29.5.2008 | 23:32
Er að leita mér að nýjum bíl
Já - VÍS hringdi í dag og þeir ætla að kaupa af mér Fratdrusluna!!! Ég mun koma út á núlli - og ég er ekkert smá ánægð. Nú er ég að leita mér að nýjum bíl, ætla að fá mér einhverja netta dollu til að skottast um á. Það er næsta verkefni.
Á morgun fer ég í járningu, verð alltaf svolítið kvíðin fyrir því- ætla að taka með mér góða bók og þá mun tíminn fljúga áfram. Síðan ætla ég að hitta hana móður mína- hún er að koma heim í nótt. Átti reyndar að koma í morgun en það var endalaus seinkunn, hún búin að sitja upp á velli í einhverja 12 eða 15 tíma en fór þá heim aftur. Síðan var flogið seint í kvöld og ég held að hún eigi að lenda í nótt um 2 leytið. Það verður dásamlegt að knúsa kellu.
Held að það sé ekki meira að segja í bili
Hafið það bara gott kæru bloggvinir sem og aðrir sem detta hér inn.
Dísa
Athugasemdir
Geggjað.. til hamingju með að vera laus við drusluna. síjú....darling
Linda litla, 30.5.2008 kl. 00:27
Flott að heyra þetta með bílinn. Innilega til Hamingju með það mín kæra. Gangi þér vel í járningunni.
baráttu kveðjur svala
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 30.5.2008 kl. 03:45
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.5.2008 kl. 05:41
Til lukku með að vera búin að fá lausn í bílamálum. Gaman fyrir þig líka að fá mömmu þína heim.
Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 11:14
Frábærar fréttir af bílnum! Bið obbosssssslega vel að heilsa múttunni þinni knús á þig
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:08
Vonandi gengur þér vel að finna þér nýjan bíl,og gott að þú losnaðir við þennan frat bíl..Hafðu það gott snúllan mín..Bestu kveðjur héðan
Guðný Einarsdóttir, 3.6.2008 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.