23.4.2008 | 23:52
Skoðanir á hlutunum- held ekki!
Ég hef verið að vinna með 5 yndislegum manneskjum í misserisverkefni. Skýrslan hefur litið dagsins ljós og er held ég fín. Við eigum að verja hana á föstudag. Vörnin fer þannig fram að við höldum framsögu um skýrsluna í 25 mínútur, fáum 5-8 spurningar frá kennurum, tökum hlé í 15 mínútur meðan við undirbúum okkur og síðan hefst eins og hálfs tíma yfirheyrsla. Auðvitað þurfa allir að misserismeðlimir að taka þátt og ég er þar engin undantekning.......nema hvað þá er ég náttúrulega mjööög kvíðin fyrir þetta.
Ég veit að þetta hljómar skrýtið, ég á bara svo erfitt með að standa upp og tala fyrir framan fólk. Það skiptir engu hvort það séu 2 eða 300 aðilar - ég bara kem engu frá mér í svona aðstæðum. Hópurinn sem ég er að vinna með samanstendur mest megnist af ungu fólki- kláru fólki - sem veit hvað það er að gera og hvað það vill. Eðlilega skilja þau ekki þessa meinloku mína.
Þau spyrja mig spurninga eins og "Hvað er að þér?" eða "Hvar er sjálfstraustið og trúin á sjálfri þér?"
Hvað getur maður sagt þessu unga fólki?
- Sjálfstraustið - já það var lamið úr mér, Brotið- fjarlægt- eyðilagt með ljótum grimmum orðum og sterkum hnefa. Það var brotið þar til ekkert var eftir nema tómið. Skoðanir mínar gróf ég svo djúp að enn hef ég ekki skoðanir á hlutunum- jú vissulega hef ég einhverjar skoðanir djúp innra með mér- en að þessar skoðanir fái að líta dagsins ljós- svo aldeilis ekki- aldrei, er ekki viss um að ég geti tekið afleiðingunum. Tilfinningar mínar- þær eru mínar og eingöngu mínar- ég læt þær ekki í ljós. Og það að ég eigi að standa fyrir framan fólk......ég sem get ekkert gert rétt, ég sem ekkert get sagt rétt, ég þessi ljóta, vonda, heimska, feita ömurlega manneskja- á ég svo að standa upp og tala fyrir framan hóp af fólki.....einmitt
Auðvitað segi ég þessu unga fólki ekki neitt- yppti bara öxlum og brosi og segi eitthvað á þessa leið
"Ég veit ekki hvað er að mér- ég bara verð svona stressuð og er bara að reyna að taka á því"
Innra með mér er ég hins vegar döpur. Ég þarfnast þess svo að komast yfir þetta- byggja upp sjálfstraust mitt. Líf mitt lék í höndunum á mér hér áður fyrr- ég tók ákvarðanir, stóð við þær og framkvæmdi. Núna er ég á flótta- á flótta undan sjálfri mér. Á flótta því ég er tóm- flótta undan því að taka ákvarðanir- ég veit að ég get ekki staðið við ákvarðanirnar og því er betra að flýja.
Ég verð að finna leið til að trúa- trúa á sjálfa mig- ég verð að finna leið frá þessu niðurrifi. Undarlegt að ég hafi haldið áfram þessu niðurrifi sem Hr. Hnefi byrjaði á. Hann var óspar á niðurrifið- en þegar hann fór út úr myndinni þá hélt ég hinsvegar bara áfram.
Ég er svo týnd- þekki ekki sjálfa mig. Stundum finnst mér glitta í mig innan undir grímunni, brynjunni og þá fyllist ég von. Auðvitað á ég eftir að koma vel undan þessu- þarf bara tíma, kjark til að þora að koma út og vera ég sjálf. Þora að vera ég sjálf, með mínar skoðanir, með mínar langanir, með mínar þarfir og þar frameftir götunum. Það verður minn stærsti sigur.
Æ-i þetta er bara einn af þessum dögum- þar sem ég er döpur- ein með hugsunum mínum. Ánægð yfir því að vera ein - því það þýðir að ég er lifandi- og þarf ekki lengur að óttast um líf mitt og limi.
Kærleikskveðja
Dísaskvísa
Athugasemdir
hæ, það tók á mig að lesa bloggið þitt og ég finn innilega til með þér, ég er svona sjálf, líður nákvæmlega einsog þú orðaðir það. En mig langar að benda þér á eitt, ég sé á aðalsíðunni þinni að þú ert í lögfræði námi, ég veit ekki um neinn í því námi sem er misheppnaður, þú ert dugleg, það tekur auðvitað tíma að græða sárin sem þessir menn/konur gera okkur, orð eru verri held ég en höggin, það tekur ekki svo langan tíma að heilaþvo mann þannig að maður trúi því sem ofbeldismaðurinn/konann seigir manni. En það tekur langan tíma að leiðrétta þetta aftur ef það er þá hægt, en haltu áfram stelpa. Það mun ganga vel hjá þér að ljúka þessu verkefni í þínu í skólanum..............
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 24.4.2008 kl. 07:07
Gleðilegt sumar Dísaskvísan mín
Guðný Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 14:25
Núna er sumarið komið Vigga mín og þúnotar það til þess að takast á við erfiða hluti. Þú heldur áfram þar sem frá var horfið, ferð í viðtöl hjá kvennaathvarfinu og jafnvel til sálfræðings. Ég stend 100 % með þér í þessu. Og þú veist það líka að ef að það er eitthvað sem að ég get gert, þá lætur þú mig bara vita. Ég er alltaf til staðar fyrir þig, dúllan mín.
Hafðu það gott og haltu áfram að láta þér ganga vel. kossar og 7 föðm og 8 störkum. lov ya Linda litla.
Linda litla, 24.4.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.