7.2.2008 | 00:41
Ekki viðræðuhæfur útlandafari...með drama í töskunni
Dagarnir hafa þotið hjá, eins og þeir gera gjarnan þegar maður stendur á haus í vinnu. Það er búið að vera svo brjálað að gera í skólanum að það hálfa væri bara miklu meira en nóg. Ég hef verið að komast í kynni við fullt af skemmtilegu, metnaðarfullu og góðu fólki í skólanum. Þær stelpur sem ég hef verið að vinna með síðustu daga hafa allar verið yndislegar. Höfum setið yfir verkefnum fram á rauðar nætur sötrandi léttvín....bara kósí. Mikið hefur verið hlegið, og í gærkvöldi ákváðum við nokkrar að við ætlum bara að slá þessu upp í kæruleysi og að fara til útlanda. Ekki það að við höfum efni á því á námslánunum....ó NEI en við ætlum bara að velja okkur stað innanlands-helst í 50 km radíus og fara þangað og þykjast vera í útlöndum. Svona rétt eins og ég og Linda litla gerðum stundum hér í denn. Við ætlum sko að taka allan pakkann-tala útlensku allan tímann, drekka létt yfir miðjan daginn og svo framvegis. Verður sko geðveikt.
Álagið er aðeins farið að segja til sín. Mér drullukvíður fyrir því að Florin sé að fara. Hann ætlar í heimsókn heim til heimalands síns og vera í 3 vikur. Í gær tók ég þvílíkt dramakast hér að annað eins hefur varla sést. Ég átti ekki góðan dag og ég missti mig. Byrjaði á því að ég féll á tíma í prófi-ég labbaði út og þá hringdi síminn, það var læknirinn minn að segja mér að ég yrði að fara í járningu strax....æði einmitt uppáhaldið mitt....Not. Síðan fór ég út og rakst á Florin sem sagði mér að bílinn okkar væri bilaður. Mér féllust hendur og ég settist niður og meikaði bara ekki meir. Bað fólk um að vinsamlegast að tala ekki við mig í augnablikinu. Sat þarna dágóða stund...tautandi við sjálfa mig eins og ég veit ekki hvað. Hringdi svo í pabba minn og tilkynnti honum að ég vær sko hætt í þessu fjandans námi og ég veit ekki hvað og hvað. Aumingja pabbi sagði bara fátt.
Ég er búin að gera mig að kjána hér, það er bara þannig að þegar ég er þreytt þá segi ég hluti sem eru oft óviðeigandi-ekkert dónalegir-bara ekki alveg á réttum tíma. Síðan á ég það til að verða svona sveimhugi-þá fer hugur minn af stað og ég ræð ekki við það. Enda svo á að fá kast upp úr þurru -samnemendum mínum til mikillar undrunar. Núna gengur sá orðrómur um skólann að fólk skuli ekki reyna að tala við mig á morgnana þegar ég er með "Tæger" litaðan kúrekahatt-rauð sundgleraugu og með skærgræn eyrnaskjól-loðin. Það þýðir að ég sé ekki viðræðuhæf. Skil ekki af hverju!!!!! Segi ykkur söguna af þessu í næstu færslu því nú þarf ég að halda áfram að læra.
Hafið það gott!
Dísa drottningardrollari.
Athugasemdir
Jæja elsku drottningadrollarinn minn. Mikið alag hja þer nuna, það er þa eins gott að Florin er að fara heim i bili. Þu kemst yfir þetta, ef að eg þekki þig rett.
Sjaumst a eftir þegar þu kemur til byggða.
Linda litla, 7.2.2008 kl. 12:38
það eiga allir sína slæmu daga,,álag fer svosem ekki vel með fólk,en þú plummar þig,og ferð létt út úr þessu öllu ef´ég þekki þig rétt kéllingin mín
Guðný Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 17:21
æjj knús á þig lóan mín
þetta mun bestna
Mín veröld, 8.2.2008 kl. 00:28
Það er svo frábært við þig að þú nærð alltaf að láta mann hlæja þrátt fyrir erfiðleikana. Þú ert snillingur í því! Gangi þér vel dúllan mín með þetta allt saman. Elska þig útaf lífinu
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 02:05
Takk fyrir þetta stelpur-maður má víst ekki taka sjálfan sig of hátíðlegan.
Dísaskvísa, 13.2.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.