18.5.2008 | 23:25
Lífið er yndislegt
Það eru tveir dagar í gigtarlækni. Ég er rosalega spennt því ég er að vona að gigta sæki um undanþágu fyrir mig. Mínum langar að fá ný lyf því ég er alveg að farast í skrokknum. Auðvitað veit ég að það eru margir sem eru verr haldnir en ég....ég geri mér vel grein fyrir því. Það sem hræðir mig hins vegar er það hversu hratt mér hefur hrakað!! Ég er samt búin að ákveða það að ég mun verða brátt verkjalaus og fara að blómstra sem aldrei fyrr.
Gott plan það!!
Annars er bara allt svo gott núna - ég er svo sátt við lífið - er að gera mitt besta í skólanum, þetta er strembið-vissulega en vel þess virði. Ég er á einhverjum stað í lífinu sem ég er svo sátt við- auðvitað má alltaf eitthvað vera betra en þá stefnir maður bara að því-er það ekki?
Annars erum við vinkonurnar að plana konuferð upp í bústaðinn minn og erum búnar að panta gott veður og allt. Þetta verður bara skemmtilegt, erum búnar að finna upp á mörgu sem við ætlum að láta verða af í bústaðnum. Þið fáið þær sögur þegar að því kemur. Ég veit bara að við eigum eftir að hlægja á okkur gat sko. Þessar æskuvinkonur mínar eru svo yndislegir karakterar, svo frábærar - ég er svo heppin að fá að vera hluti af þessum vinarhóp. Draumur!!
Þetta sumar á bara eftir að vera frábært- vitið þið til!!!
Kv.
Dísa sumarstelpa
Athugasemdir
Æi, vona að þetta verði góður tími hjá lækninum á morgun, vonandi verður gert eitthvað fyrir þig svo að þér líði betur.
EN varðandi konuferðina í bústaðinn..... það verður æðislegt... það verður bara geggjað. Geggjuð afslöppun og notarleg heit. Ætli ég verði eki látin sofa úti í tjaldi út af hritunum mínum ??
Linda litla, 19.5.2008 kl. 20:05
Nei krúttið mitt - þú verður ekki látin sofa út í tjaldi!!!
Við erum búnar að vera vinkonur svo lengi- það erhægt að telja vináttu okkar í ártugum og því er ég orðin ónæm fyrir hrotunum þínum sem mælast ábyggilega á jarðskjálftamælum hehe!!
Annars pökkum við bara pakka af eyrnatöppum!!
Kv.
Dísaskvísan
Dísaskvísa, 19.5.2008 kl. 21:57
Hæ, Gott að heyra að þér líður betur núna,
Þú munt ná tökum á gigtinni, tekur tíma og kraft en þú hefur þetta öruggleg, amk Kraftinn það hefur sannast.
Eigðu yndislega stund í sumarbústaðinum með vinkonum þínum, alltaf gott að vera í góðra vina hóp.
kv Svala
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 20.5.2008 kl. 06:03
Ég ætlaði að skrifa verstu sterk... en þú ert sterk... knús
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.