Minn á afmæli í dag

JÁ Dísin á afmæli í dag- er orðin 35 ára hvorki meira né minna.  Ég trúi því að maður eigi alltaf að prufa eitthvað nýtt á afmælisdaginn sinn.  Ég hef gert allskyns hluti á þessum degi-alltaf eitthvað nýtt.  Þó að námslánin dugi skammt þá ákvað ég að láta það ekki stoppa mig í upplifelsinu og ákvað því að borða morgumatinn minn við eldavélina en ekki eldhúsborðið og svo ætla ég að láta draga drulludrossíuna mína í bæinn seinnipartinn svo hún geti fari undir læknishendur- gaman!!! 

Ég mætti hljóðlega í skólann- ætlaði ekki að láta á neinu að bera en þá beið mín kaffi, meðlæti og gjöf á borðinu mínu!!!! Anna skvís hafði sem sagt ekki gleymt þessu og gerðist svona sæt.  Við stöllurnar ákváðum að taka okkur frí í tilefni dagsins.......- jæja ok-  kannski ekki eingöngu í tilefni dagsins heldur er hún Anna að fara í bæinn að sækja kærastann sinn sem er að koma frá Egilstöðum.  Við ætlum eins og fyrr segir að nota tækifærið og fara með bílinn minn  Ætla að vera hjá Lindu og hafa það gaman.  Hlakka mikið til að geta kjaftað við hana og hlegið þar til við getum ekki meir.  Hummmm......kannski að ég ætti að biðja hana um að koma með mér til útlanda- getum rölt Laugaveginn og talað útlensku og þóst vera til dæmis í .....Amsterdam ....Köben eða London.  Við höfum stundum gert þetta og þetta svínvirkar- maður kemur heim alveg endurnærður eins og maður hafi verið í útlöndum í alvörunni.- Ógeðslega gaman....og ódýrara.  Maður er heldur betur orðin hagsýnn á að lifa af námslánum he he he!!

Jæja njótið dagsins og helgarinnar- ég veit að ég ætla að gera það!!!

Dísaskvísa hagsýni útlandafarinn!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með afmælið skvís

Ragnheiður , 11.4.2008 kl. 12:24

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

 Smelltu hér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.4.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

PS Eftir að ég er búin að lesa færslur sem eru skrifaðar á svörtum grunni, sé ég hvítar doppur í hálftíma...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.4.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með daginn einu sinni enn. Velkomin til Reykjavíkur til okkar. Já við skulum sko eiga góða helgi í útlöndum, annars hefur mig lengi langað til Indlands.... hvernig líst þér á það ??

Eigðu góðan afmælisdag.

Linda litla, 11.4.2008 kl. 15:35

5 Smámynd: Mín veröld

Til lukku skvís

og svo breita prófílnum hehehehe

Mín veröld, 11.4.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með afmælið þó seint sé

Dísa Dóra, 12.4.2008 kl. 10:06

7 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Til hamingju með afmælið í gær!

En erindi mitt var í raun annað, ég sá að þú kommentaðir á bloggið hjá mér.. Hver ertu eiginlega? Ég kannast eitthvað við þig..

Kv. Kolla.

Kolbrún Jónsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:58

8 Smámynd: Dísaskvísa

Takk fyrir allar þessar fallegu afmælisóskir- ég átti góðan dag í faðmi vina og vandamanna.

Kolla- ég rakst inn á síðuna þína í gegnum komaso, sá að þú varst að tala um að þú ættir 20.mánaða afmæli og vildi óska þér til hamingju- Ég held að við þekkjumst ekki.  Ég verð bara alltaf svo ánægð að heyra þegar fólk nær árángri og vildi því segja þér frá því.

Kveðja, Dísaskvísa

Dísaskvísa, 13.4.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Heyrðu, getur verið að þú hafir unnið í Krambúðinni á Skólavörðustíg?

Ég hef allavega séð þig einhversstaðar, það er á hreinu :)

Kolbrún Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband