9.8.2008 | 15:09
ó mæ ó mæ!!
Alltaf er ég jafn heppin- ótrúlegt. Ég þurfti að taka pásu frá nýju lyfjunum því ég fékk flensu og var komin með snert af lungnabólgu.......týpískt ég sko þarna á ferðinni. Ofan á allt annað þá var ég farin að trappa mig niður af gömlu lyfjunum og er því eins og ég sé níræð. Og verkirnir....nei við skulum ekki fara út í þann pakka bara. Nú keppist ég að því að láta mér batna svo ég geti byrjað aftur í sprautunum og verið eins og ný þegar skólinn byrjar aftur eftir 3 vikur. En fall er faraheill er sagt og ég trúi því. Annars hef ég það úbergott fyrir utan þennan smá pakka, er að njóta þess að vera til þrátt fyrir háan aldur(níræð munið þið) og ætla svo að taka mér viku frí frá öllu í lok ágúst og fara í bústaðinn, fara í berjamó og undirbúa mig fyrir næsta vetur. Leyfi ykkur að fylgjast með, og nú fer ég að verða duglegri að blogga og taka rúnt þegar ég fer að komast í tölvu daglega.
Hafið það gott
Kærleikskveðjur,
Dísan gamla
Athugasemdir
Það vona ég fyrir þín hönd að flensuvibbinn standi ekki lengi yfir.
Og það er nú ekki slæmt að hafa upplifað níræðisaldurinn ekki allir sem upplifa slíkt.
Borðaðu yfir þig af krækiberjum og mundu að sumir hafa ekki smakkað krækiber í mörg ár.
Þau vaxa nefnilega bara, aðallega á Íslandi og sumstaðar í Noregi.
Já þetta vissi ég ekki fyrir stuttu.
Kær kveðja frá DK
Hulla Dan, 9.8.2008 kl. 17:41
Hæ skvís! Takk fyrir gott samtal áðan....þó ég kvitti ekki þá ertu hluti af morgunkaffinu mínu ;)
knús á þig skvís og hittumst á klakanum í vetur.........
Hjördís (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 21:19
Æj úpps það er kannski hægt að fá lítið notaða göngugrind á flóamarkaði ?
Nei djók, láttu þér batna, ég veit hvað þetta er vont
Ragnheiður , 10.8.2008 kl. 01:37
Láttu þér batna kellan mín.
Agnes Ólöf Thorarensen, 10.8.2008 kl. 22:45
Takk fyrir farið áðan...... by the way. Hvenær gafst þú þér tíma til að komast í tölvu ?? Eða hvermig fórstu að því að komast að ???
Linda litla, 10.8.2008 kl. 23:57
Æji ekki gott að heyra þetta með lungnabólguna, en það er örugglega rétt hjá þér að fall er fararheill vinan. Gangi þér sem allra best og láttu þér batna fljótt, skemmtu þér í berjamó.
kær kveðja Svala
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 13.8.2008 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.