28.2.2008 | 00:21
Mér til mikillar ánægju
uppgötvaði ég í dag að það eru aðeins 16 dagar í páskafrí. Ég get varla beðið, líður eins og barni sem bíður jólanna. Hvað ég ætla að hvíla mig í þessa daga. Þarf samt að fara í smá skattamaraþon - en hey það er seinni tíma vandamál. Ég er búin að vera svo lúin undanfarna daga. Fékk flensu ofan í allt annað-krabbameinslyfin eru ekki að fara vel í mig og í morgun vaknaði ég með frunsu á stærð við Everest. Það var náttúrulega það eina sem ég átti eftir að óska mér. Til að bæta dökkgráu ofan á alla hina litina þá er að myndast annað fjall á efri vörinni á mér. Guð hvað ég verð kyssileg. Hef því ákveðið að á morgun þegar ég vakna eins og fílamaðurinn þá ætla ég að setja á mig rauðan varalit, setja á mig húfu og brosa allan hringinn. Ef einhver býður mér góðan daginn með orðunum "Góðan daginn Andrésína önd" þá ætla ég að taka undir kveðjuna af mikilli hamingju og jafnvel kvaka aðeins fyrir viðkomandi. Við nánari athugun ætti ég kannski að fara í "pushup" haldarann minn svona ef einhver skyldi bjóða mér góðan daginn með orðunum " góðan dag Pamela". Sé til í fyrramálið - hvort ég reiti fjaðrir úr sænginni minni til að setja á húfuna eða hvort að ég fari í haldarann góða. Andrésína eða Pamela.....? hallast frekar að Andrésínu. Við erum líkari í útliti - ég og Andrésína...og erum líka álíka seinheppnar.
Hafið það gott
Andrésína og Dísaskvísa
Athugasemdir
kannast við frunsu ástandið en hvað á að gera um páskana?
Mín veröld, 28.2.2008 kl. 00:36
Það á að sofa og læra smá skattarétt!!!!
Ekkert annað
Dísaskvísa, 28.2.2008 kl. 00:38
Frunsur ohh,kannast við það dreptu í vörunum og frunsunum með pjúra spritti hehe oggulítið VONT en það venst Mig hlakkar líka til páskana því þá er frííí´jibbbý
Guðný Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 18:09
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.2.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.