11.3.2008 | 13:36
3 og 1/2 dagur í páskafrí
Úffff
Sit hérna í skattarétti og hlusta á tvo gæja frá ríkisskattstjóra tala um virðisaukaskatt........verð bara hreinlega að viðurkenna að þetta höfðar bara ekki til mín....What so ever. Læt mig dreyma um páskafríið sem hefst um hádegi á föstudag..... ummm 2 vikur í paradís Veit samt ekki alveg af hverju ég er svona spennt að fara í fríið, ég þarf að nýta þessa daga vel við að lesa og undirbúa mig undir prófin sem hefjast strax eftir frí. Þarf samt ekki að sitja fyrirlestra eða skila verkefnum á meðan.
Vorið er á næsta leyti, ég fór í smá fjallgöngu í gær og það var svaka mikill gróður byrjaður að teygja anga sína upp úr jörðinni - ég elska vorið og sumarið. Ég ætla að horfa fram á veginn og hugsa um þá betri tíð sem bíður mín- og okkar allra sem vilja vera með. Verðum að "sígreta" það til okkar.
Þórdís systir er búin að vera veik- heyrði í henni um helgina og þá var hún komin á spítala. Ekki gott. Svo hitti ég hann pabba minn og hann lítur mjög illa út, hef áhyggjur af karlinum- hann vill samt ekkert viðurkenna. Ég er að hugsa um að panta fyrir hann tíma hjá lækni og neyða hann með mér. Ég á yngri bróðir sem er 18 ára og pabbi ber skyldur til drengsins og ein skyldan er að hugsa vel um sig.....Em Æ ræt or vatt? Ég ætla að hugsa fallega til fjölskyldu minnar, þó að ég hugsi ávallt fallega til þeirra þá ætla ég að hugsa enn betur til þeirra þessa dagana.
Ég á bráðum afmæli, verð 35 ára. Ég á bágt með að trúa að ég sé búin að safna mér svona miklum árafjölda. Mér líður ekki eins og ég sé 35 ára og mér finnst eins og ég hafi verið 25 í gær!!! Án gríns. Mig langar að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins en er alveg tóm. Það væri gaman ef þið gætuð komið með hugmyndir- ég hef ekki haldið upp á afmælið mitt síðan.......síðan ....ég man það ekki einu sinni- það er svo langt síðan.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, hafið það gott og notið "sígretið" til að komast þangað sem þið viljið vera í lífinu. Það virkar og virkar vel.
Dísaskvísa Sígret-ari
Athugasemdir
´Frabært að þú ert að komast í frí, hvað á svo að gera í páskafríinu ??
Hvaða veikindi eru að hrjá hana Þórdísi, er það eitthvað alverlegt ?? Ég sendi fallegar hugsanir til þín og fjölskyldu þinnar.
lov ya Linda
Linda litla, 11.3.2008 kl. 13:59
Ha ert þú að verða hvað???er þetta djók??,,Tja ég eiginlega veit ekki hvað þú gætir gert humm kannski látið karlin dekra enn meira við þig en vanalega, svo ef þú ert farin að æfa fjallgöngur nú þá er bara spurning að skella sér austur og labba Heklu og fara svo á Kanslaran og fá Lindu til að útbúa PIZZU A"LA LINDA
Guðný Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 14:35
Ég er 38 ára og ég er ekki að grínast þegar ég segi að mér líði eins og 25.
Ég er því miður ekki með hugmynd um hvað þú átt að gera...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.3.2008 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.