5.6.2008 | 19:14
Langt helgarfrí frá skólanum.....
Ég var í munnlegu lokaprófi í dag og er fegin að því er lokið. Veit ekki hvernig gekk en ég gerði mitt besta, betur get ég ekki gert! - vona bara að áfanginn sé staðinn.
Næsti áfangi og sá síðasti á sumarönninn hefst á mánudag og stendur til 28. júní. Þetta er alveg að klárast - sem betur fer því ég er alveg á síðustu dropunum, verð ég að viðurkenna. Samt finn ég mun á mér eftir að ég byrjaði í járningunni- fer einmitt í það á morgun. Ég ætla bara að "chilla" í kvöld og gera sem minnst.
Kannski að ég noti helgina til að reyna að finna mér nýjan bíl
Hafið það gott
Dísaskvísan
Athugasemdir
Gott að það fer að sjá fyrir endann á þessu hjá þér. Vona að þú finnir almennilegan bíl.
Helga Magnúsdóttir, 6.6.2008 kl. 14:14
Má til með að setja sporin mín hér hjá þér. Datt inn á síðuna gegnum aðra síðu og stóð mig svo að því að lesa niður eiginlega allt bloggið þitt !!! Mjög áhugavert og þú mátt eiga það að þú ert góður penni. Ég vona að þér gangi vel í skólanum og gott að þú ert laus við drauga fortíðar. Bestustu kveðjur
Jac Norðquist
Jac Norðquist, 6.6.2008 kl. 20:22
Gott að þessu prófi er lokið hjá þér og gangi þér sem allra best með næsta próf. Gangi þér vel. kv Svala
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 7.6.2008 kl. 08:09
Gott að þessu prófi sé a.m.k. lokið! Gangi þér vel í bílaleitinni snúllan mín
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 18:45
Þú ert nú sem betur fer farin að sjá fyrir endan á þessu,
Gangi þér nú vel að finna þér skvísubíl
Guðný Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 09:31
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.6.2008 kl. 11:25
20 dagar.... þetta er alveg að ske ;o)
Heyri í þér í kvöld á msn eða kannski bjalla ég.... vonandi var helgin ekki strembin hjá þér.
Linda litla, 8.6.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.