Á gangi niður minningabrautina

Ég er orðin miklu skárri af flensuskítnum mínum.  Ætla að sprauta mig á þriðjudaginn og vonandi fer ég þá að yngjast aðeins hehe.  Ég er- án gríns- eins og níræð kona.  Hvernig getur maður annað en hlegið af þessu? 

Ég dvel nú í íbúðinni minni, er með hjartað í brókunum allan daginn-svaf varla í nótt.  Að dvelja hér er svona eins og að taka smá rölt niður "memory lane" því hér hef ég upplifað mínar bestu og verstu stundir.  Ég gerði upp íbúðina eftir mínu eigin höfði, ég hef því lagt drög að hverri flís, hverri hillu, hverri innréttingu og þykir því rosalega vænt um þetta allt.  Það er því kaldhæðnislegt að líða illa hérna inni.  Ég get bara ekki fundið frið hér, finn ekki fyrir því öryggi sem heimili manns ætti að veita manni.  Fyrir mér er þessi íbúð naflastrengur á milli mín og míns fyrra lífs og ég hata þá tilfinningu.  Ég hrekk í kút í hvert sinn sem ég heyri umgang, verð hrædd, finnst ég innikróuð hér.  Í nótt vaknaði ég í svitakófi því mig dreymdi illa.  Ímyndunarafl mitt fór á fullt og ég heyrði og sá eitthvað stöðugt.  Minn fyrrverandi hefur oft komið hingað að leita af mér en gripið í tómt- ég er hrædd um að hann komi þegar ég er hér- hann hefur svo oft hótað mér lífláti og ég trúi honum.  Hann hefur jú getuna til að murka úr manni lífið þar sem hann er þjálfaður hermaður- er illa innrættur og nýtur þess að meiða fólk.  Ég verð samt að klára þetta af- þegar ég er búin að þessu þá er ég bara sterkari manneskja fyrir vikið.  Nóg um það. 

Nú er hálfur mánuður í skólann- ég trúi ekki að sumarið sé búið.  Ég var að spá í að fara til Spánar í viku og slappa af en ákvað svo að sleppa því í þetta sinn.  Ég er enn að gæla við hugmyndina um að fara til Kína í skiptinám næsta haust, jafnframt er ég að spá í að fara í stutta ferð- svona í viku kannski til Marakó, ferðast þar og skoða.  Kannski að ég nýti páskafríið mitt í það- eða jólafríið... hver veit.  Þetta er fyrsta árið sem ég fer ekkert erlendis í möööörg ár!!  Þetta er sem sagt árið sem Dísa fór ekkert erlendis.  Svona er lífið skrýtið!!

Það er best að halda áfram að sortera eigur mínar,koma sumu í notkun og öðru í geymslu.

Hafið það gott þið frábæra fólk

Kv. Dísa hrædda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Æ stelpu skottan. Þetta er hræðilegt... Að upplifa svona hræðslu á stað sem á bara að veita manni öryggi. Og kannski ekkert að ástæðulausu.
Er enginn sem þú getur fengið til að vera hjá þér?

Vona að þú fáir það betur og komist einhvernvegin yfir þetta.

Farðu vel með þig

Hulla Dan, 16.8.2008 kl. 16:42

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er skelfileg líðan , ég kannast við svona -að heimilið sé manni ekki það skjól sem það á að vera. Það er slæmt

Ragnheiður , 16.8.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

þaðer ömurlegt örugglega að líða svona,en láttu þér líða betur mín kæra

Guðný Einarsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Dísa Dóra

ohhhh hvað ég þekki svona tilfinningu.  Var einmitt á ferðalagi um helgina á þeim slóðum sem við x bjuggum sem lengst.  Sagði einmitt við systur mína sem var með mér að ég væri alltaf jafn fegin þegar ég kæmi þarna að vera laus og að koma þarna verði alltaf til þess að upp koma fleiri og fleir minningar.  Minningarnar sýna mér hve ótrúlega heppin ég er að vera laus. 

Knús á þig skvís og vonandi kemstu fljótt aftur í góðan gír andlega og líkamlega

Dísa Dóra, 18.8.2008 kl. 08:55

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er örugglega hrillilegt að hafa þessa tilfinningu, þetta á að vera þinn griðastaður, þín örugga höfn.

Knus á þig

Kristín Gunnarsdóttir, 19.8.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband