6.1.2008 | 04:56
Það er svo undarlegt!!!!!!
Já svona er lífið skrýtið!!!!!
Maður heldur bloggsíðu svo vinir og vandamenn út um allar trissur geti fylgst með manni, og ég með þeim, svo er manni bara sagt af fólki út í bæ hvað maður á að gera og hvað ekki. Ég fékk "komment" á færsluna "litið um öxl", þar er mér sagt að ég eigi að hætta hinu og þessu og að ég skuli ekki láta mér detta í hug að taka út athugasemdina því það sé fólk að fylgjast með!!!!! Þetta er eins og léleg bíómynd. Ég er að íhuga að læsa síðunni eða gera nýja síðu svo maður fái frið með sitt.
Endilega lesið "kommentin" því að sjálfsögðu svaraði ég þessum aðilum...........Undarlegt hvað margir halda að þeir séu mikilvægir - maður má ekki lifa sínu daglega lífi án þess að þeir fái hugmyndir um að það snúist um þá. Líkur sækir líkan heim segi ég nú bara.
Athugasemdir
Björg F (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 01:46
Éinhverntíma heyrði ég þetta orð FÓLK ER FÍFL,held að þetta eigi ágætlega viðGangi þér vel með það sem þú ert að gera og hafðu það gott
Guðný Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 09:50
Elsku dúllan mín, ég las þetta og mér finnst að þessi gella megi bara eiga sig. Ferlega sjálfhverf. Það er bara svo auðvelt að ákveða hvað aðrir eru að hugsa og gera þegar maður er guð, eins og hún virðist halda um sig. Iss piss, láttu hana eiga sig. Þú hefur fullan rétt á að segja hlutina eins og þeir voru án þess að það sé drullað yfir þig.
Elskjú honníbönns
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 11:41
sammála ofanverðu
Ólafur fannberg, 7.1.2008 kl. 13:07
Mér finnst undarlegt að geta sett út á skrif þín og sagst vera búin að segja "yfirvöldum" frá færslunni, en getur ekki komið fram undir nafni....... Og hvaða "yfirvöld" er konan að tala um ? Ég hef akkurat ekkert á móti þessari konu, enda aldrei séð hana en veit að hún er búin að ganga í gegnum margt og ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum hún styður þig ekki og ráðleggur þér fyrst að hún er komin yfir þetta, ég held að hún viti að þú þurfir á einvherri hjálp að halda. Hún segir að hún vonir að ´þú komist heil út úr þessu en hún "efast" það ?? Af hverju efast hún það ??
Elsku Vigga ég styð þig 100 % og þú veist það og ekki láta Barnsmóðurina koma þér úr jafnvægi, það er búið að vera nóg og erfitt fyrir.
Lov ya Vigga mín knúsur og föðm, Linda
Linda litla, 8.1.2008 kl. 15:23
Nei -ég er ekki að láta þetta fólk koma mér úr jafnvægi, síður en svo...eiginlega finnst mér þetta hálf spaugilegt.....að koma inn á síðuna hjá MÉR - "KOMMENTA" og segja MÉR að láta ÞAU VERA. Ég hef ekki verið að trufla einn eða neinn.
Nei Linda mín - Ég verð að viðurkenna að ég vil ekki fá stuðning eða ráðleggingar frá manneskju sem á jafn bágt og þessi stúlka. Hef ekkert við það að gera, það er nóg af fagfólki þarna úti sem ég get og er að leitað til ......fólk sem hún ætti kannski að íhuga að fara að hitta.
Svona er þetta lið bara.............Ég er bara glöð að ég sé komin frá þessu.
Dísaskvísa, 8.1.2008 kl. 17:12
Flæktist hérna inn á þessa síðu fyrir algjöra tilviljun og að sjálfsögðu kvitta ég fyrir komu minni. Þekki þig svosem ekkert en veit hver þú ert, síðan frá Hellu. Las auðvitað síðustu færslu og commentin við hana eins og þú bentir á í þessari færslu og jimundur minn segi ég nú bara. Sé að þú hefur nú ekki átt sjö dagana sæla. Hvað er þessi stelpa eiginlega að gera á þessari síðu yfirhöfuð? Spurning hver sé að fylgjast með hverjum.Mér finnst nú bara dóttir þeirra vera heppin að hafa kynnst þér og hafa þig tilstaðar við svona aðstæður...allar mæður ættu að þakka fyrir það. Ekki ditti mér til hugar að læsa bloggin, heldur myndi ég njóta þess að vita að hún vellti sér upp úr þínu lífi....og hafa gaman af :) En ég er jú bara leikmaður og þekki ekki sögu þína.
Gangi þér vel í lífinu Vigga.
Kveðja Hafdís Sig.
Hafdís Sig. (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.