Toppbyrjun á sumri

Málsvörn er lokið og ég er svo ánægð með sjálfa mig. 

Í dag tók ég stórt skref fram á við, í minni framför til betra lífs.  Ég BAUÐST til þess að halda annan hlutann af kynningaræðunni okkar í málsvörninni.  Það voru um það bil 25 manns í salnum, ég stóð upp og hélt sem sagt þessa ræðu.  Allir hrósuðu mér fyrir að hafa verið pollköld, róleg, yfirveguð, skýrmælt og að ég hafi gert þetta vel.  Að auki bauðst ég til þess að fara með þakkirnar í lok málsvarnar þannig að ég tók tvo skref fram á við í raun hehe.

Málsvörnin var sem sagt í dag kl 14:00.  Við mættum öll uppábúin og fín, til í slaginn.  Við biðum eftir að sjá hverjir yrðu yfirsetukennarar okkar, vorum búin að spæja svolítið Police og vorum nokkuð viss um að við fengjum forseta lagadeilda og annan kennara til.  Það var því nokkuð áfall á að sjá sjálfan Sigurð Líndal lagaprófessor og einn helsta fræðimann á sviði lögfræði sem Ísland hefur alið af sér ganga í salinnErrm.  Held að mér sé óhætt að segja að salurinn lýstist þó nokkuð upp þar sem liturinn rann úr andliti hvers meðlims hópsins.  Hjartað mitt nánast stoppaði og ég fann hvernig hnúturinn í maganum stækkaði um allan helming.  Spurningin var hvort við myndum verða "grilluð eða djúpsteikt"!!!  Við fengum kosti og galla á verkefninu upplesna í heyrandi hljóði - síðan fengum við sex spurningar frá kennurum.  Við fengum 15 mínútna hlé til að undirbúa svör okkar, sem við síðan tókum til við að svara af eins mikilli nákvæmni og okkur var mögulegt.  Fengum síðan 7 spurningar frá viðveruhóp sem okkur tókst að svara ágætlega.  Þar með var málsvörninni lokið og við fengum góða umsögn og einkunnina 8 sem er bara mjög gott.  Ég er ánægð með þetta.

Ætla að nota helgina til að slappa af og eiga smá tíma með sjálfri mér- þarf að vísu að lesa tæpar 200 bls í skaðabótarétti fyrir mánudagsmorgun þar sem að ný önn hefst þá.  Í kvöld ætla ég hins vegar að gera ekki neitt, vera bara með tærnar upp í loft og puttana á fjarstýringunni.  Keypti mér fullt af góðgæti til að gæða mér á í kvöld!!! 

Getur lífið orðið betra?

Kveðja

Dísa í orlofi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Dugleg varstu ! Innilega til hamingju...

Ragnheiður , 25.4.2008 kl. 22:17

2 identicon

Gvuð hvað ég er stolt af þér!!!! þetta er náttúrulega bara geðveikt að heyra! þú ert snillingur!!! Til hamingju krúsin mín....þetta er frábært að heyra..

Njóttu þess að vera til í kvöld.

Dísin á spáni 

Spánardísin (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Linda litla

Frábært hjá þér, það er geðveikt ef að þú ert að geta tekist á við þetta sjálf. Um að gera að njóta kvöldssins með tærna upp í loft.

Ég vona að þú komist í afmælið á sunnudaginn til okkar.

Hafðu það gott.....

Linda litla, 25.4.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Frábært hjá þér,það leinist ofurkona þarna fyrir innan hjá þér

Hafðu það gott um helgina sem endranær..Dísaskvísa ofurkona

Guðný Einarsdóttir, 26.4.2008 kl. 09:23

5 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Innilega til hamingju með Þetta. miðað við hvað ég hef lesið eftir þig að þá var það allveg vitað fyrir framm að þér tækist þetta með prýði, ég held ennþá að fólk viti allveg hvað þú getur, það er bara þú sem efast um hæfni þína, (ég er ekki að smjaðra samt fyrir þér) þú settir athugasemd hjá mér og þakkaðir mér fyrir að commenta þig, heiðurinn var mín meigin.

Mig langar samt að segja þér að ég veit allveg hvernig þér líður, hef verið og er kanski enn á þessum stað, Ég er öryrki sökum kvíða og þunglyndis. Haltu áfram og skemmtu þér við að lesa þessar 200bls  í skaðabótarétti. gætir þurft á vitneskjunni að halda, til að fá skaðabætur fyrir að þurfa að lesa  svona mikið. hehe

það er mér heiður að verða blogg vinkona þín.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 27.4.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband