20.2.2008 | 22:12
Lífið er eins og bleyja
Ég er í smá krísu - þarf að taka nokkrar stórar ákvarðanir í sambandi við líf mitt og ég þarf helst að taka þessar ákvarðanir í gær. Þetta eru ákvarðanir sem eru stórar og munu hafa mikil áhrif á líf mitt. Finnst ekki svo gott þegar ég er sett í svona pressu. Vildi stundum óska þess að það væri handrit með lífi mínu sem ég gæti kíkt í og séð hvað mér ber að gera næst.
Hvað getur maður sagt - lífið er stundum eins og bleyja-kalt ,blautt og fullt af skít.
Athugasemdir
Er ekki bara best að fara eftir hjartanu humm á það ekki að vera réttþað er aldrei gott að vera sett í pressu í samb,við ákvarðanir púff
Guðný Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:18
Nákvæmlega, láttu hjartað ráða, það ætti að hafa rétt fyrir sér.
Linda litla, 20.2.2008 kl. 22:49
Nú er mín forvitin....en ég vona að þú komist að góðri niðurstöðu. Hjartað veit ávallt best
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:37
Lífið er eins og bleyja...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.2.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.