16.10.2008 | 18:07
Leti á háu stigi
Ég er að fara yfir um af leti þessa dagana!! Ég nenni varla að staulast á fætur til að fara í tíma, ég skoða ekki verkefnin fyrr en það er örstutt í skil og ég nenni þessu bara ekki. Ég vil bara fá að sofa út í eitt!!
Fór samt í fjallgöngu í gær- fór upp á topp, lafmóð og másandi- það var samt erfiðara að fara niður. Svona er ég orðin góð af lyfjunum. Samt er það ökklinn góði sem er stundum að bregðast mér, ég ætla samt að gefa honum smá tíma
Það er best að ég fari að skoða verkefnin og athuga hvort ég NENNI að skoða að kíkja á þau.
Kv. Dísan
Athugasemdir
Kommon.... síðan hvenær varst þú duglegri en ég að blogga ??
Ég verð að fara að taka mig eitthvað á í blogginu, hendi kannski inn færslu á eftir.
Hafðu það gott og vertu nú dugleg að læra Vigga mín.
Vonandi gekk vel hjá doksa í gær..
Linda litla, 16.10.2008 kl. 19:09
Ég er líka löt þessa dagana,en ég er ekki skóla nema skóla lífsins...En allavega gangi þér vel að hisja þig upp og kíkja í skruddurnar
Guðný Einarsdóttir, 16.10.2008 kl. 20:20
gangi þér vel. Ég held samt að það sé þreyta sem hái þér en ekki leti, það er ekki beint leti að vera í þessu námi sem þú ert í og að ganga á fjall, dji ég vildi að ég nennti því. Gott að nýju lifin séu að hjálpa þér, en þetta með öklan það verður alltaf að vera eithvað amk. 1 sem er að bögga mann, bara svona svo maður geti kvartað pínu, ég passa þetta allavega rosalega vel
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 16.10.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.