11.10.2008 | 13:34
Kann einhver að ráða drauma?
Mig dreymdi skrýtin draum í nótt.
Í raunveruleikanum er ég með sítt hár, mjög fíngert og frekar þunnt en mig dreymdi að ég hafi tekið mig til og rakað á mig hálfgerðan hanakamb, en þó þannig að ég gat sett síða hárið mitt yfir og þá bar ekki á neinu(í raunveruleikanum hefði þetta skinið í gegnum þunna hárið)! Ég er ekki viss um af hverju ég gerði þetta en tilfinningin var samt sú að ég vildi sanna mig að ég væri ekki dauð úr öllum æðum, að ég væri enn villt og gerði óútreiknanlega hluti. Það var eins og ég væri að reyna að ganga í álit við einhverja aðila- í raunveruleikanum er mér nokkuð sama um álit annarra.
Getur einhver ráðið í þetta?
Eða er þetta bara rugl í hausnum á mér?
Stundum dreymir mig skrýtna draum og allt í lagi með það.....en það er tilfinningin sem situr eftir drauminn sem fær mig til að hugsa og langa að fá útskýringu.
Dísa draumari
Athugasemdir
Kann ekki að ráða drauma því miður. Dreymir sjálfa alltaf algera þvælu sem ekkert vit er í.
Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 15:51
Ég myndi þurfa að komast í samband við þig. - Gætir þú sent mér netfangið þitt?
eysteinsson(hjá)compaqnet.se
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.10.2008 kl. 07:42
Ekki kann ég á drauma,nema að dreyma þá
Guðný Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.