21.8.2008 | 16:34
Pirringur!!
Það er sko mega-pirringur í gangi hjá mér þessa dagana, ég er pirruð út í allt og alla. Ég er að reyna að láta lítið á því bera og þegar ég er ein þá er ég alveg að tapa mér í pirring og döpru. Ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að taka á þessu- svo er ég eitthvað lítil í mér þessa dagana og finnst margir hverjir vera óhemju óréttlátir og mér finnst ég oft vera að láta ganga yfir mig. Ég held að ég sé þannig manneskja að ég er oftast boðin og búin til að aðstoða fólk, reyni alltaf að koma vel fram við alla en svo finnst mér oft eins og ég fái ekki það sama tilbaka. Æ-i ég veit það ekki- vil bara að þeir sem eru í sambandi við mig viti að þetta er ekki tengt neinum eða neitt slíkt- ég er bara eitthvað að tapa mér þessa dagana. Finnst ég ekki hafa tíma í neitt - finnst eins og ég sé ekki að njóta þess að vera til.
Blogga meira þegar sólin brýst fram í lífi mínu- þangað til þá - hafið það gott
Dísan
Athugasemdir
Sendi þér geisla
Hulla Dan, 21.8.2008 kl. 20:24
knús til þín skvís - mundu að það er bara allt í lagi að vera pirr af og til
Dísa Dóra, 21.8.2008 kl. 21:37
Elsskukéllingin min,vonasvosannarlega ad solin skyni glatt a tig
Guðný Einarsdóttir, 22.8.2008 kl. 10:30
Sendi þér ljós og lítinn engil til að vaka yfir þér.
MUNDU:DAGURINN Í DAG ER MORGUNDAGURINN SEM ÞÚ KVEIÐST FYRIR Í GÆR...
Bergljót Hreinsdóttir, 22.8.2008 kl. 16:09
skil þig vinan, allveg fullkomlega, en í alvöru að þá gengur þetta yfir, sólin mun fara að skýna aftur hjá þér. Þegar að þetta fer að pirra mig að þá fer ég að hugsa út í afhverju ég er búin og boðin til að hjálpa öðrum, er það eingöngu til að hjálpa eða er ég að reyna að eiga ekkað inni hjá þeim sem ég hjálpa???
æji vonandi fer þér að líða betur. knús, þín bloggvinkona Svala
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 25.8.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.