18.11.2008 | 18:06
Prófið í dag
Fyrsta prófinu er lokið- Ég veit ekki hvernig mér gekk?? ég reyndi þó mitt besta og meira get ég ekki gert. Þetta var próf í fjármálastjórnun- síðasti viðskiptaáfanginn minn í náminu og ég bið til guðs að ég hafi náð. Viðskiptafögin eru ekki í uppáhaldi hjá mér- því miður.
Á morgun er það munnlega prófið í helv.... siðfræðinni- ég skal sko massa þetta próf og ná því - svo ég þurfi ALDREI að koma nálægt slíku aftur - meira ruglið það (ekki minn tebolli).
Fimmtudagur- munnlegt próf í Vinnurétti og á föstudag er það skriflegt 4 tíma próf í eigna- og veðrétti.
Ég óska hér með eftir styrk og gáfum svo ég nái öllum prófum!
Dísan með prófskrekkinn
Athugasemdir
Get sent þér styrk en gáfur........... he he he
Linda litla, 18.11.2008 kl. 18:24
Þér hefur örugglega gengið vel og það er enginn vafi að þú massar siðfræðina.
Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 20:46
Sendi þér styrk mín kæra..gangi þér vel
Guðný Einarsdóttir, 18.11.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.