18.7.2008 | 15:38
Enn lyfjalaus!
Ekkert lát ætlar að vera á þessum flensuskratta - ég er enn smá slöpp og fæ því ekki lyfin- verður séð til á þriðjudaginn næsta!! Ég ætla hins vegar að fara upp í bústað um helgina og slappa af og hafa það notalegt með mínum ektamanni - það verður dásamleg tilbreyting og gott að vera laus við allar skólabækur og annað amstur. Svo er víst spáð svo frábæru veðri- pakka niður sólaolíu og after sun Að vísu ætla ég að halda minningarathöfn um Kisuna hans pabba en hún dó í vikunni, við ætlum að jarða hana upp í bústað í gilinu fagra. Segi ykkur ferðasöguna eftir helgina. Hafið það gott kæru bloggvinir og aðrir sem líta hér inn- njótið sumarsins Kv. Dísaskvísan (séra Dísa) í sólbaði |
Athugasemdir
Vonandi fer þér að batna. Ég hef fulla trú á þessum nýju lyfjum. Frænka mín sem var nánast komin í kör af liðagigt er alveg eldhress eftir að hún fékk ný lyf og þarf nú bara að sprauta sig tvisvar í viku, laus við alla stera og allt.
Helga Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 16:27
Hafðu það gott um helgina skvís
Dísa Dóra, 18.7.2008 kl. 16:53
Linda litla, 18.7.2008 kl. 17:36
Hafðu það gott um helgina dúllan mín
Guðný Einarsdóttir, 18.7.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.