Upside down!! eða hvað?

Það er vægast sagt brjálað að gera hjá mér þessa dagana.  Skólinn tekur allan minn tíma- og rúmlega það.  Þessi vika á eftir að vera svolítið "Töff"  Ég þurfti að skila fjórum verkefnum í dag, sem og ég gerði. Er í skólanum á morgun til kl 18, er að fara á Litla - Hraun á miðvikudag í svona vísindaferð, er í prófi á fimmudag, skila tveimur verkefnum á föstudag og að auki í prófi þá líka.  Sem sagt nóg að gera eins og maður segir.  Púff!!

Heilsan er öll að koma til- að vísu ætlar þessi ökkli ekki að láta undan og láta sér batna.....en ég er þrjóskur andskoti og mun hafa betur- vitið þið til.  Ég er sem sagt að sprauta mig og það gengur vel, á að fara til gigtu í nóvember í svona 10.000 kílómetra tékk eða þannigWink.  Það á eftir að koma vel út.  Einhver tíma næstu helgar- um leið og tími gefst - þá ætla ég að halda svefnhelgi.  Hún fer þannig fram að ég slekk á símanum, set svartan ruslapoka fyrir gluggann, græja vatnskönnu og ávexti og síðan er sofið.  Eingöngu vaknað til að fara á klósettið.  Eftir svona helgi þá er maður ALGJÖRLEGA endurnærður og fínn.  Get ekki beðið því eftir að allir þessir undirliggjandi sáru verkir mínir hurfu þá vil ég BARA sofa út í eitt og það skal ég gera- fljótlega!!

Hafið það gott kæru bloggvinir og aðrir sem líta við

Dísa svefnþurfta

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Humm sniðug svona svefnhelgi,kannski ég prófi þetta einhverntíma...

Hafðu það gott kelli mín,og farðu vel með þig HEYRIR ÞÚ ÞAÐ

Guðný Einarsdóttir, 29.9.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Dísa Dóra

Gangi þér vel í prófum og verkefnum skvís.

Hljómar mjög vel með svona svefnhelgi - láttu verða af því að framkvæma hana sem fyrst

Dísa Dóra, 30.9.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Linda litla

Kvitterýkvitt...... hello beib.

Linda litla, 30.9.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er rosaleg vika hjá þér. Sofðu vel um helgina.

Helga Magnúsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband