Það hlaut að koma að því!

Ég sem er búin að vera svo pen. 

Ég var á skattadag KPMG í gær með skólanum mínum.  Ekki það skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér.  Sátum þarna flest saman, hafði hitt nokkra úr mínu fyrra starfi.  Við sem sagt sátum þarna og hlustuðum á fyrirlesarana.  Var orðin svona frekar lúin og augnlokin voru orðin nokkuð þung.  Allt í einu heyrði ég einhverjar hrotur - ég svona glotti út í annað og hugsaði mér mér "he he þessi er að gera það sem við öll hin vildum vera að gera" hlustaði svo bara áfram en ég var hætt að gera skil á því sem maðurinn var að segja.  Aftur heyrði ég hroturnar - aðeins hærra í þetta sinn og ég var farin að hugsa " jiii , aumingja maðurinn gerir sig að algjöru fífli- neyðarlegt maður"

Allt í einu uppgvötaði ég mér til mikillar skelfingar að þetta var....ÉG.  Ég sem sagt sat þarna með lokuð augun, hausinn ruggaði eins og ég væri að slamma og út sluppu hrotur svona öðru hverju.  Auðvitað sátu samnemendur mínir í algjöru kasti og sögðu ekki orð - kvikindin.  Ég fæ sem sagt EKKI vinnu hjá KPMG þegar ég útskrifast vegna ÁHUGALEYSIS. He he he bara fyndið.

Þegar ég byrja á svona þá skeður þetta oftast í þrennum. 

Í gærkvöldi kom ég heim frá skattadeginum.  Ég hafði komið við í "Maður lifandi".  Þar hafði ég keypt svona eitt og annað, þar á meðal duft sem ég nota í "ógeðsdrykkinn" minn á morgnana.  Þetta duft kostar sitt og stundum trassa ég að kaupa það, en lét mig hafa það í gær.  Þetta var sem sagt allt sett í bréfpoka og ég skellt þessu út í bíl. 

Þegar heim var komið greip ég pokann og fór inn í hús.  Um leið og ég kom inn í forstofu þá bilaði botninn á pokanum og allt dótið gossaði á gólfið.  Safaflaskan brotnaði-duftglasið brotnaði þannig að þarna var komin ógeðsleg drulla á gólfið.  Ég varð ekki hress, og þurfti að skúra allt gólfið-svona áður en ég komst inn úr dyrunum heima hjá mér ef svo mætti segja.

Svo  í morgun var frekar mikill snjór hér-eiginlega soldill mikill snjór. Ég þurfti sem sagt að mæta í skólann og var að reyna að fikra mig niður hæðina í gegnum skaflana.  Ég var með tölvutöskuna á bakinu, epli á annarri hendi og kaffimál í hinni.  Ég var nánast komin niður og það var farið að hlakka í mér - svona yfir því hversu vel þetta hafði gengið -en þá gerðist það. 

Ég datt á bólakaf í snjóskafl, týndi eplinu og hellti yfir mig kaffinu.  Ég var sem sagt þarna að reyna að krafsa mig upp úr skaflinum.  Loksins þegar ég komst á fætur þá varð ég að dýfa mér aftur í skaflinn til að leita að eplinu og kaffimálinu mínu fína- flotta.  Ég mætti í skólann, eins og snjókarl-köld og blaut með hálfan lítra af kaffi framan á mér hí hí.  Vegna veðurs hafði kennslunni verið frestað en ég ákvað að sitja sem fastast í kennslustofunni því ekki meikaði ég að berjast við skaflana á nýjan leik. 

Minn innri maður er sem sagt að brjótast út.  Hrakfallabálkurinn ég, er mætt á svæðið og ég vona bara að ég eigi ekki eftir að gera mig af of miklu fífli.  Það vita jú flestir sem þekkja mig hversu orðheppin og seinheppin ég er....hey ég er þó heppin á einhverjum sviðum.

Jæja-kennarinn er mættur-tími til komin að læra eitthvað-ástæðan fyrir því að hún var sein var sú að hún keyrði út af.

Ætli að seinheppni og hrakföll séu smitandi?

Dísaskvísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Afsakið en ég hló hrikalega af þínum hrakfallasögumjá held að þetta sé smitandi,ég ætti kannski ekki að vera að hlæja að öðrum hihi...Passaðu þig á sköflunum Vigga mín,

Guðný Einarsdóttir, 25.1.2008 kl. 19:36

2 identicon

Dúllan mín!  Veistu, ég held að þegar þú ferð að hrakfallast svona, þá sé verið að gefa þér merki um að þú sért í góðu jafnvægi innra með þér.  Þú ert engum lík og algjörlega yndisleg!  Haltu áfram að vera þú

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Linda litla

JEY !!! Velkomin aftur, hrakfallabálkurinn is back. Ég er ekkert smá búin að sakna þín. En reyndu samt að fara varlega elskan.

Ég byrjaði að vinna í kvöld og það var bara æði pæði.

Linda litla, 26.1.2008 kl. 00:59

4 Smámynd: Júlíana Rut Jónsdóttir

Alveg frábær færsla. Ég kannast svo sem við hálkuna, sérstaklega á Bifröst, ég hætti að telja skiptin sem ég datt eftir að ég náði 20.

Júlíana Rut Jónsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:27

5 Smámynd: Dísaskvísa

Heyrðu Júlíana!!!!

Ertu bifrestingur?

Dísaskvísa, 28.1.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband