Djöf...... mannvonska og viðbjóður

Það er ekki oft sem ég pústa hérna inni en............

Ég á ekki til eitt aukatekið orð- hvað er að fólki (ef fólk skal kalla) sem gerir svona.  Ég skal alveg viðurkenna þegar ég las þetta- sá staðsetninguna þar sem þetta átti sér stað ......þá kom viss aðili upp í huga minn. 

Ég verð svo reið þegar ég heyri svona - að ég ræð varla við mig!!  Hversu lágt er hægt að leggjast???  Að ráðast á algjörlega varnarlaust dýr sem getur sér enga björgun veitt!!

OK, ok ég verð að anda inn og anda út og reyna að róa mig því ég er alveg á nippinu sko.  Ég ætla rétt að vona að eigandinn fái ekki hundinn nema að það sé sannað að hann hafi horfið frá honum og það tilkynnt til lögreglu- maður fer aldrei of varlega í svona málum.  Og sá sem að gerði dýrinu þetta- ja - ég vona að hann rotni í helvíti!!

 

Nei það er rétt - auðvitað á maður ekki að óska fólki slæmrar vistrar í því neðra!  Þannig að ég segi að sá sem gerði þetta- ég vona að hann sjái að sér og eigi eftir að leita sér hjálpar!


mbl.is Eigandi hvolpsins fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Svo sannarlega á sá sem gerir dýri slíkt skilið að lenda í fangelsi í langan tíma finnst mér. 

Dísa Dóra, 23.6.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Já þetta er vissulega hræðilegt. Það rann kaldur hrollur niður eftir bakinu á mér þegar að ég sá þessa frétt, fáránlegt að það sé í alvöru til svona tilfinniga dautt fólk. Við eigum 2 hunda og 2 ketti, ég held ég myndi bregðast á líka illa við ef einhver gerði þeim ekkað líkt og barna, Þesssi hvolp ræfill gat einga björg sér veitt greyið, Hann mun aldrei gleyma þessu og mun sennilega vera kveggtur allt sitt líf. Þessi manneskja sem gerði þetta á svo sannarlega refsingu skilið. Hvort svo sem eigandinn eða einhver annar gerði þetta að þá á eigandinn ekki að fá hundin aftur, ekki hefur hann hugsað mikið um velfrerð hvolpsins. Við skulum samt fara varlega í það að óska einhverju dvöl hið niðra, en refsingu á hann samt svo sannarlega skilið, Manneskja sem gat frammkvæmt þetta er fár SJÚK.

Jæja ég á ekki orð yfir þetta. 

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 23.6.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Dísaskvísa

úff ég veit  - ég verð bara svo reið- ég hef sjálf horft upp á ofbeldi gagnvart dýrum og ekkert geta gert nema að reyna að hlífa dýrinu með sálfri mér þegar ég var viðstödd- þess vegna tapa ég mér þegar ég les um svona.

Dísaskvísa, 23.6.2008 kl. 12:26

4 Smámynd: Linda litla

Þetta er bara hræðilegt og sorglegt, skil ekki hvað fær fólk til þess að gera slíkt. Ég er það mikill dýravinur að mig langar að gráta þegar ég les svona.

Linda litla, 23.6.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Svona fólk á ekki að eiga dýr,,,ohhh ég verð svo reið þegar ég les um illa meðferð á dýrum

Guðný Einarsdóttir, 23.6.2008 kl. 13:38

6 identicon

"svona fólk á ekki að eiga dýr" ég er sammála því að sá sem gerði þetta eigi ekki að eiga dýr, enda ekkert sem segir (og raunar fátt sem bendir til þess) að sá sem fremur ódæðið sé eigandi nokkurs dýrs... hvað þá þessa.

Að gagga um það að eigandinn eigi ekki skilið að fá dýrið sitt aftur, jafnvel þótt sýnt væri fram á að hann hafi verið verknaðnum óviðkomandi, finnst mér vægast sagt bera vott um fáfræði og hjartleysi.

Hafa ekki allflestir dýraeigendur einhvertíma upplifað hversu ömurlega sárt það er þegar dýrið mans týnist? Fólk er ekki að hundsa velferð dýranna sinna, það er einfaldlega óheppið að ná að missa dýrin sín frá sér svona.

Og eigendur þessa tiltekna hvolps eru óheppnari en flestir þar sem einhver viðbjóður kom klónum yfir hann.

Vissulega er dýrinu vorkunn og fordæming á heima yfir þeim sem gerði þetta - en látum eigandann í friði og hættum að setja okkur á háan hest. Við skulum frekar vona af öllu hjarta að næst þegar okkar dýr sleppa þá muni þau ekki lenda í höndum slíkrar mannvonsku.

Vikkí (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 15:29

7 Smámynd: Dísaskvísa

Vikkí

Hér er ekki verið að ráðast á eigandann- bara verið að segja að vonandi verður gengið úr skugga um að þetta hafi ekki verið hann.  Ég hef sjálf týnt dýri og það tók mig ekki langan tíma að gera lögreglu, hundaeftirlitsmönnum og dagblöðum viðvart.

Dísaskvísa, 23.6.2008 kl. 17:06

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er í mínum huga ekkert annað en dauðasök og ef ég tryði á neðra væri mér ekkert á móti að viðkomandi færi þangað.

Helga Magnúsdóttir, 23.6.2008 kl. 18:27

9 Smámynd: Hulla Dan

Óhuggunarlegt að fólk geti haft í sér að gera litlu dýri svona, eða bara dýri yfirleitt.
Sammála Helgu... senda svona ómenni beinustu leið niður... líka þá sem meiða börn.

Já og sæl blogg vinkona

Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 19:05

10 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Vikkí

ég tek eftir að þú ert að horfa í mína færslu  þegar að þú skrifar þína athugasemd. sko ég er ekki vön að munnhöggvast við neinn, en mér finnst ekki í lagi að vera talin fáfróð eða ekkað sollis. Við meigum öll hafa mismunandi skoðanir, án þess að vera ráðist á okkur fyrir okkar skoðanir og sjónarhorn. Eg ég sjálf myndi týna öðru hvorum hundinum mínum eða ketti og ekkað svona kæmi fyrir dýrið mitt að þá myndi ég kenna sjálfri mér um, rétt eins og ef um barnið mitt væri að ræða. Ég tel mig mikinn dýra vin og ég elska dýr öll nema kanski skordýr. Kanski er ég grimm að segja þetta um eigendurnar en ég bara setti mig í þeirra spor og hvað mér myndi finnast um sjálfa mig í þessari stöðu, En rétt er það að við getum öll lent í því að týna dýrinu okkar. Ef eigendur þessa hvolps eiga einga sök á þessu að þá bið ég þá afsökunar á orðum mínum. En jæja ég ætla ekki að tuða meira.

kv. Svala einfari 

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 23.6.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband