4.3.2008 | 12:12
Komin mars
Ég trúi varla að það sé strax komin mars, rosalega flýgur tíminn. Ég ætla að reyna að vera í bænum um páskana. Ætla í nokkur viðtöl hjá Kvennaathvarfinu. Síðast þegar ég fór fékk ég mikið af lesefni og ég er búin að vera vinna með það.
Ég sé það í dag hversu "sick" Adem er í raun. Ég varð ástfangin af manni sem var ekki raunverulegur. Hann var svo yndislegur til að byrja með. Hann var góður, næmur, skemmtilegur, ástúðlegur, blíður og allt það sem kona getur óskað sér í einum manni. Ég man eftir því þegar hann var að tala um sínar fyrrverandi þá hugsaði ég að þær hlytu að vera klikkaðar að hafa gefið þennan æðislega mann upp á bátinn. Enda talaði hann alltaf þannig eins og þær væru allar klikkaðar, vondar hórur sem höfðu sært hann- hent honum út og ég veit ekki hvað og hvað. Um leið og ég var orðin yfir mig ástfangin af honum þá breyttist hann smátt og smátt.
Hann var aldrei ástfanginn af mér-hann var haldin þráhyggju. Hann talaði alltaf um mig (nánast frá fyrsta degi) sem framtíðar eiginkonu. Sagði ávallt við mig hluti eins og " Engin kona getur komið í þinn stað- aldrei!!!" Hann var haldin þráhyggju í sambandi við vissa líkamsparta á mér. Hann hafði aldrei séð þvílíka fótleggi, þvílíkt bak og rass. Hann sagðist þekkja mig blindandi úr 100 kvenna hópi því hann elskaði mig svo heitt. Hann sagðist ekki geta lifað án mín-hann fyndi aldrei hamingjuna án mín. Hann sagðist deyja ef hann þyrfti að lifa án mín. Hann vildi að við myndum eignast barn sem allra fyrst þar sem hann hafði veðjað á rangan hest í fyrsta skiptið sem hann eignaðist barn. Svona rugl. Hann gaf mér tvisvar trúlofunarhring-en sagði mér nokkrum dögum síðar að ég væri ekki þess virði að bera hringinn hans og tók þá af mér. Hann sagðist hella yfir mig sýru þannig að ég yrði óþekkjanleg ef ég færi frá honum. Hann sagðist myrða fjölskyldu mína ef ég hætti með honum. Þetta er ekki ást - þetta er geðveiki og þráhyggja.
Þegar ég var að vinna upp á Skólavörðustíg var hann alltaf að koma og tékka á mér. Þegar ég fór til systur minnar þá var hann að keyra það framhjá til að athuga hvort ég væri þar eða ekki. Ég var í Rope Yoga (með systur minni) og hann var stanslaust að hringja í mig á meðan. Ég var feit í hans augum- en ég mátti samt ekki fara í ræktina því þar gæti ég hitt aðra menn. Hann var alltaf að ásaka mig um hitt og þetta. Ég varð að gefa upp öll mín áhugamál s.s leirkerasmíðina, ræktina og fleira því hann var svo sjúklega afbrýðissamur. Hann braut rúðuna í bílnum mínum-braut og bramlaði allt á heimili mínu...hvað eftir annað. Sumir gætu haldið að hann bryti og eyðilagði í stjórnleysi en svo var ekki. Hann braut bara hluti frá mér en snerti aldrei sína- jafnvel þó að þessir hlutir lægju hlið við hlið. Lögreglan kom nokkrum sinnum heim því nágranninn hringdi þegar hann byrjaði. Hann tók fötin mín og klippti þau, skar þau í sundur og henti þeim. Hann braut mig niður andlega og gekk frá mér líkamlega og kynferðislega og naut sín við það.
Adem er geðveikur og ég er svo ánægð að vera laus undan honum en finn jafnfram til með öllum þeim sem þurfa að umgangast hann. Smá saman finn ég að áhrif hans eru að fjara út og ég fjarlægist þessar minningar og þennan sársauka sem hann olli mér í öll þessi ár. Að hugsa sér að ég hafi búið við þetta í tæp fjögur ár.
Í dag vildi ég óska þess að einhver hefði varað mig við honum- sagt mér hvernig hann væri í raun. Kannski þurfti ég samt að finna það út sjálf-hefði eflaust ekki trúað neinum. Líf mitt hefur breyst mikið til batnaðar síðan í vor þegar þetta samband tók loks enda. Ég er ánægð með mitt hlutskipti og ætla bara að njóta þess að vera á lífi og vera til.
í dag gengur mér mjög vel í námi, því sé ég að ég er ekki heimsk eins og Adem sagði ávallt við mig. Ég á góða vini sem ég get treyst og ég finn að þeir treysta mér- þannig finn ég að fólk fyrirlítur mig ekki eins og Adem sagði alltaf við mig. Ég veit að ég er ekki ljót og ókurteis því að ég hef annað orðspor á mér hér- og því hafði Adem rangt fyrir sér. Karlpeningurinn á staðnum er oft að gjóa á mig augunum- fyrst hélt ég að það væri vegna þess að ég væri svo ömurleg- en nú veit ég að svo er ekki- enn og aftur hefur Adem haft rangt fyrir sér. Það hlýtur að vera sárt að vera svo óöruggur, vondur og með svo mikla minnimáttarkennd að maður þurfi að upphefja sig á kostnað annarra og þurfa að særa alla í kringum sig - alla daga. Adem mun aldrei lagast og hann mun einungis bera með sér sársauka og ljóta hluti - alveg til æviloka.
Ég er þess vegna svo hamingjusöm í dag og vil bara segja takk til allra þeirra sem hafa staðið við bakið á mér. Ég veit að það er eflaust erfitt að lesa svona færslur en samkvæmt þeim sem ég hef leitað hjálpar til á ég að ræða þessi mál- segja frá þeim - svo að fólk viti hvers vegna maður er oft í baráttu við sjálfan sig. Einnig getur það hjálpað fólki að þekkja einkennin þegar að fólk býr við mikið ofbeldi og þannig komið til hjálpar.
Dísaskvísa
Athugasemdir
Frábær pistill!
Ég sé að Dísa Dóra er ekki bloggvinur þinn. Hún skrifar um samskonar efni.
Svona efni snerta mig djúpt... hef verið vitni af svona "rugli" allt mitt uppeldi.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 12:26
Takk fyrir þetta Gunnar- ég ætla að biðja Dísu Dóru að vera bloggvinur minn strax í dag. Svona skrif og lestur vekja upp margar tilfinningar, bæði hjá þeim sem skrifa og þeim sem lesa. Hef fengið aðstandendur hans hér inn sem hafa drullað yfir mig...samt veit þetta fólk alveg hvernig þessi maður er. Þetta er ávallt erfið tilfinningamál. Ég er bara svo glöð yfir því að Adem náði ekki að eyðileggja meira en hann gerði. Ég þakka fyrir það á hverjum degi.
Dísaskvísa, 4.3.2008 kl. 12:35
Ég kannast við "blinda" aðstandendur... Ég þoldi ekki það fólk og á enn í dag erfitt með að skilja hvernig maður getur lokað augunum fyrir því sem er að ske.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 12:50
Þessir blindu aðstandendur þurfa að horfast í augu við sjálfa sig á hverjum degi- er fegin að vera hérna megin við línuna. Skil ekki hvernig það er hægt að horfa framhjá þessu og standa svo með manninum eftir allt sem hefur gengið á!!!
Er fegin að vera hérna megin við línuna- ég get þó horfst í augu við sjálfa mig með góðu móti og hugsað að ég hef lagt mitt af mörkunum til að enda þetta- jafnvel ef málið verði ekki tekið fyrir hjá dómstólum. Þetta kemur allt í ljós- á meðan tek ég einn dag í einu.
Dísaskvísa, 4.3.2008 kl. 12:55
Elsku Vigga mín. Æðislegt að sjá að þú ert farin að tala um þetta hérna á blogginu aftur. Og frábært að þú sért að fara í viðtöl hjá kvennaathvarfinu um páskana, þú veist að ég styð þig 100 % í þessu öllu. Ef að ég verð ekki að vinna um páskana þá get ég komið með þér ef að þú vilt. Ég held reyndar að ég sé bara að vinna einn dag um páskana, en það á reyndar að skíra litla ömmustrákinn á Skrídag.
Ég veit hvernig maður hann er, þú veist að ég þoldi hann aldrei frá fyrstu kynnum, það var eitthvað við hann sem að var svo fráhrindandi, enda hataði hann mig líka fyrir vikið.
Ég hjálpa þér eins og ég get til að takast á við þetta vinkona, þú veist að þú getur leitað alltaf leitað til mín.
Hafðu það gott og farðu vel með þig.
Linda litla, 4.3.2008 kl. 13:51
Takk Linda - þú ert gull!!! Takk fyrir að vera alltaf til staðar- fyrir að eiga alltaf tíma fyrir mig- fyrir að vera þú. Líf mitt væri svooo tómlegt ef ég hefði ekki alltaf haft þig - þú ert svo mikið yndi og æði.
Dísaskvísa, 4.3.2008 kl. 13:58
Vá nú fann ég hetju
Innilega til hamingju með hugrekkið að skrifa söguna þína og byrta hana opinberlega. Þannig hjálpar þú til við að svipta leyndinni og skömminni af þessum málum. Það þar sterk bein til að opinbera sig svona eins og þú ert að gera og það er langt í frá auðvelt - þú ert hetja
Mikið þekki ég margt sem þú skrifar um þarna. Langt í frá í fyrsta skiptið sem ég segi slíkt eftir að tala við eða lesa um reynslur af ofbeldi - oft sagt að þeir sem beita ofbeldi virðast vera ansi mikið formaðir í sama mót. Mörg svipuð einkenni í framkomu og hegðum sem að við sem höfum upplifað ofbeldi þekkjum svo vel.
Mig langar að fá að skrifa smá um þessi mál og vitna í söguna þína á mínu bloggi ef ég má?
Það yrði mér einnig sannur heiður að fá að vera bloggvinur þinn.
Dísa Dóra, 4.3.2008 kl. 14:20
Nú verð ég smá feimin Lít ekki á sjálfa mig sem hetju- verð bara að tala um þetta því annars springur hjartað mitt- Vil ekki lengur líða illa. Þér er velkomið að nota mína sögu- vitna í hana og gera það sem þú vilt. Ef það verður til þess að hjálpa öðrum - þá er ég hamingjusöm. Takk fyrir að skrifa um þetta og vekja fólk til umhugsunar- þetta eru alvarleg mál sem ber að taka á. Takk fyrir að vilja mig sem bloggvin.
Dísaskvísa, 4.3.2008 kl. 14:39
Mér finnst þú vera hetja, það eru ekki allir sem tala um svona lagað, frekur bælir það inni og líður áfram illa út af því.
Mér finnst þú hetja að takast á við þína vanlíðan Vigga. Mér finnst þetta bara frábært. Gangi þér vel krúttípúttarabollurassinn minn.
Linda litla, 4.3.2008 kl. 14:52
Kjarnakona
Takk fyrir að deila þessu -ég sæki hér með um bloggvináttu við þig
Ragnheiður , 4.3.2008 kl. 16:59
Takk kærlega fyrir öll þessi fallegu og góðu orð í minn garð þið góða fólk . Ég fæ alveg tár í augun þegar ég sé þetta. Takk fyrir stuðninginn
Dísaskvísa, 4.3.2008 kl. 17:11
Þú ert sterk og dugleg. Ég gleymdi mér alveg á blogginu þínu....svo margt sem þú hefur að segja frá.
Anna Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 18:29
Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 18:51
Fann þig líka á Dísu Dóru........Ég er ein af þeim sem hef verið áhorfandi og reynt eftir bestu getu að stiðja þolanda.......þar var um andlegt ofbeldi að ræða...sem er sem betur fer lokið með skilnaðði sem tók allavega 10 ár að ganag í gegn.
Ég vil bara segja við þig ég dáist að þér
Solla Guðjóns, 4.3.2008 kl. 20:53
Dísa þú ert algjör hetja ég dáist að þér hvað þú ert dugleg í þessum málum,,þér hefur svo sannarlega tekist vel til,þess vegna ertu það sem þú ert í dag..Gangi þér vel
Guðný Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:45
Hæ Vigga mín,
Ég vildi bara segja þér að þú ert hetja og er svo þakklát að eiga þig sem vinkonu. Takk fyrir allan stuðninginn og mundu að ég er hér hvenær sem þú þarfnast mín.
Mér þykir rosalega vænt um þig. Frábært að þú sért farin að vinna svona vel í þínum málum, enda ertu með gullhjarta og enginn hefur rétt á að koma svona fram eins og þessi maður....
Árið 2007 var erfitt en maður kann að meta góðu stundirnar í dag.
Love you...hin dísiná Spáni..
Harpa (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:45
þú ert bara sterk að tjá þig um þessa hluti , hef ekki enn tjáð mig um minn fyrrverandi! nú fæ ég kannski styrk til að gera það :)
Mín veröld, 7.3.2008 kl. 01:53
Elsku Dísa...long time!!!
Býrðu ekki ennþá í hverfinu mínu??? ok...allavega, ég verð að hitta á þig A.S.A.P ég var að vinna með stelpunni sem Adem er með núna og það væri fróðlegt að hitta á þig. Lika bara til að rifja upp gamla tíma...var nú að skoða trilljón myndir af okkur siðan í Raleigh...það var nú meira djammið!!! í skottinu á bílnum á bílastæðinu hjá Cup of Joe, hehe með vekjaraklukku og 2 litra af vodka!!! je minn hvað ég er glöð að drekka ekki í dag... o my goodness, hehe.
Vertu í bandi...ef ekki þá bara bjalla ég á þig..er með símanúmerið þitt.
Kossar og knús, Dúdína Linda
Linda (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 12:14
Elsku Dúdínan mín
Það var svooo gaman að heyra frá þér. Já við verðum að hittast og kjafta!!!
Ég bjalla í þig um helgina ....
Dúdínukveðjur,
Vigga
Dísaskvísa, 13.3.2008 kl. 12:38
Já æðislegt að heyra í þér (svona fyrir utan þennan x gæja!!!) en rifjum upp gamla tíma um helgina, ég býð þér í indverskt chai (te).
Hlakka til að sjá þig ;-)
Linda
Linda (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 13:41
Krúttlega skólasystir mín. Ég vil segja við þig að þú ert algjör hetja. Það sem þú ert að setja hér fram þekki ég að sumu leiti, gott hjá þér að tala um þessa hluti og vera svona opinská, það hjálpar. Það er gott að eiga kvennaathvarfið að, notaðu það.
Talandi um aldur ég er "obboðlítið" eldri en þú, en að vera í skóla með öllum "hinum" táningunum verð ég bara 25 og ekki deginum eldri.
Flottar myndir af þér, grettumyndin er góð. Minnist þess þegar við vorum að læra saman, fimm manna hópur, fyrir prófið í arðsemisgreiningunni og áttum eftir að klára rekstrarfræði verkefnið, á því var byrjað kl. 01:00 og það var sko ekki leiðinlegt hjá okkur, mikið hlegið ... ég fór ómáluð heim kl. 03:00 . Eigðu gott páskafrí
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:07
Takk fyrir þessa fallegu kveðju Rannveig. Það er sko rétt að það er aldrei leiðinlegt í skólanum, man vel eftir þessum lærdóm sem þú minntist á. Hafðu að sem allra best í fríinu og sjáumst kátar í prófunum
Kærleikskveðja,
Dísaskvísa
Dísaskvísa (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.