Good news at last!!

Góðar fréttir af öllum vígstöðvum. Skrópaði í skólnum á mánudag til að arrisera öllu því sem ég hef látið sitja á hakanum svo lengi.  Fór niður í VÍS vegna Fiats Frats og þeir eru að skoða þessi mál- fæ væntanlega að vita eitthvað á fimmtudag eða svo.  Sem betur fer er Fratkerran í kaskó - þannig að ég er að vonast til að þetta verði lagað- kemur í ljós fimmtudag. 

Því næst lá leið mín upp á spítala þar sem ég fór í blóðprufu, Gigta mín hringdi svo í mig tveimur tímum seinna með niðurstöður.  Það mælist ekki í mér járn og ég er komin niður í 70 í blóði- ekki nógu gott.  Fer í járningu á föstudag.  Það er búið að sækja um undanþágu fyrir sprautulyfin og er Gigta vongóð um að það fari í gegn núnaGrin  Ég krossa fingur!!  Væri geðveikt ef þetta gengur og ég fer að fá smá bata og verð jafnvel kannski verkjalaus!!!W00t

Mamma er að koma heim á fimmtudag- get ekki beðið eftir að hitta hana. Svo er ferming um helgina þannig að það er bara brjálað að gera. 

Ég er í áfanga núna sem heitir verðbréfa og kauphallaréttur- ekki sá skemmtilegast og eiginlega get ég ekki beðið eftir að hann klárist, en það verður lokapróf í honum 5. og 6. júní- og hvað haldið þið!!!  Það verður munnlegt próf- svona af því að mér þykir svo gaman í þeim.  Þann 9. júní hefst svo síðasti áfanginn, en það er Stjórnsýsluréttur.  Skólanum lýkur svo 28. júní með lokaprófi í þeim áfanga.  Þetta er farið að styttast og ég sé sumarið í hyllingum.

Kem með update fyrir helgina.

Kærleikskveðjur,

Dísa sumarstúlkan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gott að heyra að þú fáir að fara á þessi nýju lyf. Frænka mín er mjög slæm af liðagigt og var á sterum og krabbameinslyfjum eins og þú sem fóru mjög illa í hana. Svo fór hún á ný lyf, þurfti einmitt svona sérleyfi, og er öll önnur.

Gangi þér vel í prófunum og vonandi færðu einhvern botn í þetta með bílinn.

Helga Magnúsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Linda litla

Hvenær ferðu á nýju lyfin ? Ég get eiginlega ekki beðið eftir því, ég hlakka svo til fyrir þína hond.

Ok, þú ferð í járn á föstudag, en mamma kemur á fimmtudag. Kemur þú líka í bæinn á fimmtudag eða '?? Ég fer nebbla austur á föstudag og hitti þig örugglega ekekrt þá.

Vonandi verður eitthvað gert varðandi þessa frat druslu þína. Þó fyrr hefði verið.

Síjú, lovjú missjú, kissjú atsjú hehe

Linda litla, 27.5.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Dísaskvísa

Nei - ég hugsa að ég komi ekkert fyrr en eftir hádegi á föstudag- þarf að mæta á fyrirlestra og svo á ég ekki tíma í járninguna fyrr en 3.  Ég er að vona að ég fái nýju lyfin um leið óg blóð/járn er orðið ok.  Bið þær um að dæla í mig fyrir 5.000 kr - nei læt þær fylla hehe!!

Leiðinlegt að fá ekki að sjá þig á föstudag- en bráðum verður skólinn búinn og þá höfum við nægan tíma.

Dísaskvísa, 27.5.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.5.2008 kl. 10:21

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Vonandi verður þú góð af nýju lyfjunum.

Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:42

6 identicon

Vona að þetta gangi allt vel hjá þér Vigga mín

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:23

7 Smámynd: Dísa Dóra

Vonandi koma jákvæðar fréttir út úr þessu öllu hjá þér

Dísa Dóra, 28.5.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Alltaf gott að fá góðar fréttir, Þetta á allt eftir að lagast hjá þér, ég er allveg viss um það . Já járnskortur er afar leiðinlegur verð ég að segja, maður verður svo þreyttur. Gott að það er farið að styttast í skólanum hjá þér svo þú getir farið að njóta þín og verða brún.

kærleikskveðjur. Svala. 

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 29.5.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband