14.5.2008 | 00:46
Ég hljóp mér til lífs
Það var á fjórða degi sem ég tíndi mig saman og fór á fætur. Það var komið að því ég varð að enda þetta. Ég gat ekki meir- átti ekki meira til, fann ekki meir- ég var algjörlega búin á því. Mér var sama hvað sambýlismaðurinn mundi gera mér, en ég bað upp til Guðs að hann mundi hlífa fjölskyldunni minni. Þessi fyrrum sambýlismaður minn er frá Bosníu og er fyrrum hermaður. Hann fékk þjálfun í að drepa fólk, hann fékk þjálfun í að pynta fólk og það sem verra er- hann nýtur þess til ystu æsar. Hann hafði svo oft hótað að ganga frá mér og fjölskyldu minni. Í mínum óttaslegna huga trúði ég því (og trúi því reyndar enn) að hann sé fær um að gera slíka hluti-án þess að blikna.
Ég fór fram í stofu þar sem hann sat í tölvunni - í sínum drápsleik- ég talaði við hann á rólegum og lágum nótum. Ég bað hann um að gera það sem hann hafði sagst ætla að gera í svo langan tíma- að flytja sem lengst frá mér. Þar sem hann væri svona óhamingjusamur með mér, þar sem hann vildi ekki vera með mér lengur og þar sem hann hafi svo oft talað um að hann væri að leita sér að húsnæði til að komast frá viðbjóðnum mér þá væri best ef hann mundi gera það sem fyrst. Ég hefði ekki áhuga á að vera með manni sem bæri slíkar tilfinningar til mín og því þætti mér vænt um ef hann gæti fundið sér annan samastað sem allra fyrst. Sambýlismaðurinn, sem hafði einungis ýtt heyrnartólin frá öðru eyranu til að hlusta, glotti og sendi mér fingurinn. Þegar ég stóð upp af sófanum til að ganga í burtu þá sá ég hann koma fljúgandi þvert yfir stofuna. Hann lenti harkalega á mér og ég skall í gólfið og lá föst undir honum. Höggin dundu á mér Mér var sama - svo lengi sem fjölskyldu minni yrði hlíft. Þegar ég sá í augun á honum..........þá vissi ég að þessu var lokið. Ég hef aldrei séð þvílíka grimmd áður, andlit hans var afmyndað af grimmd- ég vissi að hann mundi ekki hætta fyrr en ég lægi í valnum.
Á þeirri stundu kviknaði lífsviljinn í mér. Ég heyrði skyndilega sjálfa mig öskra af öllum lífs- og sálarkröftum, ég öskraði í von um að nágrannakona mín mundi bjarga mér eina ferðina enn, ég öskraði í von að einhver vegfarandi mundi heyra í mér, ég öskraði í von um að halda lífi.......Ég heyrði hins vegar engin sírenuvæl í fjarska eins og ég hafði svo oft heyrt áður það var engin að koma að bjarga mér í þetta sinn. Ég var ein- ég var dauðans matur. Í einhverjar sekúndur hvarflaði að mér að gefast upp- láta undan- leyfa honum að klára mig af..........Lífsvilji minn lét aftur á sér kræla- nei....Nei.......NEI, hann skyldi ekki fá að ganga frá mér dauðri þennan dag....REYNDAR SKYLDI HANN ALDREI FÁ AÐ GANGA FRÁ MÉR DAUÐRI......ALDREI.........ALDREI
Ég veit ekki hvernig ég komst undan þunga líkama hans, en einhvern veginn tókst mér það engu að síður. Ég náði að ýta honum frá mér, ég náði að komast armslengd frá honum en hann náði í hárið á mér og ríghélt mér. Ég man að ég hugsaði Ég slít mig lausa þó ég þurfi að rífa af mér höfuðleðrið- hann skal ekki ná að ganga frá mér. Ég rykkti höfðinu til hvað eftir annað þar til ég hafði slitið mig lausa- hann stóð með hendurnar fullar af hári. Hann náði í annan fótinn á mér- ég náði hins vegar taki á hurðagaflinum og ég rykkti fætinum til þar til ég losnaði- ég var laus..........Ég hljóp ég hljóp til frelsis- ég hljóp mér til lífs.
Ég hljóp eins og hræddur héri beint af augum, á sokkaleistunum, ég hljóp þar til ég var fullviss um að hann væri ekki á eftir mér- þá faldi ég mig niður í Laugardal. Seint um kvöldið sneri ég tilbaka og tók mér skjól í bílnum mínum. Mér hafði lærst að skilja hann ávallt eftir ólæstan. Ég var ekki með peninga, ekki með lykla, ekki með síma- ekki neitt.
Sambýlismaðurinn koma einu sinni að bílnum, talaði við mig gegnum lokaða rúðu og læsta hurð. Hann sagði að mér hafi verið nær að tala svona til hans, ég skyldi nú drullast inn og læra að haga mér- annars væri honum að mæta. Ég leit blákalt framan í hann - sagði honum að taka sitt hafurtask og koma sér út á stundinni, því það fyrsta sem ég mundi gera næsta dag væri að fara til lögreglunnar og kæra hann. Ég sat alla nóttina í bílnum- þorði varla að depla auga. Var hrædd um að hann mundi brjóta rúðuna í bílnum eina ferðina enn og ná mér.
Næsta morgun pakkaði sambýlismaðurinn saman og fór. Ég trúði því varla. Ég rauk inn í íbúðina mína- eins og ég bjóst við þá lá dótið mitt á tjá og tundri, búið að brjóta sumt og skera föt í sundur, mér var sama. Skyndilega heyrði ég útihurðina opna...... ég hafi ekki gengið ekki úr skugga um að hann hafi skilið eftir lyklana. Hann kom inn- vopnaður veiðihnífnum sínum - gekk að mér- stillti mér upp við vegg, hélt hnífnum nálægt háls mínum og sagði mér að þegar hann færi að stráfella fólk þá mundi hann byrja á mér. Að því loknu gekk hann út!!!!!!
ÉG TRÚÐI ÞESSU EKKI- ÉG VAR SIGURVEGARI- ÉG VAR LAUS.......ÉG .......VAR .......hrædd!
Ég var reyndar skelfingu lostin, ég hringdi í stóra bróður minn og bað hann um að lána mér verkfæri til að setja upp keðjulás á hurðina. Þessi ótrúlegi stóri bróðir minn og konan hans voru mætt á staðinn innan fárra mínútna. Hann fór með mig upp á spítala. Hann hvatti mig til að fara til lögreglunnar og kæra manninn- sem ég gerði. Þessi stóri bróðir minn var mættur heim til mín kl 17:15 á hverjum degi og vann við að laga skemmdirnar í íbúðinni sem sambýlismaðurinn hafði skilið eftir sig. Þetta var hans leið til að sýna mér stuðning og styrk. Við unnum hörðum höndum við að koma íbúðinni í íbúðarhæft ástand, það tókst að lokum og ég leigði hana út frá byrjun júní. Ég hugsaði lengi hvernig ég gæti endurgreitt þessum ótrúlega stóra bróður mínum og hans ótrúlegu konu fyrir alla aðstoðina - að lokum fann ég leið til þess- ég gaf þeim hjónum gjafabréf til Evrópu- hvert sem þau vildu fara.
Ég lét lítið fyrir mér fara, hélt mig að mestu upp í bústað þar sem íbúðin var komin á leigu- ég lánaði líka bílinn minn, var mikið ein, sleikti sárin og tók til í höfðinu á mér. Um miðjan júní tók ég ákvörðun um að fara af landinu í nokkra mánuði á meðan þetta gekk yfir- ég held að það hafi verið það eina rétta. Þessi fyrrum sambýlismaður minn kom margoft - trekk í trekk heim til mín að leita að mér með allskyns hótanir í minn garð og annarra. Hann var með aðdróttanir um hluti sem ég átti að hafa gert á hans hlut á meðan ég var fjarri. Ég hins vegar slökkti á símanum lét mig hverfa í dágóðan tíma.
Smám saman hef ég verið að tína upp brotin, finna sjálfa mig, læra að treysta fólki, læra að treysta á mig, læra að þykja vænt um mig. Ég mun aldrei snúa aftur í íbúðina mína, hún mun fara á sölu- ég get aldrei búið þar - í mínum huga er hún fangelsi. Það skiptir ekki máli, ég mun kaupa aðra og gera hana að minni og vera þar örugg. Ég mun byggja mér þar örugg heimili.
En það sem er mikilvægast af öllu er þetta-Ég er laus- ég er sigurvegari
Þessi dagur fyrir ári síðan var minn mesti hamingju- og happadagur- allt hið slæma sem á undan hafði gengið ......skiptir ekki lengur máli því ég er sigurvegari.
Ég tek framtíðinni opnum örmum, því ég er laus, ég er frjáls, ég er á lífi og ég er sigurvegari. Það líður ekki sá dagur að ég þakki ekki Guði fyrir að vera laus við þennan mann, þakki fyrir að vera á lífi.
Dísa
Athugasemdir
Sigurvegarinn mikli, til hamingju með að hafa endurheimt lífið þitt og þig sjálfa. Það var ekki sjálfgefið.
Ragnheiður , 14.5.2008 kl. 09:23
Þú ert svo sannarlega sigurvegari. Kona með mikinn styrk og kona sem hefur lært að standa með sjálfri þér. Þannig eru sigurvegarar
Til hamingju með nýja lífið þitt og framtíðina
Ég er reyndar viss um að bestu verðlaunin fyrir bróðir þinn hafa verið að sjá þig lausa úr viðjum þessa ofbeldissambands.
Dísa Dóra, 14.5.2008 kl. 15:07
Ég tengdi síðuna þína frá minni síðu.
Dísa Dóra, 14.5.2008 kl. 15:13
Mér finnst að þú eigir að gefa út bók.
Segi sama og Dísa: Til hamingju með nýja lífið.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.5.2008 kl. 16:34
Vá ég er bara með táin í augunum ,en samgleðst þér innilega sigurvegari það ert þú.
Kveðja inn í góða frammtíð.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.5.2008 kl. 16:35
Ójá þú er svo sannarlega sigurvegari Dísa mín..Er bara ekki um að gera að taka á móti lífinu með bros í hjarta..Hafðu það gott dúllan mín
Guðný Einarsdóttir, 14.5.2008 kl. 18:04
Takk fyrir þessar hlýju kveðjur - mér þykir óendanlega vænt um þær.
Kv. Dísaskvísan
Dísaskvísa, 14.5.2008 kl. 18:29
Langar svo að senda þér meil en finn ekkert tölvunetfang - ertu til í að senda mér línu á disadg@simnet.is
Dísa Dóra, 14.5.2008 kl. 19:17
Dísa ´Dóra benti á síðuna þína. Ég er búin að kíkja á færslurnar þínar og skil ekki afhverju ég hef aldrei komið hér inn áður, hef þó séð myndina af þér í kommentum hjá öðrum. Þú ert aldeilis sterk og dugleg manneskja. Óska þér alls velfarnaðar í framtíðinni. Bestu kveðjur
Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 21:06
Það er "bara" ár síðan þú slappst, þú ert svo dugleg. Komin í krefjandi nám og sigrar hverja hindrunina af annarri. Ég kom aftur og las, áhrifin eru mögnuð. Kjarkurinn og þorið þitt á eftir að fleyta þér langt elskan mín.
x 5000
Ragnheiður , 14.5.2008 kl. 23:15
Hugsaðu þér Vigga, það er komið ár..... mér finnst hreinlega eins og það sé miklu styttra síðan, tíminn er ekkert smá fljótur að líða. Ég man eftir því úti á´Spáni í sumar, þá var hann að hringja í þig..... ahnn ætlaði ekki að gefast upp.
En 1 ár.... geggjað, þú ert búin að standa þig eins og hetja. Þú ert búin að vera að vinna í þínum málum á fullu, en það er mikið eftir ennþá, ég veit að þú tekur þig vel á í sumar og ryðst í gegnum það sem eftir er.
Ég þoldi aldrei manninn, og hann þoldi mig ekki af því að ég var ekki nóg og sammála honum. Guð minn almáttugur Vigga, hvað ég er fegin að þú ert laus.... ég er svo fegin að þú fékkst nóg. Það er hræðilegt að horfa upp á svona og geta ekkert gert til þess að hjálpa, og enn verra þegar að þú varst svo kúguð að þú sagðir aldrei neitt. En alltaf sá ég í gegnum þessi tómu sorglegu augu.
BRAVÓ !!!! Höldum upp á þetta þegar við hittumst næst, með okkar hætti hehehehe þá er ég að tala um stórann bragðarref og dvd og skríða upp í rúm, gúffa í okkur ísinn og sofna svo yfir myndinni. Það eru bestu stundirnar okkar
Haltu áfram að fara vel með þig elsku rjómabollurúsínukrumputetrið mitt.
LOV YA HON...... 8 föðm og nokkur snörk
Linda litla, 15.5.2008 kl. 00:49
Elsku Dísa skvísa, þú ert svo sannarlega sigurvegari, og hugrökk ertu að deila þessu með okkur.
Þú talar um að þú sért frjáls, ég á þessa tilfinningu með þér að vera frjáls.
Eitt sinn var ég á leið til Reykjavíkur til að segja foreldrum mínum frá því að ég væri að skilja, er ég kom á stapann og horfði út yfir hraunið og víðáttuna sem sést þaðan upplifði ég þvílíka gleði í hjartanu mínu að mér fannst ég vera að springa. Ég var frjáls.
Takk fyrir mig og kærleikskveðjur til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 09:09
Verð bara að koma aftur búin að lesa meira þú ert bara hugrökkust allra
það sem þú ert búin að þurfa að þola er mikið og eins og Ragga mín segir ekki sjálfgefið að fá aftur traustið á sjálfan sig og aðra.
Óska þér alls hins besta í lífinu.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 09:23
Ég leit hérna inn eftir ábendingu frá Dísu Dóru. Ótrúlegur styrkur og hugrekki sem þú býrð yfir. Gleðilegt sumar og gangi þér sem allra, allra best!
Kveðja, Þórdís
Þórdís Guðmundsdóttir, 15.5.2008 kl. 10:23
Til hamingju með þennan mikla árangur og gangi þér sem allra best með allt sem þú tekur þér fyrir hendi. Þú er sannur sigurvegari
Valgerður Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 15:06
Elsku Vigga mín, ég vissi bara brotabrot af því sem þú gekkst í gegnum og er að lesa þetta hjá þér núna. Guð minn góður!! Ég get ekki annað en dáðst að þér fyrir hugrekki þitt og eljusemi. Þú hefur alltaf verið sterkur persónuleiki og steytt hnefann framan í heiminn ef þér hefur sýnst sem svo. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað þetta mannskrímsli hefur náð tökum á þér á þessum tíma. Svo sýnirðu þinn óendanlega styrk og þor og bara rúllar þessu fífli upp. Djö sem ég er stolt af þér!!! VÁ! Þú ert þvílík hetja, ég bara lúta höfði af lotningu. Þú ert dásamleg manneskja og átt allt það besta skilið, aldrei ALDREI gleyma því.
þúsund kossar og faðmlög....faðmlög þangað til ég fæ harðsperrur sko!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:40
Ef þig langar að þakka einhverjum fyirr þakkaðu þá þér sjálfri, það varst þú sem sýndir þennan rosalega styrk og kjark til að berjast fyirr lífi þínu. Þetta skrímsli á bara skilið að verða bintaður vel og skilin svo ein eftir á eyði eyju til að deyja þar einn. Guð hjálpi honum, hann er verulega veikur þessi maður. Þú ert hetja og ég vona svo sannarlega að líf þitt muni halda áfram að batna. og já þú ert SIGURVEGARI og hlaust GULL medalíu
þín blogg vinkona svala einfari
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 16.5.2008 kl. 06:39
Til hamíngju elsku stelpa, ég skil svo vel sögu þína, eigum margt sameiginlegt. Guð veri með þér elsku vina.
Kristín Gunnarsdóttir, 16.5.2008 kl. 13:25
Ég rakst hingað af tilviljun, mikið er ég fegin að þér tókst að sleppa frá þessu illmenni. Eiginlega máttu vera fegin að hafa sloppið lifandi frá þessum bilaða manni. Til hamingju með nýja lífið þitt, óska þér alls góðs í framtíðinni.
Heiður Helgadóttir, 16.5.2008 kl. 16:54
hæhæ, ég verslaði svoldið í Krambúðinni á tímabili, vissi að ég kannaðist við einhvernveginn.. ég er þannig gerð að ég gleymi seint andlitum, sem getur verið svoldið pirrandi því mér finnst ég eiga að þekkja alla, man bara sjaldan hvaðan!
en allavega, gangi þér vel skvís
Kolbrún Jónsdóttir, 18.5.2008 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.