Æ-i ég er svo ánægð!

Vinur minn hann Chris er komin aftur til landsins en hann hefur verið bæði út í USA og Thailandi.  Ég er búin að sakna hans óskaplega og varð voðalega glöð þegar ég heyrði í honum í dag.  Það var svo gott í honum hljóðið- hlakka til þegar ég fæ tækifæri til að hitta hann, vonandi sem fyrst.  Ferðin hans hefur verið þvílíkt ævintýri og það verður gaman að fá söguna beint í æð en hann er einn sá besti sögumaður sem ég hef hitt.  Hann glæðir sögunum svo miklu lífi og lýsir öllu svo vel að það liggur við að maður finni lyktina og bragðið af matnum, fái ofbirtu í augun af ljósunum og heyri hvert hljóð með sínum eigin eyrum.  Bara æðislegt- enda trúi ég því að Chris sé af öðrum heimi...hann er svo spes, góður og fallegur

Hlakka til að hitta hann og alla aðra vini mína sem ég hef ekki haft tækifæri á að hitta í mjööög langan tíma.

Dísaskvísa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Lóan er komin,þá hlýtur vorið að vera nálægt,og nú ferð þú að geta farið ferða þinna án þess að eiga það á hættu að festast einhversstaðar eða skriplast útaf,gangi þér vel í skólanum,og eigðu góðan dag mín kæra Dísaskvísa

Guðný Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Getur þessi vinur þinn skrifað... blogg??

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 16:39

3 Smámynd: Linda litla

Frábært að Chris er komin heim. Vonandi færðu þá tíma hjá honum fljótlega, þú ert svo mikið betri í skrokknum þegar þú ert búin að fara til hans.

Og ég er sammála því....... hann er FALLEGUR

Linda litla, 10.4.2008 kl. 17:18

4 Smámynd: Linda litla

HÚN Á AFMÆLI Í DAG

HÚN Á AFMÆLI Í DAG

 HÚN Á AFMÆLI HÚN VIGGAAAAA

HÚN Á AFMÆLI Í DAG

HÚN ER 35 Í DAG

HÚN ER 35 Í DAG

HÚN ER 35 HÚN VIGGAAAAA

HÚN ER 35 Í DAG!!!!!

Til hamingju með daginn elsku vinkona, hlakka til að fá þig til mín um helgina. kossar, knús og mörg föðm

síjú beibí.....

Linda litla, 11.4.2008 kl. 02:56

5 Smámynd: Dísaskvísa

He he

Takk fyrir

Dísaskvísa, 11.4.2008 kl. 09:48

6 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Kveðja, Lovísa.

Lovísa , 11.4.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband