25.2.2008 | 17:26
Í dag......
Fæddist lítil frænka. Hulda, konan hans Denna bróður, átti í dag kl. 15:02. Stelpan var 3155 gr. og 49 cm. Bæði Huldu og þeirri nýfæddu heilsast vel. Nú þarf maður bara að fara að skella sér í heimsókn og skoða skvísuna. Vil benda ykkur á að nú eiga systkini mín alls 12 börn. Það er mikið jafnvægi í þessu hjá þeim, en þau eiga sem sagt 6 stelpur og 6 stráka. Ég er ekkert smá rík því ég á smá í þeim öllum........
Dísa "Megaríkafrænka"
Athugasemdir
Til hamingju með litlu frænku Vigga mín,þessi börn eru yndisleg,
Guðný Einarsdóttir, 25.2.2008 kl. 17:53
Innilega til hamingju með litlu frænkuna - þau eru lánsöm frændsystkinin þín að eiga þig að.
Gangi þé allt í haginn í þínum málum
kveðja af skaganum
Guðríður Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:58
Æðislegt !!! Til hamingju með nýju frænkuna !!!
Ég þarf þá að fara að kíkja á síðu Huldubúans við tækifæri, það koma örugglega myndir inn fljótlega.
Linda litla, 25.2.2008 kl. 19:13
innilega til hamingju.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.2.2008 kl. 19:31
Takk öllsömul- hún er algjört krútt- eins og reyndar öll frændsystkini mín. Nú er yngsta frændsystkinið fætt í dag og það elsta verður 28 ára í sumar. Gaman að eiga smá í þeim öllum og fá að fylgjast með þeim- enda öll svo fallegir og vandaðir einstaklingar. Heppin er ég!!!!!
Dísaskvísa
Dísaskvísa, 26.2.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.