27.8.2008 | 16:02
Sumarið er senn á enda!!
ótrúlegt en satt- þá er sumarið að klárast. Sjálf hefði ég gjarnan viljað hafa það mun lengra- eða alla veganna hefði ég viljað njóta þess betur en ég gerði!
Þetta 9 vikna frí frá skólanum lýkur næsta mánudag þegar hann hefst á nýjan leik. Sumarið fór ekki eins og ég hafði planað en var engu að síður frábært. Lífið býður endalaust upp á nýjungar og óvænta snúninga. Ég hef dvalið í minni heimasveit og það hafa allir tekið manni svo vel, sýnt manni svo mikla velvild og ég veit ekki hvað. Ég finn það núna þegar ég er um það bil að kveðja til að snúa mér aftur að náminu hversu mikils virði þessi staður er mér og hversu mikils virði fólkið hér er mér- sumir meira en aðrir - eðlilega.
Í sumar hef ég stundum verið að velta fyrir mér af hverju ég fór héðan upphaflega- og ég get ekki munað af hverju- skringilegt að upplifa það þar sem mér fannst ómögulegt að vera hér á árum áður- svona breytast áheyrslurnar í lífi manns. Mér hefur liðið vel hér- fundið öryggi, vináttu og hlýhug og fyrir það er ég mjög þakklát.
Helgin fer svo í það að koma sér fyrir og skipuleggja sig fyrir næstu önn og svo verður byrjað á fullum krafti - sumarfríið varð að lokum ekki nema 2 dagar- en það verður að duga!!
Hafið það gott þar til næst
Dísa
Athugasemdir
Góða helgi til þín
Hulla Dan, 29.8.2008 kl. 11:42
Getur ekki verið að okkur finnist gott að sjá þig líka á fornum slóðum???ég er bara viss um það mín kæra,það var gaman að hitta þig í sumar.Gangi þér vel í skólanum og farðu vel með þig.Gamla nágrannakonan...
Agnes Ólöf Thorarensen, 29.8.2008 kl. 23:21
Það hefur verið gaman að fara á æskustöðvarnar en það er gallinn við frí, þau taka alltaf enda. Ég er búin að vera lengi í burtu en mig langar að vita hvernig lyfin virka. Gera þau þér gott?
Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:39
Það var gott að hafa þig hér á þessum góða stað,gott að koma í sjoppuna og hitta hina brosmildu Dísu skvísu
Gangi þér svo vel í skólanum mín kæra
Guðný Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 09:44
Já allt tekur og sumarið líka. En þú ert rosa dugleg kona. Sjálf vildi ég hafa sumarið lengra og veturinn styttri. En gott samt að þú hafðir það gott. og gangi þér nú vel í skólanum.
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 2.9.2008 kl. 16:38
Heyrðu ég klukkaði þig í dag...... þú ert hann.
Linda litla, 2.9.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.