Breytingar til hins betra eða verra?

Vona að það verði góðar breytingar á högum fólks á Kúbu í kjölfar þess að Kastró kallinn hætti.  Samt spá vinir mínir á Kúbu að breytingarnar verði ekki miklar-en þó einhverjar.  Þó vildu þau ekki tjá sig neitt um það hvort þau héldu að breytingarnar yrðu til hins betra eða hins verra.  Vonum það besta þeirra vegna - því aðstæðurnar sem þetta fólk býr við eru skelfilegar....vægast sagt.  Hugur minn dvelur hjá vinafólki mínu á Kúbu þessa stundinaInLove

Dísa Kúbufari


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Vonandi verða þessar breytingar fólki á Kúbu til góðs,vonum það besta

Guðný Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fidel Kastró er 81 og bróðirinn (Raul)  tekur yfir völdum er BARA 76 ára

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.2.2008 kl. 18:09

3 Smámynd: Dísaskvísa

Ég hef nú ekki horft á fréttir eða gefið mér tíma til að lesablöðin síðustu daga - en er það pottþétt að Raul taki við?  Þegar ég var á Kúbu í desember þá var Kastró kallinn að sjarma fyrir einhverjum ungum manni úr flokknum.  Þar sem ég tala smá í spænsku þá fannst mér eins og hann væri álitin eftirmaður hans!!!  Kannski að það hafi bara verið misskilningur af minni hálfu þar sem þetta jú virkar eins og trappa þarna hjá þeim- sá sem er næst valdamestur tekur við.  Raul er náttúrulega bróðir hans og "varnarmálafulltrúi" Kúbu.

Dísaskvísa, 19.2.2008 kl. 19:56

4 Smámynd: Linda litla

Ég vona a.m.k. að þetta verði breyting til batnaðar.

Þetta yndislega fólk á Kúbu á ekkert betra skilið en gott.

Það verður spennandi að sjá hvort að það verði breyting á Kúbu þegar við förum þangað næst Vigga....... hvenær förum við þangað annars ???

Linda litla, 19.2.2008 kl. 20:59

5 identicon

Já ég vona svo sannarlega að þarna verði breyting til batnaðar. Alveg ótrúlegt hvernig fólk lifir þarna.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Guðrún, hvernig lifir fólk þarna ?

Sævar Einarsson, 19.2.2008 kl. 22:31

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Guðrún, hefur þú pælt í því að ástandið verra í USA ? þar flæðir dóp um allt, mannsal, þúsundir á þúsundir ofan af gengjum, rænandi, ruplandi, myrðandi, skólafólk skotið og fleira og fleira, þetta er þekkist varla á Kúbu, fólk á Kúbu deyr ekki úr hungri eins og t.d. í USA, vissulega á almenningur ekki mikla peninga en þar á það mat og það nauðsynlegasta til að lifa, vestræn hugsun snýst minnst um mat og sumt fólk á ekki pening fyrir brauði og mjólk þegar mánuðurinn er hálfnaður, kvartar svo yfir peningaleysi um leið og það horfir á spennumynd í nýja fína DVD tækinu sínu og flatskjánum sem það keypti sér á VISA rað í 10 ár ... gáfulegt ? vestræn hugsun snýst mikið um það að eiga það allra nýjasta og flottasta því annars er maður púkó.

Á Kúbu er eitthvert það fullkomnasta heilbrigðiskerfi sem völ er á algerlega frí og tannlæknaþjónusta er líka frí, já þú last rétt, þetta er frítt og hefur verið það lengi, einnig er frábært menntakerfi á Kúbu. Víða um heim koma stjórnvöldið afskaplega illa fram við sína þegna EN Bush er nánast þar fremstur í flokki. Þó svo þeir á Kúbu séu 40 árum á eftir vestrænum ríkjum í flottræfilshætti þá gefur það mér ekki slæma heildarmynd af landinu, fólkið er jú undir einræðisherra en hann fer ekki illa með sitt fólk, en hann fer ekki vel með þá sem eru á móti sér, BNA fer ekki heldur vel með þá sem eru á móti BNA, það eru ansi mörg lönd sem BNA hefur ráðist á og vaðið yfir á skítugum skónum, rænt auðlindum, myrt og pyntað í nafni friðar, og allann þennann viðbjóð samþykkja önnur ríki af óttablandinni virðingu við BNA. Fidel Castro á meira gott skilið en slæmt, það er mín skoðun.

Sævar Einarsson, 19.2.2008 kl. 23:00

8 Smámynd: Mín veröld

Hæ vigga var að spá í því hvenær þú kemur næst í bæjinn, var að spá hvort ég mætti kíkja á þig og spjalla um spánardrauminn minn? þú átt sennilega nokkur góð ráð í pokahorninu handa mér ...

kv Björk

Mín veröld, 19.2.2008 kl. 23:49

9 Smámynd: Dísaskvísa

Sævarinn- Það er rétt sem þú segir - en samt.......

Fólkið á Kúbu fær lyf -en það eru ekki sömu lyf og við sem ferðamenn fáum þar.  Þau fá til dæmis verkjalyf sem eru það léleg að þau virka ekki á minnsu verki t.d á hausverk né túrverki.  Þetta fólk fær matarmiða-þeim er úthlutað matarmiðar sem ekki alltaf duga mánuðinn.  Fjagra manna fjölskylda fær úthlutað einu sápustykki á 3 mánaða fresti.  Þau fá sem samsvarar 28 amerískum dollurum í laun á mánuði-ef þú ert menntaður- og þá er sama þó þú hafir þurft að vinna yfirvinnu á hverjum degi-þú færð alltaf það sama útborgað.  Ung fólk fær ekki úthlutað íbúðum og þurfa þá að búa inn á fjölskyldum sínum- oft 9 manns saman í 40 fermetrum.  Ég held að þetta sé það sem Guðrún sé að tala um.

Björk- ég verð í bænum alla helgina- bjallaðu í mig og við getum spjalla heilmikið um Spánardrauminn góða og farið yfir stöðuna.

Dísaskvísa, 20.2.2008 kl. 16:21

10 Smámynd: Dísaskvísa

Heyrðu Linda!!!!

við förum náttla seinna á þessu ári.  Verður samt eiginlega að vera á milli 28.júní og 6. sept.  

Annars er ég er til þegar þú ert til!!!!!

Dísaskvísa, 21.2.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband