21.7.2008 | 17:58
Helgin var frábær
Helgin var alveg yndisleg. Ég var komin út í sólbað fyrir hádegi á laugardeginum, með góða bók og pepsi. Grilluðum í hádeginu og grilluðum um kvöldið- skruppum í Hólminn og fengum okkur ís. Fíluðum okkur frábærlega. Sunnudagurinn fór í algjöra leti- að vísu hreinsaði ég beðið eins og ég lofaði mömmu. Það er spurning hvort ég fari í sprautuna á morgun- er enn með eitthverjar stíflur þannig að ég verð víst að sjá til enn og aftur. Ég er allaveganna vel úthvíld og endurnærð enda er dekrað stanslaust við mig
Læt ykkur vita með framgang sprautumála.
Hafið það gott kæru bloggvinir
Dísa dekraða.
Athugasemdir
Dásamlegar svona helgar. Vona að þú komist í sprautuna sem allra fyrst.
Helga Magnúsdóttir, 21.7.2008 kl. 18:06
Æ það var nú gott að þú gast slappað af og notið helgarinnar. Vonandi fer svo að koma að því að þú komist í sprautuna.
Dísa Dóra, 21.7.2008 kl. 19:13
Gott að þú áttir góða helgi mín kæra....reyndu nú samt að fara að ná þessu bansettans kvefi úr þér,fáðu þér fjallagrasa mixtúru assgoti góð....
kannski ég rekist á þig á morgun,ekki gott að segja
Guðný Einarsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:40
Yndislegt að heyra, hvað fólkið þitt er gott við þig og að þú naust helgarinnar. Einnig er ég hæst ánægð með að þú skulir bara vera farin að blogg-a aftur. Vonandi ferðu að hressast svo að þú getir farið í sprauturnar. Guð veri með þér.mín kæra (séra dísa)
kv. Svala
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 22.7.2008 kl. 07:45
Gott að þú náðir góðri afslöppun snúllan mín
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.