Ég lét verða að því!!!

Ég fór í sprautuna í dag- Guð minn góður hvað ég var stressuð svona til að byrja með.   Þær mega eiga það þessar yndislegu konur á gigtardeildinni hvað þær eru jákvæðar og uppörvandi.  Yndislegar alveg hreint.  Ég fékk smá fræðslu um lyfið, aukaverkanir og hvernig skal ferðast með lyfið.  Fékk uppá skrifað að ég verði að fá að ferðast með sprauturnar í handfarangri og svona ef ég ferðast með flugi.  Fékk litla kælitösku svo ég geti ferðast á milli staða með mín lyf.  Þetta á eftir að taka smá tíma til að venjast en svo kemst þetta væntanlega upp í vana eins og margt annað.  Ég fékk að fara eftir um það bil tvo tíma þar sem blóðþrýstingur var eðlilegur og enginn kláði kom fram.  Það var skrýtið að sprauta sjálfa sig, hef oft sprautað aðra en aldrei mig sjálfa.  Þetta var vont en kemst ekki í hálfkvisti við þá verki sem ég hef dags daglega og því var þetta ekkert mál.  Nú er bara að bíða og sjá hvað verður með þetta, en ég þarf að sprauta mig tvisvar í viku.  Margir finna mun eftir eina viku- aðrir eftir 2 mánuði en sumir aldrei- flestir segja þó að þetta sé allt annað líf fyrir þá.   Ég ætla að vera ein af þeim sem finn mun fljótt og þetta verður annað líf.  Hlakka til að takast á við það, hraust og sæl.

Takk fyrir allan stuðninginn sem þið hafið sýnt mér í gegnum þetta ferli kæru bloggvinir- hann hefur verið mér ómetanlegur- knúsur á ykkur öll- þið eruð svo frábær. InLove

Dísa olmóst verkjalausa (krossa fingur)

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Frábært að heyra og mikið öfunda ég þig af verkjaleysinu....olmóst hehe

Ragnheiður , 22.7.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kann að hljóma skrýtið... til hamingju

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.7.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Guði sé lof að þú sért komin á lyfin. Ég er viss um að þú finnur mun bara fljótlega. Til lukku.

Helga Magnúsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:41

4 identicon

Ég krosslegg fingurna fyrir þig vinkona og svo verðurðu í hópi þeirra sem finna muninn fljótlega.  E-haggi?  Gúdd lökk honí

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:08

5 identicon

Gangi þér vel í baráttu þinni, þinn sigur er okkar gleði.  Nú er komið að því að þér fer loks að líða betur.  Haltu áfram að vera jákvæð og sterk, það styrkir okkur sem lesum bloggið þitt reglulega.

Njóttu sumarsins sólarhetjan mín

Guðríður Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 00:04

6 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Frábært til hamingju með þetta,,,vona bara að þér fari að líða betur,þú átt það svo sannarlega skilið,,,,

Guðný Einarsdóttir, 23.7.2008 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband