Fyrsta prófinu lokið

Var að klára fyrsta prófið sem var í almennri lögfræði II.  Það gekk bara ótrúlega vel.  Miklu betur en ég átti von á- segi þetta alveg þar til að ég fæ einkunn - ef ég fæ einkunn þar sem ég gæti alveg eins verið skítfallin hehe Tounge.  Annars er ég með ágæta meðaleinkunn úr verkefnum eða um 8,5 þannig að ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af þessu prófi. 

Á morgun er svo próf í Kröfurétti, þar er ég með 8 í meðaleinkunn- sem er þolanlegt, hef samt ekki verið að einbeita mér nóg að honum- finn að ég gæti staðið betur.  Mér finnst bara kröfuréttur frekar leiðinlegt fag.  Verð að sitja í allan dag og allt kvöld- framá nótt og æfa mig.  Vakna svo kl 5 í fyrramálið og held áfram og hita mig upp fyrir prófið- snillinn ég heheHalo

Miðvikudag fer ég í munnlegt próf í Skattarétti og ég er ekki lítið kvíðin.  Er að spá í að taka með mér fötu inn í prófið því ég er hreinlega mest hrædd um að gubba á kennarann af kvíðaSick.  Fimmtudagur þá fer í í 4 tíma skriflegt Skattapróf- kvíður líka hræðilega fyrir því.  Svo er ég búin InLove

Annars var ég að klára skattaskýrsluna- var ekki viss um eitt atriði í sambandi við hlutabréf og hringdi í skattaaðstoðina.  Hitti þar á voðalega indælan kall.  Ég reyndi án afláts að fá hjá honum MSN-ið hans svo ég gæti verið í bandi við hann þegar ég væri í prófinu.  Hann var ekki alveg til í það og óskaði mér bara góðs gengis heheFrown.  Skil ekkert í manninum- hann hló bara upp í opið geðið á mér- en mér var ekki skemmt, mér var háalvara.  Spurði hann hvort þetta væri ekki skattaaðstoð?!!!!!!  Hvenær þarf maður skattaaðstoð ef það er ekki í skattaprófi!?

Eftir helgina þá byrjar misserisverkefni- en ég er í rosalega fínum hóp og við ætlum að fjalla um skemmtilegt viðfangsefni sem verður opinberað aðeins seinna.

Þá hafið þið það og vitið hvers vegna ég er ekki svo dugleg við bloggið þessa dagana- verð duglegri (vonandi) eftir helgina.

Kærleikskveðja til ykkar

Dísaskvísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Vigga mín gangi þér vel í þessum prófum..Einu sinni var nú sagt að fólki gengi betur í prófum ef það væri skyrpt á eftir því en allavega hakktuuu*Skyrp)

Guðný Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Linda litla

Það er nú aldeilis gott að heyra að prófið í dag gekk vel

Linda litla, 31.3.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Linda litla

ands...... ýtti á vitlausann takka, var ekki nærri búin að skrifa allt sem ég ætlaði að skrifa LOL

Þetta verður strembin vika hjá þér sem er fram undan, en elsku góða Vigga mín, ég þekki þig og ég veit að þú átt eftir að brillera.

Ég er búin að vera að hugsa um vinahitting eins og við vorum að tala um í gær, og því meira sem ég hugsa um þetta því betur líst mér á þetta. Við verðum eiginlega að fara að reyna að hittast og plana þetta eitthvað. Það væri t.d. frábært að taka á leigu  sumarbústað og vera með gott tjaldsvæði í kring...... hlakka ekkert smá til að fara að vinna í þessu.

Hafðu það gott snúlla mín og sjáumst vonandi fljótlega

Kv. Linda litla.

Linda litla, 31.3.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Dísaskvísa

Linda mín: Taka sumarbústað á leigu með góðu svæði í kring!!! En sumarbústaðurinn minn á Snæfellsnesi? Er hann ekki brilljant til að hafa þetta þar- ekkert af fólki í kring- hægt að fara í Stykkishólm í laugina, fara á hestaleigu, labba á milli Arnarstapa og Hellna....þennan eina kílómetra hehe- ætla að vera í betri skóm en síðast!  Ef það er gott veður getum við tekið Baldur út í Flatey.  Hvernig líst þér á það?  Eða ertu að hugsa um eitthvað sem er nær bænum?  Guð hvað við verðum að hittast og undirbúa og plana. 

Helga og Gulla:  Takk fyrir fallegar kveðjur.

Dísaskvísa

Dísaskvísa, 31.3.2008 kl. 21:30

5 Smámynd: Linda litla

Ó mæ god ....... Vigga ! Ég var ekki að nota baunina núna. Bústaðurinn á Snæfellsnesi er tilvalinn fyrir þetta. Það er hreinlega besti staðurinn, nóg tjaldpláss, fjallganga fyrir þá sem vilja..... og já, líst vel á þetta. Nei, mér líst best á þetta. Þurfum aðhuga að hitting og plana eitthvað þegar það róast hjá þér.

Linda litla, 31.3.2008 kl. 21:36

6 Smámynd: Dísaskvísa

He he þá erum við allaveganna búnar að finna staðinn.  Nú þarf bara að ákveða tímann, rifja upp það liðina og rifja upp hverjir voru í vinningsliðinu  og senda bréf út.  Þetta verður sko geðveikt.  Get ekki beðið eftir því að plana þetta.  Ég hugsa að þetta verði álíka skemmtilegt eins og þegar við stóðum fyrir söfnuninni fyrir börnin á kúbu áður en við fórum þangað um jólin.  Setjum gömlu slagarana í tækið og setjum þetta ferli  af stað

föðm

Dísaskvísa

Dísaskvísa, 31.3.2008 kl. 21:43

7 Smámynd: Linda litla

Gömlu slagara ?? Ertu þá að tala um Rolling Stones (rúllandi steina) ? Vonandi ekki , þar sem að ég hef aldrei fílað þá. Er ekki bara Aerosmith málið ? Eða gamla góða guns´n´roses eins og þessa gömlu daga ?? hehehe ohhhhh...... það var svo ógla gaman, já það verður gaman að vinna í þessu.

Linda litla, 31.3.2008 kl. 21:54

8 Smámynd: Dísaskvísa

Ég var einmitt að tala um það! Aerosmith,  Bon Jovi, guns´N' roses og þess háttar.  Nei guð minn rúllandi steina eða Bjöllur- við erum nú ekki svo gamlar!!!!!

He he

Dísaskvísa, 31.3.2008 kl. 21:56

9 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega, það er ekki eins og við séum með gamlan vínil með Ragga Bjarna og Rúnari Júl hehehehe er ekki alveg að höndla þá.

Ætli það sé nokkurt mál að finna þetta gamla góða lið ?? Ég meina það verðru frábært að hitta fólk eftir öll þessi ár og sjá hvort að það hafi staðnað LOL Eins og ég hehehhe

Linda litla, 31.3.2008 kl. 22:05

10 Smámynd: Dísaskvísa

Þetta verður ógó spennandi og gaman.- nei ég held að það verði ekkert mál að hafa upp á þessu fólki.  Ef við finnum einn þá veit hann annað en við og svo koll af kolli.  Hverja ertu með í huga?  Ertu komin með einhverjar hugmyndir?

Dísaskvísa, 31.3.2008 kl. 22:07

11 Smámynd: Linda litla

Það er spurning um hvaða tímabil við erum að tala um.....  það er úr svo mörgum að velja, við þurfum bara að setjast niður og ræða málin saman.

Linda litla, 31.3.2008 kl. 22:09

12 Smámynd: Dísaskvísa

Við vorum svo miklir djammarar og höfum verið að í svo mörg ár að úr nógu er um að velja LOL!!!

Reynum að hittast sem allra fyrst svo við getum byrjað að plana smá

Dísaskvísa, 31.3.2008 kl. 22:12

13 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Já þið voruð það hihihihi

Guðný Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband