl fór ég aftur út til Spánar til að ganga frá ýmsum málum með Hjördísi, einnig var ég að skoða í kringum mig þar sem "X-ið"  ætlaði að fara með mér út.  Ég var í viku í það skiptið.  Þegar heim var komið var samband okkar "X-ins" í algjörri rúst-hann ofbeldisfyllri en nokkurn tímann áður, en því miður lét hann ekki skapið bara bitna á mér heldur gekk hann líka í skrokk á hvolpinum .Crying  Afbrýðissemin var að fara með hann-hann þoldi ekki að mér gekk vel í vinnu-skóla og með fyrirtækið.  Í lok apríl tilkynnti hann mér að hann væri hættur með mér-hann hefði ekki áhuga á svona feitri, ljótri, sjálfelskri konu eins og mér.  Honum datt samt ekki í hug að flytja út.

Ég var sett í algjört vinnubann út frá liðagigtinni þann 10 maí.  En einmitt þann dag tók þá ákvörðun að samband mitt við "X-ið " yrði að enda.  Reyndar hafði hann endað þetta löngu áður en aldrei farið en þennan dag ákvað ég að hann yrði að fara úr mínu lífi.  Ég sat fyrir utan læknastofuna, nýbúin að fá sprautur inn í alla liði á fótum og höndum.  Ég gat mig varla hreyft - hvað þá keyrt.  Ég hringdi í hann grátandi og ætlaði að biðja hann um að sækja mig.  Hann svaraði og ég heilsaði, sagði honum síðan að ég væri fyrir utan læknastofuna-hann greip þá fram í fyrir mér og sagðist vona að læknirinn hafi sagt við mig að ég ætti bara 2 vikur eftir ólifaðar og svo skellti hann á mig.  Þarna ákvað ég að þetta yrði að enda- og er bara sátt við það.  14 maí bað ég hann um að fara að koma sér út þar sem við værum nú ekki lengur saman-hann brást við með því að ganga í skrokk á mér-ég flúði  íbúðina.  Næsta dag kom ég og þá var hann að taka sitt hafurtask.  Hann kvaddi mig með þessum orðum „When I start killing people - I will start with you“ Frown Þar sem þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann hafði í líflátshótunum við mig þá fór ég og kærði manninn og er það mál enn í gangi og ég vona að þetta fari að taka enda.  Síðan 14.maí hef ég hef ég ekki séð hann og vona að ég eigi aldrei eftir að sjá hann framar.  Frown

Ég á góða að og öll fjölskyldan mín þá sérstaklega Denni , Hulda og stóru mennirnir hennar Þórdísar lögðust á eitt við að laga íbúðina eftir „skrímslið“.  Það kostaði mig næstum því hálfa milljón.  Takk fyrir alla hjálpina þið góða fólk.InLove   Í lok júní leigði ég frændsystkinum mínum íbúðina og fór til Spánar til að vera sumarið.  Eftir að ég kom þangað var ég mikið ónáðuð af mínum fyrrverandi en hann var að hringja í mig með allskyns ásakanir á mínar hendur.  Í einhver skipti bauð hann sjálfum sér í heimsókn heim til mín og síðast þann 8. ágúst en þá var hringt á lögregluna til að fá þá til að fjarlægja manninn úr íbúðinni.  Hann lét sig þó hverfa áður en lögreglan kom.  Síðan hefur ekki til hans spurst og ég vona að hann sé bara horfin

Ég dvaldi á Spáni í júní –júlí og ágúst.  Það var yndislegur tími. Fékk marga góða vini í heimsókn- naut lífsins og var svona að reyna að finna mig eftir áralanga bælingu.  Á Spáni kynntist ég svo mikið af góðu fólki og þarna má segja að ég hafi fengið trú á fólki aftur.  Chris-engill sem steig niður af himnum og kenndi mér að lífið er yndislegt, Þóra-ótrúleg kona, falleg , sterk og sjálfri sér samkvæm.  Florin-sem kenndi mér að ekki eru allir menn vondir, betri sál er vart hægt að finna.  Svona gæti ég lengi talið.....InLove

Í lok ágúst kom ég aftur heim, leigði íbúðina mína út, hóf nám í lögfræði og hef verið að berjast við skruddurnar síðan þá.

Í október fór ég til útlanda enn einu sinni.  Þetta skiptið flaug ég til San Diego með stóru systur minni, fór þaðan með glæsilegu skemmtiferðaskipi til Mexíkó.  Þar lét ég marga gamla drauma að rætast.  Ég kafaði, syndi með höfrungum og kynntist mikið af góðu fólki.  Þarna steig ég í fyrsta skipti út úr þeim ramma sem ég gjörþekki svo vel.  Það var gott að upplifa það.  Yndisleg 10 daga ferð sem var fullkomin í alla staði.

Prófin voru í nóvember, gekk mér misvel í þeim.  Var næsthæst í einum hluta en féll í öðru.  Svona er lífið- tek bara á því á næstu önn.

Nú í byrjun desember fór ég út til Kúbu með mömmu, Stellu sem er vinkona mömmu, og Lindu litlu.  Þetta var sko ótrúlegt ævintýri- og Kúba hefur ekki séð það síðasta af mér-það er alveg ljóst.  Við stóðum fyrir smá söfnun á fötum, hreinlætisvörum,skóladóti og slíku þar sem fátæktin er mikil þarna.  Þetta var vel metið af heimamönnum.   Á Kúbu kynntist ég ótrúlega góðhjörtuðu fólki sem gat ekkert gefið nema vináttu sína en það er einmitt það mikilvægasta.  Þetta fólk á ekkert - fær 1500 krónur í mánaðarlaun- en er samt tilbúið til að gefa það sem það á og deila með öðrum.  Hamingjan skín úr andlitum þess og góðvild þess fer ekki framhjá neinum.  Þegar ég kvaddi eftir 2 vikur fannst mér ég hafa eignast vini fyrir lífstíð og verð pottþétt í sambandi við þessa fallegu persónur í framtíðinni.  Ferðin var vel heppnuð þrátt fyrir nokkra hnökra sem gerðu ferðina bara eftirminnilegri.

Hátíðirnar hafa gengið vel fyrir sig, allt í miklum rólegheitum.  Alltaf sé ég það betur og betur hvað ég á góða að, bæði svona fjölskyldulega séð og vinalega séð.  Það er svo ótrúlega mikið af góðu fólki í kringum mig. 

Til að slá botninn í þetta mjöööög langa blogg þá vil ég bara segja þetta:

Þakka ykkur fyrir allt það gamla og góða, fyrir vináttu, bros og tár, stuðninginn, skilninginn, hjálpina, ástina, hamingjuna, þögnina þegar við á, hringingarnar þegar það hefur átt við, fyrir allt peppið, fyrir að koma mér í skilning um að ég sé að gera rétt eða þegar ég er ekki að gera rétt. 

Takk fyrir allt-þið eruð æðisleg öll og ég er svo þakklát að þið skuluð vera hluti af lífi mínu.Heart

Gleðilegt ár og ég óska ykkur öllum farsældar á nýju ári.  Megi gæfan vera með ykkur-þið eruð bestustKissing

Ef lífið afhendir ykkur sítrónu munið þá bara að biðja um Tekíla og salt.Wizard

Dísa „svona líka sentimental í lok árs“.KissingInLoveGrin   

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Skrítið að lesa yfir þetta, ég er greinilega að troða mér svo mikið inn í þitt líf að mér finnst eins og ég hafi skrifað þetta með þér, þetta er allt svo kunnulegt. Þetta er búið að vera erfitt ár Vigga mín það er ekki spurning. Núna ertu komin í nýtt samband, með góðum manni sem að elskar þig og dáir og gerir þér ekkert nema gott. Þú heldur áfram á nýja árinu að takast á við þetta erfiða sem enn lifir í þínu lífi og þú veist að ég stend ennþá 100% með þér í því öllu, þú getur treyst því.

Ég vona að áramótamáltíðin hafi verið góð, mundu að koma með smá nesti handa mér þegar þú kemur hehehehehe.

Takk fyrir allt elsku vinkona, allar okkar stundir á árinu, heima hjá mér, hjá þér, á Spáni, á Kúbu.....alls staðar sem við höfum eytt tíma saman og ég efast ekkert um að þær verði fleiri á árinu sem er að skella á. Elsku Vigga og Florin (og Moti) Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Sjáumst seinna í kvöld

Linda litla, 31.12.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Ég sé að þetta hefur verið örlagaríkt og erfitt ár hjá þér kæra vinkona,en þú ert sterk og sigldir í gegnum þetta,vona að gleði og hamingja umleiki þig NÆSTU ÁRIN Vona að þið ýsuhjúin hafi það bara gott  og GLEÐILEGT ÁR

Guðný Einarsdóttir, 1.1.2008 kl. 14:07

3 identicon

Vá hvað þetta hefur verið ótrúlegt ár hjá þér Vigga mín!  Ég dáist af hugrekki þínu og kjarki.  Það er ekkert lítið sem þú hefur þurft að ganga í gegnum og svo stendurðu svona upprétt.  Þú ert ótrúleg kona og ég vona svo sannarlega að nýtt ár gefi þér gám af hamingju!  

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 09:39

4 identicon

Rakst bara á þetta ... en er það ekki þannig að allar sögur hafa tvær hliðar ... ???

En engu að síður gleðilegt ár.

Kv. Flakkarinn

nafnlaus (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 01:28

5 Smámynd: Dísaskvísa

Sæll Flakkari

Rétt er það - allar sögur hafa tvær hliðar en lögregluskýrslur, lögregludagbók og áverkavottorð ljúga ekki.  Eflaust getur fólk sem á bágt andlega réttlætt það fyrir sér að meiða annað fólk!!!!!  Þannig er það nú - gleðilegt ár til þín sömuleiðis.

Dísaskvísa, 5.1.2008 kl. 13:44

6 identicon

Þetta er erfitt og gamalt mál og ég veit að það er erfitt að fyritgefa, en þú mátt samt ekki draga fólk inn í þetta sem kemur ykkar málum ekki við, eins og dóttir mína, ég þekki minn barnsföður og hann heur fótað sig vel, sem ég bjóst ekki við, en gerir það samt. Ég er búin að tala við "yfirvöldin" og sýna þeim þetta blog. Ekki af illsku heldur af því að dóttir mín fær að vita alla söguna frá okkur foreldrunum báðum og konunni hans. Ég hef ekkert haft á móti þér, enda kom ég inná þitt heimili... og ekki til að eyðileggja ykkar samaband, bara til að fá að dóttir mína til að eiga e-h séns að þekkja föður sinn. En ég hefði átt að sleppa því, því miður Því e-h hluta vegna hélstu að ég væri að tæla hann til mín, sem var ekki raunin. Þú eltir hann heim til mín þegar hann átti bara að eiga smástund með henni og bara eipaðir fyrir utan hjá mér, ég var skíthrædd og sem betur fer gátu nágrannarnir tekið stelpuna enda hágrátandi yfir þessu. Svo eltiru hann útum allt og mig líka, en afhvrju ég??? Systir hans og vinir eru búin að gefa vitnisburð líka!!! ég veit hvernig hann var, en honum vegnar vel í dag og á góða konu og við öll tölum mikið saman. Halt þú þínu veseni og hans útaf fyrir þig og ekki draga mig og dóttur mína inní ÞITT problem það ER EKKI RÉTT og láttu mig og konuna hans og okkur í friði. Ég, mamma mín og fjölskylda og hans fjölskylda stöndum saman gegn þessu þe.a.s ekki blanda X dótturinni í málið né mér. Ykkar er ykkar og ef þú ert enn heil í haus sem ég efast eftir allt "stalkið" þá læturu okkur í friði............Gerðu það sem þú þart að gera, en ég stend og með "mönnunum" sem eru að fylgjast með mér núna, svo þú skalt ekki reyna að stroka þetta út. Ég er líka manneskja og það er X-dóttirin líka......................................

Barnsmóðirin (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Dísaskvísa

Gleðilegt ár til þín

Það er naumast-en eins og flakkarinn sagði þá hafa allar sögur tvær hliðar.  Ég hef ekki verið að draga ykkur - hvorki þig, dóttur þína eða neinn annan inn í nein mál.  Ég skrifaði færslu þar sem ég lít yfir það sem skeði í lífi MÍNU árið 2007.  Þið voruð óbeinn hluti af því, Það er allt og sumt.  Ég hef aldrei talið að þú værir að eyðileggja eitt eða neitt fyrir mér og barnsföður þínum.  Það er rétt - ég kom heim til þín vegna þess að barnsfaðir þinn hafði hringt í mig 15 mínútum áður og sagðist vera á leiðinni til þín til að “ganga frá þér” en hann hafði lýst því margoft fyrir mér hvernig hann ætlaði að gera það og ég ætla ekki að hafa það eftir honum hér.  Ég hefði ekki komið heim til þín nema vegna þess að tæpum 3 mánuðum áður, sast þú skjálfandi af hræðslu við hann heima hjá mér, biðjandi um aðstoð, því datt mér ekki annað í hug en að vara þig við, ef þú kallar það að eipa að koma og fá að ræða við þig þá er það í lagi mín vegna.  Ég opnaði heimili mitt fyrir þér og sagði þér að þú gætir alltaf leitað til mín ef eitthvað væri- og það sem meira er - ég meinti það.  Ég hef ekki verið að ónáða ykkur og þarf því ekki að láta ykkur í friði eins og þú segir – ég hef ekki verið að “stalka” einn eða neinn.  Ég kom í þetta eina skipti heim til þín og einu sinni heim til systur hans til að skila dóti sem hann skildi eftir og ætlaði að sækja seinna en ég vildi bara losna við hann fyrir fullt og allt og fór því með dótið þangað þar sem hann dvaldi hjá henni á þeim tíma.  Þú getur kallað það “stalk” ef þú vilt.  Ég hef ekki séð manninn síðan hann yfirgaf íbúðina í maí en það hefur samt þurft að kalla til lögregluna eftir það til að fjarlægja manninn þar sem hann var að ónáða leigjendur mína.  Nei - mér dettur ekki í hug að stroka athugasemd þína út – það er ágætt að fólk sjái hvað maður er að fást við.  Hafðu það gott.

Dísaskvísa, 6.1.2008 kl. 03:23

8 Smámynd: Dísaskvísa

Fór að hugsa um þetta tal um "stalk".  Ég hafði búið nánast á sama punktinum í 10 ár.  Fyrst á Laugarvegi 142 og svo á Rauðarárstíg 7.  Ég man ekki betur en að þú hafir flutt að Snorrabraut.  Ég æfði í Baðhúsinu, bankinn minn er við Hlemm, ég fór á hverjum degi á kaffi Róma, pabbi minn býr á Grettisgötu, vinkonur mínar á Leifsgötu, Barónstíg og Bergþórugötu.  Ég vann lengi vel á Skólavörðustíg.  Þannig ef þú hefur séð mig á þessum slóðum þá var það ekki vegna þín eða barnsföður þíns - ég hef einfaldlega verið að lifa mínu lífi!!!!!! Eins segir þú mér að ég eigi að láta konuna hans vera.  Ég hef aldrei séð hana, en ég veit að hún býr við ónefnda götu í Hafnarfirði, og ég veit það því að systir mín býr beint á móti henni, og hefur varað mig við að hann sé oft þar - og trúðu mér- ég hef reynt að forðast heimsóknir heim til hennar eins og heitan eldinn og ef það kallast "stalk " að vilja eyða jólum með fjölskyldu sinni ......þá gjörið þér svo vel!!!

En spurningin er : þegar þú komst heim til mín á sínum tíma, hvernig vissir þú hvar við áttum heima!!!Ekki vissi barnsfaðir þinn götuheitið, því ég varð að tyggja það ofan í hann á hverjum degi, ekki vissi systir hans það og hún vissi eingöngu gælunafn mitt- Varst þú kannski að "stalka"?????????

Dísaskvísa, 6.1.2008 kl. 06:20

9 identicon

Jæja gott fólk. Nú finnst mér heldur betur farið með rangt mál hér, þ.e.a.s af hálfu þeirra sem ráðast á þessa síðu.

Nú hef ég persónulega séð og orðið vitni af máli þessa manns gagnvart Dísu og kannski er það satt í stundum er batnandi manni best að lifa..en efa það stórlega að það eigi við þennan mann, enda stórhættulegur.

Barnsmóðir....það er ekki við hæfi myndi ég segja að saka höfund bloggsins um að ráðast á ykkur ..´í þessu landi er málfrelsi og hefur Dísa fullan rétt á að deila sínum málum með okkur sem fylgjast með þessu bloggi! Talað var um dóttur þína en á góðan hátt og ber hún engan kula til hennar, enda saklaust barn á ferð.

Hér er greinilega um ranghugmyndir að ræða hvað varðar það að Dísa sé að elta ykkur uppi og ónáða ykkur, mikill misskilngur þar sem hún hefur lögregluskýrslu ásamt áverkavottorði staðfest af læknum um hvað þessi maður hefur gert og ekki myndi maður vilja hitta þann mann aftur á lífsleiðinni.

Alltaf eru tvær hliðar á öllum málum og væntanlega hefur þessi maður skýrt sína hlið...en eins og ég hef sagt hér áður þá er ekki dregið í efa lögregluskýrslur og áverkavottorð.

Þannig að ég bið ykkur þið sem ráðist á þetta blogg að velta fyrir ykkur að þið eruð að koma inn á blogg sem ekki er ykkar og ef þið hafið eitthvað að segja um ykkar hugmyndir..haldið því fyrir ykkur.

kv. Vitnið

Vitni (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:54

10 identicon

Eitt sem gleymdist hér áðan...

Hér hafa komið fram hótanir í garð Dísu sem að sjálfsögðu er skráð á þessu bloggi...þannig að best er að hafa ekki í neinum svona barnalegum hótunum þar sem fórnalambinu er gerð "athugasemd" um að yfirvöld hafi verið látin vita af orðum höfunds á þessari bloggsíðu.

Verum skynsöm og leyfum yfirvöldum að klára sitt mál án afskipta!

Vitnið (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband