9.4.2008 | 23:33
Lífið er algjört missó!
Þessa dagana er ég að vinna misserisverkefni. Við verðum í því til 21. apríl en þá eigum við að skila þeim (og við fáum einkunnirnar úr prófunum!!!!). Síðan taka við málsvarnir. Þetta er skemmtilegur tími þar sem skólalífið umbreytist algjörlega. Hver hópur hefur sína aðstöðu- sumir hópar eru komnir með hægindastóla, kaffikönnur og blóm í sínar aðstöður. Þarna hírist fólk næstu vikurnar. Ég er í mjög fínum hóp, krakkarnir eru rosalega klárir og duglegir. Við eigum eftir að rúlla þessu upp. Ég var einmitt að pakka niður fyrir morgundaginn- ætla að taka með mér 6 bolla og fínu kaffikönnuna mína og setja upp í aðstöðunni okkar. Reyna að hafa þetta svolítið heimilislegt hjá okkur.
Það var hringt í mig í dag- gigtarlæknirinn minn er veikur og tímanum mínum frestað um óákveðin tíma- þau munu hafa samband við mig til að setja niður nýjan tíma.......URRRRRGGGG- Ég sem var orðin svo spennt að fara á morgun og ræða við læknirinn. Svona er lífið- minn tími mun samt koma. Vona að það verði samt sem fyrst þar sem ég er búin að vera verulega slæm síðustu vikurnar og þarf virkilega að fara að fá breytingu á því. Þessu fylgir líka svo mikil þreyta- ég dregst áfram á einhverju sem ég veit ekki hvað er eða hvaðan það kemur.
Nóg í bili- ég ætla að fara að kúra mig og lesa smá í bókinni sem ég fékk í jólagjöf og hef ekki enn haft tíma til að lesa. Ég ætla svo á morgun að ákveða hvernig ég ætla að haga helginni. Mig langar að gera eitthvað en veit bara ekki alveg hvað. Kemur í ljós á morgun eða svo. Hafið það gott kæru vinir.
Dísa "in missó
Athugasemdir
Jæja, það er amk farið að róast hjá þér og þér veitir ekkert af því að hvíla þig aðeins.
Vonandi færðu einvhers staðar lánaðan bíl um helgina svo þú getir aðeins kíkt á lífið í borginni, það væri frábært að fá þig í heimsókn. Það er svo langt síðan við hittumst að við getum örugglega kjaftað endalaust.
Annars bara hafðu það gott dúlla mín og heyrumst.
Linda litla, 10.4.2008 kl. 00:03
Láttu þér líða vel,þú ert svoooo mikil dúlla
Guðný Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 00:03
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 07:24
Gangi þér vel honí. Ég er viss um að aðstaðan verði ofsalega kósí með þig innanborðs. Knús á þig duglega dúllan mín
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:17
Sjaldséðir hvítir hrafnar Arna mín!! Gott að sjá að þú sért enn á meðal oss- ofsalega sakna ég þess að fá ekki færslur til að lesa á blogginu þínu!!
Hvernig gengur skólinn? Þú lætur mig bara vita ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað með
Kærleikskveðja á þig og á ykkur öll- takk fyrir innlitin og kveðjurnar
Dísan
Dísaskvísa, 10.4.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.