Þvílíkur afslöppunardagur

Dagurinn í dag var einmitt það sem ég þarfnaðist til að hlaða batteríin mín.  Ég vaknaði kl 11, fékk mér morgunmat-appelsínu og plómu.  Drakk mitt morgunkaffi og opnaði svo páskaeggið mitt.  Ég fékk málháttinn "Vingjarnlegir menn hafa af náttúrunni fengið í vöggugjöf lykilinn að hjörtum annarra"- sérstakt spakmæli.  Borðaði smá af egginu og fann að ég varð að hreyfa mig eftir það.

Ákvað að fara í góðan göngutúr í þessu fallega umhverfi hér- það er langt síðan ég hef leyft mér það.. svona í rólegheitunum.  Gengum meðfram ánni hér í tvo tíma, rosalega fallegt og þetta róaði hugann minn.  Það var svo yndislegt veðrið hér, blankalogn og frekar hlýtt.  Fórum heim, náðum okkur í sundföt og fórum í heitu pottana ...Uummmm........

Ég var alveg á slefinu í sturtunni, skreið heim, beint upp í rúm og steinsofnaði.  Vaknaði svona núna upp úr sjöBlush, ég veit....algjör letihaugur sko.  Er núna að elda kjúkling A LA Dísa og svo ætla ég að leyfa mér að eyða kvöldinu í rólegheitum.  Próflestri er frestað til morguns.

Gleðilega páska gott fólkInLove

Dísa endurhlaðna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta hljómaði svo þægilega gott... til hamingju með góðan dag.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Dísa Dóra

Til þess eru fríin - til að slaka á

Þú verður bara enn betur í stakk búin til að takast á við skólaskruddurnar á morgun eftir svona góða slökun

Dísa Dóra, 23.3.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Linda litla

Gleðilega páska, elsku páskaungarnir mínir.

Linda litla, 23.3.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Humm páskarnir er næstum liðnir en samt gleðilega páska krúsídúllan mín

Guðný Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 00:39

5 identicon

hæ vigga ég bið að heylsa florin

Kormákur

Korri cool (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband