Ævintýri á norðurleið

Þurfti að fara í kaupstaðaferð, sem er svo sem ekki frásögu færandi......nema að það er náttúrlega búið að vera geðbilað veður.  Leiðin í kaupstaðinn gekk vel, en ekki jafnvel þegar ég fór aftur heim.  Í einu hringtorginu keyrði ég inn í STÆRÐARINNAR SNJÓSKAFL........og festi bílinn.  Nú voru góð ráð dýr.  Það var áliðið, sást ekki út úr augunum og ekki hræða á ferð.  Ég sat í nokkuð langan tíma þar til að það kom jeppamaður sem aðstoðaði mig. Í lokinn voru þeir að vísu orðnir 3, ásamt vegahefli.  Þetta hafðist allt að lokum og ég komst heil á höldnu heim.  Svo virðist sem ég, hringtorg og snjór eigum ekki samleið því ég lenti í svipuðum aðstæðum árið 2000 minnir mig. en sá vetur var einmitt svona snjóþungur.  Þá missti ég mig að vísu........

Það var þannig að ég var að vinna upp á Kjalarnesi og eins og svo oft áður átti ég bakvakt um helgar.  Þessa helgi var einmitt GEÐBILAÐ veður.  Á sunnudagsmorgninum lagði ég af stað frá miðbænum á litla Daihatsubílnum mínum -honum Góðláki - og framan af gekk þetta bara svona hel.... vel.  

Ég var að vísu á lélegum dekkjum og það vantaði rúðuþurrkurnar á bílinn.....Ég veit en "hey so vatt."  Þegar ég hins vegar kom upp í Mosfellsbæ þá lenti ég í smá vandræðum í einu hringtorginu.  Bílinn lagðist algjörlega á magann og ég sat pikkföst.  Ég reyndi að grafa mig út, ég reyndi að setja motturnar undir dekkin og ég veit ekki hvað og hvað.  Ekkert gekk.  Á meðan ég lék þessar kúnstir þá voru einmitt jeppakarlar að leika kúnstir sínar í hringtorginu - en voru ekkert að bjóða fram aðstoð sína. Keyrðu framhjá mér með hálfopna glugga, og góndu á mig og sumir skemmtu sér vel. Að lokum missti ég mig algjörlega.........

Ég strunsaði í hríðinni upp á toppinn á hringtorginu ( sem ég varð að klífa þar sem það var kominn svo mikill snjór-og ég var ekki beint frýnileg þar sem ég sökk upp á mitti í hverju skrefi en það gerði mig bara reiðari.) Þegar ég stóð loks á hæsta punkti hringtorgsins þá steypti ég hnefann út i loftið, eins og prédikari, og gargaði á kallana að það væri nú orðið ljóst að þetta væru upp til hópa "litlir" karlar -með lítil tippi og væru bara á þessum "stóru" jeppum til að bæta upp laskaða karlmennskuímynd sína.  Það væru náttla bara aumingjar sem keyrðu hvað eftir annað framhjá og horfðu á konu reyna að losa sig úr snjóskafli.  Þegar ég var búin að ausa yfir kallana þá strunsaði ég aftur inn í bíl.  Eftir ca. 30 sekúndur bankaði einn af köllunum á gluggann hjá mér, ég rúllaði niður og þá spurði hann mig að þessari líka brilljant spurningu " ertu FÖST?"  Ég var enn frekar æst og horfði blákalt framan í kallinn og sagði við hann " FÖST- neihey af hverju heldur þú það? Sérðu ekki að ég sit hér og spila YATZEE!!!!!!!

AUÐVITAÐ ER ÉG FÖST......

Karlgreyið dró mig svo upp úr þessu klandri og ég þakkaði pent fyrir og hélt áfram mína leið.

Hafið það gott í dag-en passið ykkur á sköflunum og auðvitað á mönnum með "Litla Pakka"

Dísa Prédikari

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Þú ert snillingur Vigga. Farðu nú varlega til Reykjavíkur á eftir og ekki gleyma að taka með yatsy-ið ef að þú skildir festa þig.

Annars sjáumst við fljótlega ef að þú kemst alla leið.

Linda litla, 8.2.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Þú ert snillingur,farðu varlega í þessari ófærð og þá sérstaklega í þessum andsk.....hringtorgum

Guðný Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:28

3 identicon

BWA HA HA HA HA HAAAA  Þú ert svo geggjuð!!  Farðu varlega þarna úti í umferðinni litli prédikarinn minn

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 18:08

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.2.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Mín veröld

góð ertu ! gangi þér ver  í biluninni!

Mín veröld, 8.2.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: Dísaskvísa

Ég stal yatzee setningunni frá henni stóru systur minni-hún veit hvað hún syngur sko!!!!

Dísaskvísa, 13.2.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband