22.1.2008 | 01:39
Well, well
Jæja - á maður að reyna að blogga svolítið????
Ég varð næstum því -næstum því frænka í gær. María, dóttir hennar Lindu, átti lítinn strák í gær, hann var 14 merkur og 54 sentímetrar og þeim heilsast báðum vel
Skólinn er byrjaður á nýjan leik - nóg að gera þar. Fór í úrbótapróf, sem ég "bæ ðe veij" rúllaði upp. Búin að skipuleggja mig vel og þetta lítur allt ljómandi vel út.
Mín er byrjuð í ræktinni - Florin fer með mér -hann ætlar að byggja sig aðeins upp. Gaman að hafa félaga sem er svona áhugasamur eins og hann. Ég á svo yndislegan kærasta. Alltaf að sjá það betur og betur. Hann dekrar við mig eins og ég sé það dýrmætasta sem hann á.....satt að segja þá finnst mér það góð tilbreyting.
Ég er að vinna í nokkrum hlutum.......það verða væntanlegar einhverjar breytingar á þessum bæ á næstunni. Ég deili því með ykkur þegar það er komið betur í ljós.
Ég var á fullu alla helgina-hjálpaði Lindu með íbúðina. Fórum með heilan bílfarm í Sorpu. Allt að verða fínt þar. Síðan fór ég til Chris og hjálpaði honum að mála sína íbúð ......nóg að gera allsstaðar. Ég hitti Þórdísi systir þar, það var gaman að spjalla við hana og eiga stund með henni. Við hittumst sjaldnar en áður, þar sem ég vil helst ekki fara heim til hennar nema það sé aðkallandi. Lærdómurinn fór eitthvað forgörðum hjá mér, en ég bæti það upp í vikunni.
Í kvöld skellti ég mér svo á Al- Anon fund, á meðan Florin fór í skólann. Það var mjög áhugavert og ég held að ég muni halda áfram að fara þangað.
Þetta verður að vera nóg í bili - þarf að rífa mig á fætur kl 7 og fara á fyrirlestur í skattarétti-sem er ekki alveg það skemmtilegasta í heimi. Ef ég er ekki almennilega sofin, á ég það til að "detta út" í fyrirlestrum. Augun fara í kross og það er eins og ég sé inni í stórri tunnu. Rúmið mitt birtist mér í hyllingum, eins og vin í eyðimörkinni, og það verður sífellt meira freistandi að leggja höfuðið á lyklaborðið og skoða augnlokin innan frá. Það gengur ekki upp að haga sér svona - þannig að ég er farin að sofa.
Dísaskvísa
Athugasemdir
innlitskveðjuinnritun
Ólafur fannberg, 22.1.2008 kl. 03:44
Eg er ekki fra þvi að ömmunni heilsist langbest af öllum, þessi yndislega ömmumus gerði mig svo anægða og hamingjusama.
Takk fyrir alla hjalpina elsku Vigga min, það er eins og ibuðin hafi verið tæmd eftir að allt þetta dot for i sorpu og niður i geymslu.
Mer finnst frabært að þu skelltir þer að Al Anon fund, held að það se nauðsynlegt þar sem að þu ert að takast a við þin mal.
Annars bara knus, föðm og kröm........ amma Linda
Linda litla, 22.1.2008 kl. 12:53
Hæ,tekur þú að þér að koma til fólks,og rusla aðeins til hjá þeim,mér veitti ekki af svona bombuþað er stundum skringileg óregla á hlutunum hér......Gangi þér vel með þín mál,Vigga mín
Guðný Einarsdóttir, 22.1.2008 kl. 15:50
Þú ert nú meiri dugnaðarforkurinn Vigga mín! Gangi þér vel með þetta allt, skólann, fundina, kærastann og det hele
Lovjú beibífeis
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 00:03
Takk fyrir mig stelpur!
Gulla-huhum ...nei ég er ekki í þessum bransa en kannski að ég ætti að taka þetta að mér....Byrja kannski bara heima hjá mér-eða þó -allt dótið mitt er í búslóðageymslu he, he, he.
Knúsur á ykkur góða fólk
Dísaskvísa " sofandi í Skattarétti"
Dísaskvísa, 23.1.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.