27.4.2008 | 19:06
Bjartir tímar
Ég elska vorið - ég elska sumarið - ég elska birtuna og góða veðrið. Ég finn af ég er miklu léttari og á mun auðveldara með allt, eftir að það fór að birta. Nú vaknar maður í björtu og það er bjart fram eftir öllu. Yndislegt.
Ný önn hefst á morgun, ég hef eytt hluta af helginni í að lesa, skoða glærur, verkefni og í að plana önnina. Síðan hef ég bara slappað af- fór meira að segja í heitu pottana í morgun.
Ég hef gefið sjálfri mér það loforð að fara standa við allt það sem ég hef ætlað að gera fyrir sjálfa mig en ekki látið verða að. Dæmi um þetta er eftirfarandi:
Huga betur að heilsunni
Standa við gefin loforð ( sem ég hef gefið sjálfri mér)
Læra að meta sjálfa mig að verðleikum
Hætta að láta mig alltaf sitja á hakanum
Hætta meðvirkninni sem ég er svo dugleg í að viðhalda
Nýta sumarið í frábæra hluti
Prufa eitthvað nýtt í hverjum mánuði - Af nógu er að taka- sem dæmi má nefna
Ganga á Esjuna
Ganga á Grábrók
Fara upp að Glym
Ganga Löngufjörur
Læra köfun
Læra meira í leirkerasmíðinni hjá henni Steinku minni
Þetta er sem sagt planið fyrir næstu vikur og eins og sjá má ætla ég sem sagt bara að njóta þess að vera til í allt sumar. Ég ætla að taka líf mitt föstum tökum og njóta þess. Ég ætla að eyða góðum tíma í sumarbústaðnum með vinum og vandamönnum í sumar- en fyrst og fremst ætla ég að standa með sjálfri mér. Ég er hætt að flýja- nú ætla ég að snúa mér við og horfast í augu við það sem ég óttast og allt það sem mér þykir erfitt að standa frammi fyrir. Þetta er áskorun á sjálfa mig!!
Ég get varla beðið!!
TIL ATLÖGU-DÍSA!!!!!!
Athugasemdir
Frábært hjá þér að gefa sjálfri þér loforð,það er líka áskorun fyrir þig...Gangi þér vel með þetta allt saman Dísa mín
Ertu búin að ganga á Heklu???
Guðný Einarsdóttir, 27.4.2008 kl. 19:59
Ég er sammála þér Vigga. Sumarið er tíminn, ég elska þennan árstíma. Ég ætla líka að vera rosalega dugleg í sumar. Sérstaklega í hreyfingu, ég fékk hjól í gær sem ég er að kaupa af Ásdísi bloggvinkonu á Selfossi og ég get varla beðið eftir því að eyða sumrinu í hjólreiðar með Kormáki.
Linda litla, 28.4.2008 kl. 08:58
Flott plan hjá þér fyrir sumarið, ég bið þig samt að fara ekki fram úr sjálfri þér, það er svo sárt ef maður ætlar sér of mikið og fellur síðan á því, Það er gott að þú vaknar hress núna, sólin og sumarið eru yndislegast tími ársin, en verum samt rólega, það hefur áður verið sumar og það mun koma aftur sumarið. Ég reyndar vaknaði þannig á sumardaginn fyrsta við það að sólin kítlaði nebban það var yndislegt, ég stökk á fætur og það sem ég þurfti að passa mig, mér datt í hug að henda kuldafötum vetrarins inn í kompu, rífa upp stuttbuxurnar, taka ábreyðuna af grillinu og.sfr, en ákvað síðan að vera niður á jörðinni, það þarf ekki allt að gerast í dag. Hafðu það gott
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 28.4.2008 kl. 14:17
bæ
Korri cool (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:46
Frábær plön fyrir sumarið - gangi þér vel með þau
Dísa Dóra, 29.4.2008 kl. 09:50
Mér list vel á þetta hjá þér.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.4.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.