4.4.2008 | 22:15
Gigtin er að drepa mig!!
Ég er eiginlega enn að melta það að ég sé búin í prófunum. Fór í bæinn í dag og fékk lánaðan bíl svo ég komist leiðar minna næstu daga. Bílinn minn er bilaður aftur og ég hreinlega veit ekki hvenær ég kemst í að láta laga hann- en það verður vonandi sem fyrst.
Ég er eitthvað svo meyr þessa dagana, er að reyna berjast áfram á hnefunum - en mest langar mig bara að skæla. Sitja bara og skæla þar til ég get ekki skælt meira. Ég hef enga ástæðu til að vera döpur en ég er það samt. Veit samt ekki alveg hvort það sé dapurleiki sem er að hrjá mig eða hvort að ég sé bara þreytt. Ég er eitthvað lítil í hjartanu.
Ég er að fara til gigtarlæknisins míns þann 10, ég ætla að ræða við hana um þessi lyf sem ég er á. Ég hef verið að taka krabbameinslyf og stera síðan í desember 2006. Í fyrstu fannst mér þetta hjálpa mér - og það gerði það. Smá saman hættu lyfin að virka eins og þau höfðu gert- eða að sjúkdómurinn ágerðist- og mér fór að versna aftur smám saman. Í dag fæ ég einn og einn góðan dag inn á milli. Síðast man ég eftir góðum degi í janúar. Hina dagana er ég misslæm- alla daga er mér mjög illt- finn til frá tá upp í háls við minnstu hreyfingu- haltra um eins og hringjarinn frá Notradam. Suma daga- þá er ég að drepast. Þá ligg ég í rúminu og kemst ekki hjálparlaust á klósett- geng við staf, reyni að drekka sem minnst svo að ég þurfi sjaldnar að fara á klósett. Ef einhver mundi bjóða mér það að svæfa mig eins og hin dýrin þá mundi ég þiggja það með þökkum á slíkum dögum.. Ég mæti samt alltaf í skólann- misvel upplögð þó hehe.
Ég finn að ég er að missa hreyfigetuna - ég á orðið erfitt með að opna krukkur, hneppa tölum, keyra beinskiptan bíl og svona gæti ég talið áfram.
Ég og læknirinn minn- sem er frábær- reyndum að fá undanþágu til að fara á sprautulyf sem ég sprauta mig sjálf með á 2 vikna fresti. Þetta eru dýr lyf- ég veit það. Landlæknisembættið synjaði beiðni minni- ég er ekki búin að vera nógu lengi á hinum lyfjunum- þau gætu farið að virka!!!!
Af sterunum fæ ég allskyns aukaverkanir og af krabbameinslyfjunum- úffff- þær nætur sem ég tek þau þá vakna ég næsta dag eins og undin tuska- dauðþreytt og illt allsstaðar- meira að segja í blóðinu líka.
Ég ætla að biðja læknirinn minn að reyna við þessa undanþágu aftur- ef ég fæ synjun aftur þá ætla ég að hætta á hinum lyfjunum og reyna að fara óhefðbundnar leiðir ( sem ég hef verið að gera með þessum lyfjum sem ég er á núna). Satt best að segja þá sé ég ekki tilganginn með því að gúffa í sig þessum sterku lyfjum sem eyðileggja hitt og þetta í skrokknum - ef ég er ekki að fá meira út úr þeim en einn góðan dag á 4 mánaða fresti. Ég er þreytt.
Ég á bráðum afmæli- Þetta verður afmælisgjöfin til mín frá mér.
Hafið það gott bloggvinir mínir og aðrir sem koma hérna við,
Dísaskvísa
Athugasemdir
Æj það vita fæstir nema hafa reynsluna hvernig er að vera undirlagður af gigt.
Það er alveg skelfilegt. Skítt með kellingar eins og mig en ég tek út fyrir að sjá svona unga stúlku þjást af þessu.
Knús
Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 22:23
Já kjéllingin mín, þú ert alveg að verða 35 ÁRA.. þá er ekki nema 1 ár á milli okkar.
Linda litla, 5.4.2008 kl. 12:50
Ó ertu að verða 35 oki,hélt sko þú ert svooooo ungleg,
En allavega láttu þér líða vel krúttý púttýið mitt
Guðný Einarsdóttir, 5.4.2008 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.