10.10.2008 | 10:37
BS- ritgerð
Ég var að senda inn umsókn til að skrifa BS ritgerð á næstu önn Veit svo sem ekkert um hvað ég vil skrifa- umsóknartíminn rann bara út í dag!! Þó veit ég að vinnuréttur, erfðaréttur og refsiréttur eru svið sem mig langar að einbeita mér að. Ef þið hafið einhverjar brilljant hugmyndir - þá eru þær vel þegnar Ef allt gegnur að óskum þá klára ég Bs-inn næsta vor og byrja í ML (mastersnámi) næsta haust - þá fer maður að sjá fyrir endann á þessu .....Og trúið mér- ég get ekki beðið.
Er búin að vera rosalega lengi í skóla. Fyrst tók ég stúdentspróf í kvöldskóla, fjarnámi og utanskóla- það tók einhver 3 ár - á meðan var ég í fullri vinnu og rúmlega það. Síðan fór ég i fjarnám í viðskiptafræði- var eitt ár í því, kláraði flest viðskiptafögin sem maður þarf að taka í viðskiptalögfræði. Á meðan vann ég í Kaupþing og var í aukavinnu líka. Nú er ég í skólanum, búin að vera eitt ár, á eftir annað ár í BS svo er það ML -inn sem er eitt til eitt og hálf ár. Þetta er laaangur tími og verðu vel þegið þegar það klárast.
Að öðru- ég kveikti á sjónvarpinu í gær- í fyrsta sinn í langan tíma. Á skjá einum voru auglýsingar sem minntu okkur á að það sem væri mikilvægast í lífinu væri ókeypis. Að mínu mati eru þetta flottar auglýsingar og vel þarfar. Númer eitt, tvö og þrjú er að við hugsum um okkar nánustu, að við höldum ró okkar á meðan þessi óvissa ríkir og þegar rykið fellur að við tökum púlsinn á stöðunni og reynum að finna lausnir.
Verið góð við hvort annað, gleymum ekki kurteisinni og sýnum samhug.
Góða helgi kæru vinir
Athugasemdir
Ég er búin að gleyma.... átt þú að vinna á dag, eða bara um helgina ? Var að spá í hvort að þú kæmir við áður en þú ferð austur.
síjú.
Linda litla, 10.10.2008 kl. 16:46
Góða helgi dúllan mín,við hittumst nú kannski eitthvað ha
Guðný Einarsdóttir, 10.10.2008 kl. 18:58
Mér þykir þú aldeilis dugleg stelpa
Kristín Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.