Ég er í tómu tjóni

Ekki veit ég hvað er að - en það er eitthvað verulega skrýtið í gangi hjá mér!

Ég er alltaf að berjast við að vera jákvæð og gera mitt besta en það virðist allt vera á móti mér núna.  Síðan um áramót hef ég verið að reyna að koma ýmsum málum í lag hjá mér.  Alltaf hugsa ég að hlutirnir verði betri eftir nokkrar vikur - eftir nokkrar vikur og eftir nokkrar vikur.  Samt er allt alveg eins ennþá.  Loksins þegar ég sé fyrir endanum á einum hlut þá kemur eitthvað nýtt upp á og allt er við það sama hjá mér.  Ég verð nú að segja alveg eins og er: 

MÉR FINNST ÉG VERA AÐ BERJAST VIÐ VINDMYLLUR.PinchFrownCrying

Ég er orðin þokkalega þreytt á þessu og er komin að því að gefast bara upp.  Sem dæmi get ég sagt ykkur þetta.  Ég hef alltaf átt druslur- misgamlar og misgóðar.  Ekki misskilja mig- þær hafa allar verið yndislegar á sinn hátt.  Ég keypti mér nýlegan bíl í október- Fiat árgerð 2004- ég hef aldrei átt svona nýlegan bíl.  Hann er búinn að vera bilaður síðan og ég er að fríka út á þessu!  Fyrst fór Altenatorinn í honum, það kostaði 22.000 að gera við hann.  Síðan bilaði bílinn aftur viku seinna- þá var það kúplingin- farin!  Ég varð að bíða eftir varahlutum sem kostuðu um 30.000 og loksins komu þeir.  Þá hófst biðin eftir að fá viðgerð.  Loksins var farið að gera við kvikindið- nei þá kemur í ljós að gírkassinn er í henglum!!!  Nýr gírkassi kostar 350.000, ný kúpling 60.000 og þetta eru bara varahlutirnir- þá á eftir að gera við drulludrossíuna!!! Er þetta hægt??!! 

Ég spyr- hvað hef ég gert til að verðskulda þetta?

Alla veganna þá gefst ég upp á þessu - bílkvikindið fer á haugana um leið og ég kemst í bæinn. 

Ég er hætt og farin í bili

Dísaskvísan

p.s ég prufaði að keyra púkann á þessa færslu og hann kom með breytingartillögu við Fiat og tillagan var FRAT - hverju orði sannara!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Bíllinn er bara frat.....

Talaðu við manninn sem að seldi þér hann, þetta er alveg útí hött. Bíllinn er búinn að vera bilaður síðan þú fékkst hann, láttu gaurinn heyra það, hann á ekki að komast upp með þetta.

Linda litla, 22.5.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Ragnheiður

Það er ábyrgð á svona dýrum hlutum, endilega talaðu við einhvern sem hefur vit á þessu svo þú fáir bílinn hreinlega endurgreiddan. Ekki gefa það eftir.

Knús á þig

Ragnheiður , 22.5.2008 kl. 23:20

3 identicon

HA HA HA HA, villupúkinn veit sko hvað hann syngur! En stærstu mistökin voru að kaupa sér Fiat.  Þetta eru bara druslur, alveg sama hvaða árgerð.  Gangi þér vel með þetta stelpa

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:38

4 Smámynd: Dísa Dóra

Ég mundi nú halda að sá sem seldi þér bílinn bæri einhverja bótaskyldu á þessum hlutum.  Ættir allavega að athuga það.

Dísa Dóra, 23.5.2008 kl. 09:07

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það á ekki af þér að ganga, en það hlítur einhver að vera bótaskyldur fyrir þetta nýjum bíl..

Eigðu góðan dag vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

hahahahahahahahahahahahahahahahahaha... fyrirgefðu mér.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.5.2008 kl. 23:56

7 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Sniðugur þessi púki haha orða sönnu að bíllinn sé frat,,Hafðu það gott

Guðný Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 09:42

8 Smámynd: Lovísa

Kannast sko við þessi bílamál.

Vonandi ferðu að komast í gegnum þetta. 

Lovísa , 24.5.2008 kl. 10:59

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Takk fyrir að játast mér sem bloggvini. Las næstum því allt bloggið þitt þegar ég rakst á það og vildi endilega kynnast þér betur. Mér finnst þú rosalega sterk, dugleg og skemmtileg persóna.

Helga Magnúsdóttir, 26.5.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband