Frábær helgi

Ég er búin að eiga þessa líka fínu helgi.  Ein þeim betri í mjööög langan tíma.  Fór í bæinn- dvaldi hjá Lindu vinkonu.  Hún tekur alltaf svo vel á móti manni.  Þessa helgi hef ég hitt svo mikið af fólki sem ég hef bara ekki hitt í rosalega langan tíma.  Arna kíkti á Lindu um helgina og ég var svo heppin að vera stödd þar á sama tíma og fékk því tækifæri á að hitta hana líka.  Gulla kíkti á mig á laugardaginn- færði mér rós í tilefni dagsins- rosalega sæt í sér.  Ég hafði ekki séð Gullu síðan ég man ekki hvenær. 

Laugardagskvöldinu eyddi ég með Þórdísi systir- já ég sagði með Þórdísi systir- meira að segja heima hjá Þórdísi.  Ástæðan er einföld- hún er viss um að konan hans Adem sé flutt úr götunni þannig að nú aftur heimsótt systur mína án þess að eiga hættu á að hitta Hitler 2 eða eiga hættu á að vera ásökuð um að vera að "stalka" fólk sem ég veit akkúrat ekkert um.  Vonum að þetta sé rétt hjá henni Þórdísi.  Vorum sem sagt hjá henni í Bröttukinn, nutum þess að borða saman margréttaðan kvöldverð.  Þeir sem voru þarna samankomnir var öll fjölskyldan hennar Þórdísar, Hafdís frænka, Chris, Matt, Susan og ég.  Það var svo dásamlegt að sitja þarna í rólegheitunum og í afslöppun- spiluðum til að verða 3 um nóttina en þá var drifið sig í ból.  Yndislegt kvöld.

Í morgun vaknaði ég frekar illa haldin í skrokknum.  Fékk símtal þar sem Denni bróðir og Hulda konan hans buðu mér og Þórdísi í svona Brunch.  Það var æðisleg stund, svoooo langt síðan ég hef haft tíma í svona.  Fór svo í smá verslunarleiðangur með Hafdísi frænku. 

Þessi helgi verður mér mjög minnisstæð þar sem ég hef ekki getað leyft mér að eyða svona stundum með fjölskyldu eða vinum í nokkuð langan tíma.  Ég verð eiginlega alveg klökk þegar ég sé og finn hversu góða ég á að og að þessir aðilar skuli leggja sig fram til að gleðja mann.  Takk öll- takk Þórdís, Denni, Mamma, Hafdís, Þórhildur og Linda og allir aðrir sem eru hluti af lífi mínu.

Öll næsta vika fer í að vinna misserisverkefnið okkar, við eigum sem sagt að skila á mánudaginn eftir viku- skil eru kl. 12 á hádegi en á sama tíma fáum við einkunnirnar úr prófunum- OMG hvað mér kvíður mikið fyrir, en jæja- ég reyndi mitt besta og betur getur maður víst ekki gert og hananú sagði hænan þegar hún lagðist á fjandans bakið.

Eigið góða nótt kæru bloggvinir og aðrir innlitsgestir.

Dísaskvísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég er svoooo sammála þér, ehlgin var rosalega góð. Það er frábært hvað þú ert búin að eyða miklum tíma með fjölskyldu þinni líka um helgina, ég vildi að mín fjölsk. myndi nenna að eyða svona tíma með mér......

Næsta vika á eftir að ganga vel hjá þér, efast ekkert um það.

Jæja, það líður að háttatíma. Hittumst sprækar á sms á morgun.

Kv. Linda litla

Linda litla, 13.4.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Linda litla

HAHAHAHAHA sorry, þetta átti að vera " hittumst hressar á MSN á morgun , ekki sms LOL "

Linda litla, 13.4.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Dísaskvísa

Ég skildi þig fullkomnlega

Þekki þig það vel að ég get lesið í gegnum þetta- enda á leiðinni að gefa út Bifrastarorðabókina mannstu.  Já við hittumst á MSN í fyrramálið- sofðu vel mín kæra

Dísaskvísa, 13.4.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Hæ og takk fyrir síðast gaman að hitta á þighafðu það gott mín kæra (gamla hihi)

Guðný Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband