Munnlega prófið búið.....

Guð minn góður!

Hvernig er hægt að vera svona bilaður..... ég fór sem sagt yfir um í prófinu.  Byrjaði á því að ég dró og fór svo inn á snyrtingu og ældi.  Kom inn byrjaði að svitna, stama og mundi ekki baun.  Horfi á kennarann minn og yfirsetumanninn, eins og ég ætti frekar að vera vistuð á Kópavogshæli en ekki að vera taka próf í skattarétti.  Stamaði og ofandaði, ruggaði mér í stólnum í einhverjar 10 mínútur á meðan þau spurðu mig út úr.  Þegar kennarinn bað um úrskurði og dómafordæmi þá sagði ég bara við hana að ég mundi ekki eftir einum einasta  dóm eða úrskurði.  Bara ekki neinum!!!!!Halló ég er í lögfræði- við lesum dóma alla daga.  Hún sagði bara " nei- nei allt í lagi vina- þú ert búin í dag"  Ég stóð upp- þurfti að nánast skríða fram því það leið næstum yfir mig- inn á snyrtingu aftur og ældi.  Kennarinn sagði samt að mér hafi gengið vel!!!!!!

Nú er skriflega prófið eftir- ætla bara að vera dugleg að læra í kvöld og fyrramálið þar sem að prófið er eftir hádegi á morgun.  Klukkan hálf sex á morgun þá er ég búin í prófum fyrir þessa önn- get varla beðið eftir að sú stund renni upp.  Þetta er búið að vera erfið törn- erfið vika en maður á eftir að uppskera ríkulega einn daginn....vona ég.

Takk fyrir stuðningskveðjurnar- yndislegt að sjá hversu marga góða maður á að!

Dísa prófkona......eða þannig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Jeminn heldur betur prófskrekkur sem hefur hrjáð þig,en þú hefur þetta ég finn það á mér..Gangi þér vel kelli mín baráttukveðjur frá Helluni

Guðný Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Linda litla

Þetta gekk sem sagt ekki of vel, en hvers vegna sagði kennarinn þá að þetta hefði gengið vel ??? Er ekki alveg að fatta.....

Heyrðu það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í dag að ég komst ekki til að hringja í þig, ég bjalla í þig á morgun. Ég lagði ferðina inn á þig, ég mudni eftir því.

Bæjó spæjó í bili honní lov ya..... kv. Linda litla tindilfætta hehehe

Linda litla, 2.4.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er smá yfirdrifið hjá þér... vonandi

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.4.2008 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband