Uppleið

Það er allt á uppleið hér á bæ.  Nú er vika og 2 dagar síðan ég byrjaði á nýju lyfjunum og ég finn mikinn mun til batnaðar.  Mér gengur vel að sprauta mig sjálf, eiginlega er það fáránlega lítið mál.  Ég átti nú von á að þetta yrði meira mál þar sem ég er svo rosalega sprautuhrædd.  Fyrsta skiptið þar sem ég gerði þetta ein þá fékk ég óstöðvandi hláturskast af stressi og sprautaði mig skellihlæjandi, annað skiptið var ég ekkert stressuð og dreif verkið af.  Verkirnir eru að minnka mikið- farin að fá krampa í fæturna þar sem ég er farin að reyna eðlilega á fæturna og hætt að ganga undan sjálfri mér í von um að geta hlíft einhverju og losnað við verki.  Lífið er svo stórkostlegt og ég þakka fyrir þetta annað tækifæri sem ég hef fengið.  Ætla mér að nýta það vel.

Ég fór í góðra vina hópi til Eyja í gær í dagsferð í geðveiku veðri og það var vægast sagt frábært.  Ég hef ekki skemmt mér svona vel í mörg ár.  Ég tók fullann þátt í öllu nema að ég gekk ekki upp á topp á Eldfellinu, lét mér nægja að fara smá spotta og sneri svo við.  Róm var ekki byggð á einni nóttu!!

Við fórum í siglingu í kringum Heimaey, fórum í rútuferð um eyjuna, löbbuðum um allt og vorum að hugsa um að leigja okkur vespur en ákváðum að bíða með það í þetta sinn.  Flugum frá Bakka og flugið tilbaka var svaðalegt, ef þeir ná farinu eftir mig þar sem ég hélt mér í sætið úr fyrir jól þá verð ég mjööög hissa.  Tek Herjólf næst!!!!

Lífið leikur sem sagt við mig þessa dagana og ég er mjög hamingjusöm.  Nú er ekki nema mánuður þar til ég fer í skólann aftur- ótrúlegt en satt. 

Læt þetta duga í bili.  Knúsur á ykkur kæru bloggvinir og aðrir- njótið sumarsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Alltaf gaman að koma til Eyja,humm best að fara og tékka á handafarinu í flugsætinu einhverntíma

Það er sko allt annað að sjá þig kona eftir að þú byrjaðir á þessum lyfjum,þú alveg blómstrar

Guðný Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Hulla Dan

Gott að þér líði vel  Það er eiginlega svooo nauðsynlegt til að halda sönsum.

Góða helgi.

Hulla Dan, 1.8.2008 kl. 01:36

3 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Flott að heyra að þú sért á bata leið vinan. kv. Svala

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 1.8.2008 kl. 06:12

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gott að lyfin eru að  virka vel á þig, ég óska þér als hins besta með bata ef hægt er að kalla þessa gigt það.

Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 1.8.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband