Dagur tvö

Það eru liðnir tveir dagar síðan ég fékk sprautuna og ég er farin að finna fyrir breytingum......Ég trúi því varla.  Þori varla að trúa því- en ég finn mun til batnaðar.  Ég hef ekki fundið til í hnjánum og verkirnir eru minni annarsstaðar í fótunum.  Öxlin sem hefur verið að angra mig í marga mánuði hefur loksins látið undan og ég svaf í alla nótt án þess að vakna fyrir verkjum.  Þegar ég fór svo á fætur þá þurfti ég hvorki að styðjast við stafinn né styðja mig við húsgögn og annað á leið minni inn á bað!!!

Trúið þið þessu.  Ég er svo hamingjusöm að ég gæti skæltInLoveHeart

Sprauta númer tvö er svo á morgun og mig hlakkar hreinlega til að gera þetta sjálf ef árangurinn er þessi.  Þetta verður algjör "sneið af köku" (piece of cake) skal ég ykkur segja.

Skrifa meira og leyfi ykkur að fylgjast með- ég held litla dagbók núna til að sjá muninn og svo ég geti fylgst með.

Dísa batnandi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

vá ótrúlegur árangur - vonandi heldur þetta svona áfram

Dísa Dóra, 24.7.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er æðislegt að þú skulir svara lyfinu svona vel. Æðislegt bara.

Helga Magnúsdóttir, 24.7.2008 kl. 15:24

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Frábært,einu orði sagt...Þú verður baráðum eins og útsprungin rós...eða ný slegin túskildingur....Þetta eru góðar fréttir

Guðný Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 10:02

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sammála hinum sem talað hafa á undann,gott að heyra að allt sé á uppleið skvís,farðu vel með þig og halltu áfram að vera dugleg.

Magnús Paul Korntop, 25.7.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

FRÁBÆRT að heyra og innilega til hamingju með þetta. Gangi þér áfram vel. kv. þín blog vinkona svala

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 27.7.2008 kl. 03:57

6 identicon

Innilega til hamingju - vonandi heldur þetta áfram á þessari braut!!!

Lóa (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Linda litla

Það er líka allt annaö að sjá þig. Þú verður farin í maraþonhlaup áður en þú veist af og vinnur örugglega líka :o)

Linda litla, 29.7.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband