18.2.2008 | 00:29
Það er lítið að gerast í mínum heimi
Undanfarnir dagar hafa bara verið rólegir-að vísu er nóg að gera í skólanum, en að öðru leyti hefur þetta bara verið voðalega notalegt allt saman. Fór í bæinn tvo daga í síðustu viku, annan daginn sátum við mál í héraðsdómi og hin daginn sátum við mál í hæstarétti. Mér þótti þetta mjög skemmtilegt og áhugavert, á örugglega eftir að fara og fylgjast með fleiri málum þar.
Ég er búin að eyða helginni í tiltekt, þrif og þvotta. Síðan er ég búin að vera að lesa undir lögfræðipróf sem ég er að fara í á morgun. Sem sagt bara rólegheit.
Ég held að þetta blogg verði bara ekki lengra að sinni, hef ekkert að segja svo sem. Það er eins og líf mitt og líðan sé inn í sápukúlu sem líður um í loftinu - án mikillar fyrirhafnar og án allra tilfinninga.
Hafið það gott
Dísa Sápukúla
Athugasemdir
Hey you bubble girl! Gangi þér ofsalega vel í prófinu. Ég hugsa til þín
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 02:09
Bleeeeeessuð mín kæra.
Er ekki tómlegt hjá þér þarna í sveitinni eftir að Florin fór heim ???
Gangi þér vel á lögfræðiprófinu sem þú ert að fara í á morgun.
Kveðja til þín og heimalinganna frá okkur
Linda litla, 18.2.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.