Það held ég nú

Stóri dagurinn var í dag, stóri dagurinn sem varð svo ekkert svo stór eftir allt samanPinch Ég átti sem sagt að byrja á nýju lyfjunum í dag en þegar á hólminn var komið kom í ljós að ég var með smá hita og flensuvott þannig að þessu var frestað fram í næstu viku!!!

Nýji bílinn minn bilaði í gær, varð að skilja hann eftir í Húrígúrí og fá far til Reykjavíkur.......  En það er allt í lagi.  Ég hef ákveðið að vera ekki að æsa mig yfir svona hlutum því ég veit að þetta reddast allt saman að lokum.  Lífið er bara svo dásamlegt þrátt fyrir verki, bilaðan bíl og annað smávægilegt.

Ég er tölvulaus þar sem ég dvel núna og það er fínt....fer samt bloggrúnt þegar ég kemst í slíkan munað hehe.

Hafið það gott þar til næst kæru bloggvinir

Dísaskvísan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Njóttu þess að vera í fríi skvís og vonand kemur heilsan fljótt aftur

Dísa Dóra, 8.7.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Láttu þér nú batna svo þú getir byrjað á lyfjunum.

Helga Magnúsdóttir, 8.7.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Hulla Dan

Góðan bata til þín, og farðu vel með þig.

Hulla Dan, 8.7.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Batakveðjur til þín

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.7.2008 kl. 21:15

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Æi bílskömminEn láttu þér batna mín kæra,sjáumst á fimmtudaginn

Guðný Einarsdóttir, 9.7.2008 kl. 02:12

6 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Gangi þér bara vel, og láttu þér batna af flensunni sem fyrst.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 9.7.2008 kl. 05:17

7 identicon

Ég vona að flensuskrattinn sé farinn og komi ekki aftur.  En hei!  Af hverju komstu ekki til mín þegar bíllinn bilaði?  Knús á þig

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 04:43

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Dísa mín, vonandi batnar þér sem fyrst svo að þú komist á lyfin.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 14.7.2008 kl. 09:13

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Farðu vel með þig gellz,vonandi virka nýju lyfin vel þegar þú byrjar að taka þau inn.

Magnús Paul Korntop, 14.7.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband