Í fréttum er þetta helst...

Ég er búin að kaupa mér nýjan bíl - lítinn skvísubíl - úfff ég vona að hann endist.Blush

Síðasti áfanginn á þessarri önn er byrjaður og skólinn klárast eftir 17 daga- já það er farið að telja niður.  Ekki það að þetta nám sé ekki skemmtilegt- heldur er þetta bara búið að vera fulllangur vetur og ég er tilbúin að takast á við annað núna.  Veikindin mín hafa líka gert þetta erfiðara en gengur og gerist - þó að þetta hafi samt allt gengið.  Fæ 8 vikur í frí áður en baráttan hefst á nýjan leik- ég ætla að reyna að nýta þennan tíma vel til að byggja mig upp.

Móðir (mamma mín- já ég kalla hana móður) er hjá mér þessa dagana og það er alveg yndislegt.  Við njótum þess að sitja saman út á palli og slappa af og spjalla.  Ég fæ aldrei nóg af því að hafa hana hjá mér og vil bara að hún fari að flytja hingað heim svo ég geti alltaf hana í kringum mig.  Við ætlum að fara upp í sumarbústaðinn okkar á föstudag og vera í 5 daga.  Jebb - ég ætla að skrópa í skólanum á mánudag og lengja helgina.  Ætla sko að njóta þess að vera í góðum félagskap og frá amstri dagsins í heila 5 daga!!

Járningin gengur ágætlega- ég er búin að fara í 4 skipti af 10 þannig að þetta smá mjatlast.  Að vísu líta hendurnar mínar út eins og gatasigti en það skipti engu máli, það sem skiptir hinsvegar höfuðmáli er að fljótlega fæ ég nýju lyfin og allt verður betra- ég trúi því í hjarta mínu.  Ég er nefnilega lukkunarpamfíll!!  Nú þegar ég fæ járn þá sef ég aðeins betur og nú vil ég bara sofa alla daga og allar nætur.  Fór niður í helvíti í gær til að lesa fyrir tímann í dag og ég vaknaði mörgum tímum seinna fram á borðið.  Ég fór heim og sagði ekkert við móður- þegar hún spurði hvernig gekk að læra þá sagði ég henni að það hafi bara gengið vel.  Já ég veit ég er ferlegBlush  Fyrst að ég er farin að játa svona þá er best að ég játi annað sem hefur legið nokkuð þungt á mér í  margar vikur.  Munið þið þegar allir voru að taka strumpaprófin???  Ég var engin undantekning- nema að ég tók mitt tvisvarBlush  Því í fyrra skiptið var ég gleraugnastrumpur en ........en ég vildi ekki vera hann því mér finnst hann leiðinlegur þannig að ég tók prófið aftur og breytti svörunum og var þá listastrumpur og ég setti það inn á síðuna- þóttist aldrei hafa heyrt um gleraugnastrumpinn.Whistling  Ég veit að þetta er óheiðarlegt og hallærislegt þar sem þetta er bara grínpróf .......en ég vildi bara alllss ekki vera gleraugnastrumpur því hann er svo mikill "bessevisser" og ég er það stundum líka en vil ekki vera svoleiðis. 

Vona að þið getið fyrirgefið mér þetta- en ég var búin að segja bestulitlu frá þessu- það telst sem játning.....er það ekki?Shocking

Dísa ljúgari

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með nýja bílinn GLERAUGNASTRUMPURINN þinn. hehehehe

 Hvernig bill er þetta svo ?? Og hvernig er hann á litinn ?? Það er algjört möst að vita það hehehe

Linda litla, 11.6.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til lukku með bílinn, lygalaupurinn þinn.

Helga Magnúsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Linda litla

Það er nú heldur betur búið að taka mig tíma að finna eitt stykki mynd af þér Vigga mín. það var ekki fyrr en ég gúgglaði "glasses smurf" að ég fann þennan hehehehehe  bara smá grín

Var með gest í kvöld, komst ekki til að hringja í þig, bjalla á þig á morgun. Sofðu vel strumpurinn minn

Linda litla, 12.6.2008 kl. 00:43

4 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Flott að þú og mamma þín náið svona vel saman, Til Hamingju með bílinn, gangi þér vel í þessari lotu og njóttu helgarinnar í Bústaðnum listastrumpur

Kv. svala 

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 12.6.2008 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband