Leiði

Bloggleiði er að hrjá mig þessa dagana.  Kannski er þar bara vegna þess að ég er byrjuð í skólanum og það er nóg að gera þar. 

Er samt í fríi á mánudögum- uummmmmmm....... Mánudagar eru því Dísudagar, þá nota ég til að fara í Rope Yoga, fer í nudd og til nálastungumanns sem er meistari í austrænum lækningum og það verður að segjast - maðurinn er algjör snilli

Ég er á fullu við að taka mig í gegn, nú er ég alltaf farin að sofa á milli kl 23 og 00.  Ég er byrjuð að taka mataræðið í gegn.  Hreyfinginn er að aukast.  Ég er orðin mun betri í skrokknum- samt er einn liður - ökklinn - sem er að angra mig.  Hann hlýtur að skána með tímanum.  Hef ekki verið svona góð í skrokknum í möörg ár.

Jæja það er best að einbeita sér að eignaréttinum. 

Hafið það gott kæru bloggvinir- heyrumst síðar

Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Gott að heyra að heilsan er öll að koma til og yndislegt að eiga svona dekurdag fyrir sig í hverri viku.

Farðu vel með þig skvís

Dísa Dóra, 9.9.2008 kl. 09:17

2 identicon

Gott að heyra að allt sé á réttri leið hjá þér Vigga mín. 

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábært að þú sért að lagast í skrokknum. Þessi ökkli hlýtur að láta undan fyrr eða síðar.

Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Gott að þú ert að lifna við,fannst þú nú bara þokkalega spræk um helgina og rjóð í kinnum,,,trúlega vegna hita og anna....

Hafðu það gott dúllan mín

P.S...Það er ennþá á töflunni það sem ég skrifaði um þig og Lindu hihi

Guðný Einarsdóttir, 9.9.2008 kl. 18:30

5 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Gott hjá þér stelpa,öll að komast á beinu brautina.Hafðu það gott vinan og hugsaðu  vel um sjálfan þig..Knús frá Hellu

Agnes Ólöf Thorarensen, 9.9.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 10.9.2008 kl. 08:25

7 Smámynd: Linda litla

Ég held að þetta með bloggleiðann sé eitthvað að ganga, ég hef aldrei verið svona djö.... löt að blogga eins og nú.

Hafðu það gott rúsínurjómabollurassinn minn og ekki gleyma því hver sagði að þú værir með "flottann rass"

Linda litla, 10.9.2008 kl. 19:43

8 identicon

Takk fyrir kæru konur...

Og Linda - úffff -ekki minna mig á þetta með rassinn!!!

Kv. Dísa

Dísan (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:20

9 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Gangi þér sem alllra best með alllt. varðu þér samt ekki of geyst. Já þetta með blog-leiðan að þá er ég líka illa haldin af honum

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 15.9.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband